Fara í efni

Fræðslunefnd Borgarbyggðar

198. fundur 25. mars 2021 kl. 15:00 - 17:30 í fjarfundi í Teams
Nefndarmenn
  • Magnús Smári Snorrason formaður
  • Sigrún Sjöfn Ámundadóttir aðalmaður
  • Rakel Bryndís Gísladóttir aðalmaður
  • Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir aðalmaður
  • Íris Gunnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Hlöðver Ingi Gunnarsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Hlöðver Ingi Gunnarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Að auki sátu fundinn áheyrnarfulltrúi Tónlistarskóla Borgarfjarðar Theodóra Þorsteinsdóttir skólastjóri og fulltrúi kennara í tónlistaskólanum Daði Georgsson og áheyrnarfulltrúi Skorradalshrepps, Ástríður Guðmundsdóttir. Einnig áheyrnarfulltrúar leikskóla, þau Steinunn Baldursdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Elín Friðriksdóttir fulltrúi kennara og Sigríður Ása Guðmundsdóttir fulltrúi foreldra. Að auki áheyrnarfulltrúar grunnskóla, þau Helga Jensína Svavarsdóttir fulltrúi skólastjórnenda, Katla Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra og Ása Erlingsdóttir fulltrúi kennara

Formaður bar upp tillögu þess efnis að á dagskrá verði tekin mál nr. 2103150 og 2103147 og verði þau nr. 1 og 2 á dagskrá fundarins. Var það samþykkt samhljóða.

1.Covid19- 25.mars 2021 staðan

2103150

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir stöðu mála.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir stöðu mála. Leikskólar eru opnir en aðrar menntastofnanir eru lokaðar. Mikilvægt fyrir alla að fylgjast vel með upplýsingum frá skólunum.

2.Leikskólagjöld - viðbrögð við Covid19

2103147

Borgarbyggð felli niður leikskólagjöld þá daga hjá foreldrum sem halda nemendum sínum heima fram að páskum.
Fræðslunefnd samþykkir tillögu um að leikskólagjöld séu felld niður hjá þeim foreldrum sem erum með börn sín heima einhvern eða alla dagana sem leikskólarnir eru opnir frá 25.mar-3.apríl 2021. Er það liður í því að aðstoða leikskólana við að halda opnu þessa daga miða við nýjar sóttvarnarreglur.

3.Skóladagtal 2021-2022

2102096

Skóladagatöl skóla fyrir veturinn 2020-2021 lögð fram og umsagnir skólaráða/foreldraráða.
Skóladagatöl leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla lögð fram með umsögnum foreldraráða leikskóla og skólaráða grunnskóla. Fimm starfsdagar eru sameiginlegir. Þeir eru 17.september og 1.nóvember 2021, 3.janúar, 23.febrúar og 27.maí 2022. Það auðveldar fjölskyldum að skipuleggja sig þegar skólar eru lokaðir og skólunum að hafa samstarf sín á milli á skipulagsdögum. Það kom fram í umræðu innan skólasamfélagsins að vilji er til staðar að sameinast um 3-4 skipulagsdaga. En frjálsræði sé þá um 1-2 skipulagsdaga. Fræðslunefndin mun síðan fjalla um það erindi tímalega fyrir næstu umræðu um skóladagatöl.

