Fara í efni

Fjallskilanefnd Rauðsgilsréttar

26. fundur 21. júlí 2022 kl. 20:30 - 22:30 að Stóra-Ási
Nefndarmenn
  • Kolbeinn Magnússon aðalmaður
  • Ingimundur Jónsson formaður
  • Jóhanna Sjöfn Guðmundsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Jóhanna Sjöfn Guðmundsdóttir
Dagskrá

1.Verkaskipting nefndar

2207146

Skipan í hlutverk nefndarmanna
Ingimundur Jónsson formaður
Kolbeinn Magnússon meðstjórnandi
Jóhanna Sjöfn Guðmundsdóttir Ritari

2.Tillaga um fund fjallskilanefnda

2207147

Tillaga Kolbeins um að funda með fjallskilanefndum Þverárhlíðar, Stafholtstungu, Hvítársíðu og Norðurárdal til að fjalla um girðingarmál á afréttum, og ræða framtíðarplön um afrétti og réttir vegna fækkun fjár á svæðinu.
Samþykkt er að reyna að fá fund í fyrstu viku ágúst 2022. Ingimundur sér um að kalla til fundar nefnd og í framhaldi af þeim fundi verði haldinn fundur með bændum til að kynna umræðuefni funda.

3.Álagning fjallskila 2022

2207148

Næstu fundur fjallskilanefndar er ákveðin 12. ágúst og verða þá lögð á fjallskil og skipaður fulltrúi okkar í Sjálfseignarstofnun Arnarvatnsheiði og Geitlands.

Fundi slitið - kl. 22:30.