Fara í efni

Fræðslunefnd Borgarbyggðar

197. fundur 09. mars 2021 kl. 16:00 - 16:30 Í fjarfundi í Teams
Nefndarmenn
  • Magnús Smári Snorrason formaður
  • Sigrún Sjöfn Ámundadóttir aðalmaður
  • Axel Freyr Eiríksson aðalmaður
  • Ingibjörg Daníelsdóttir varamaður
  • Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hlöðver Ingi Gunnarsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Hlöðver Ingi Gunnarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Að auki sátu fundinn áheyrnarfulltrúi Skorradalshrepps, Ástríður Guðmundsdóttir, þau Steinunn Baldursdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Elín Friðriksdóttir fulltrúi kennara og Sigríður Ása Guðmundsdóttir fulltrúi foreldra í leikskólum.

1.Sumarlokun leikskóla Borgarbyggðar 2021

2101080

Farið yfir tillögu að fimmta vikan sé gjaldfrjáls á leikskólum Borgarbyggðar.
Fræðslunefnd leggur til að eftirfarandi breyting verði gerð á verklagsreglum leikskóla Borgarbyggðar:

Undir liðnum Dvalartími: Í dag hljómar reglan svona: Barn í leikskóla skal taka að lágmarki fjögurra vikna samfellt sumarleyfi ár hvert. Ef barn er fjarverandi vegna orlofs í samfellt tvær vikur eða lengur umfram sumarleyfi og foreldrar láta vita með hálfs mánaðar fyrirvara skal endurgreiða fæðiskostnað fyrir þann tíma sem barnið er í orlofi.

En eftir breytinguna yrði hún svona: Barn í leikskóla skal taka að lágmarki fjögurra vikna samfellt sumarleyfi ár hvert. Óski foreldrar eftir því að taka fimm vikna samfellt sumarleyfi er 5. vikan einnig gjaldfrjáls. Ef barn er fjarverandi vegna orlofs í samfellt tvær vikur eða lengur umfram sumarleyfi og foreldrar láta vita með hálfs mánaðar fyrirvara skal endurgreiða fæðiskostnað fyrir þann tíma sem barnið er í orlofi.

Gert er ráð fyrir að kostnaður við breytinguna verði ekki meiri en 400.000 kr, líklega verður kostnaðurinn minni.

Samþykkt samhljóða.

Málinu vísað til afgreiðslu sveitastjórnar.

Fundi slitið - kl. 16:30.