4.Skólastefna 2021-2025

2101082

Farið yfir vinna við skólastefnu Borgarbyggðar 2021-2025. Lagðar línur með framhald vinnunnar.
Hafin er vinna við skólastefnu Borgarbyggðar 2021-2025. Búið er að halda tvo vinnufundi með fulltrúum í fræðslunefnd sem er stýrihópur verkefnisins. Þar er verið að leggja fyrstu skrefin í vinnunni. Ingvar Sigurgeirsson verður hópnum innan handar við vinnuna. Ingvar þekkir vel til í grunnskólum sveitafélagsins en hann hefur unnið að þróunarverkefni varðandi teymiskennslu og fleira með grunnskólunum síðustu tvö ár. Til þess að tengja Ingvar betur við aðrar menntastofnanir í Borgarbyggð þá hafa hann og sviðsstjóri fjölskyldusviðs heimsótt alla leikskóla í Borgarbyggð og Tónlistaskóla Borgarfjarðar. Þar var fundað með stjórnendum og skólarnir kynntir. Fyrirhugað er að funda með stjórnendum menntaskólans, tómstundastarfsins og háskólunum í Borgarbyggð. Þá verður einnig fundur með Ingvari og sviðsstjóra með stjórnendum í öllum menntastofnunum Borgarbyggðar. Fræðslunefnd stefnir einnig að fundum í skólasamfélaginu öllu, ræða við starfsmenn, nemendur, foreldra og nærsamfélagið á hverri stofnun.

5.Öryggismál í biðskýlum

2102057

Lagt fram erindi Foreldrafélags Grunnskólans í Borgarnesi.
Lagt fram erindi frá foreldrafélagi Grunnskólans í Borgarnesi varðandi öryggi í biðskýlum. Fræðslunefnd tekur undir áhyggjur foreldrafélagsins. Málið verður unnið áfram í samráði við skólayfirvöld. Það er lagt til að skoðað verði hvort að hægt verði að bæta lýsingu í biðskýlunum og við skólana. Þá sé einnig kannað hvort að hægt sé að auka öryggið með myndavélum. Er málinu vísað til byggðaráðs.

6.Viðbrögð við biðlistum í leikskólunum í Borgarnesi 2020-2021

2101072

Farið yfir stöðu framkvæmda á leikskólanum Uglukletti.
Elín Friðriksdóttir aðstoðarleikskólastjóri á Uglukletti fer yfir framkvæmdirnar við Ugluklett. Það eru kominn smáhýsi við skólann þar sem aðstaða starfsfólk verður. Eftir þær framkvæmdir sem ráðist var í ætti biðlistinn að eyðast á leikskólum hjá sveitafélaginu.

7.Erindi frá GBF - Vindmælingar

2103134

Lagt fram erindi frá Grunnskóla Borgarfjarðar.
Lagt fram erindi frá skólastjóra Grunnskóla Borgarfjarðar. Skólástjóri fer stuttlega yfir þætti málsins. En þetta er atriði sem myndi auka umferðaröryggi nemenda. Málið snýr að því að auka við vindmælingar á skólaaksturleiðinni milli Hvanneyri og að Kleppjárnsreykjum. Búið er að senda erindið til Veggagerðarinnar sem vísar á að sveitafélagið þurfi að vera þátttakandi í kostnaði. Fræðslunefnd telur þetta vera verkefni Veggagerðarinnar og óskar eftir því að byggðarráð fylgi málinu eftir.

8.Grunur um rakamyndun í Grunnskóla Borgarfjarðar, Kleppjárnsreykjadeild

2012082

Farið yfir stöðumála vegna Grunnskóla Borgarfjarðar, Kleppjárnsreykjardeild.
Skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar fer yfir málið. Nú er verið að bíða eftir færanlegum kennslustofum sem eiga að koma um miðjan apríl. Fræðslunefnd ítrekrar að mikilvægt sé að fara í frágang á skólalóðinni í sumar.
Skýrslan um stöðu húsnæðisins sem ekki var kannað fyrr í vetur kemur í næstu vikur fyrir byggðaráð. Byggðaráð fékk í morgun smá kynningu og sem virðist við fyrstu sýn kalla á einhverjar aðgerðir í þeim hluta húsnæðisins einnig.

9.Landsmót UMFÍ 50 2021

2103082

Lagt fram minnisblað sviðstjóra fjölskyldusviðs vegna Landsmóts UMFÍ 50 .
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Farið er yfir kostnaðaráætlun. Framlag Borgarbyggðar yrði 1.820.000. Fræðslunefnd samþykkir erindið og vísar málinu til byggðaráðs.

10.Stýrihópur um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Borgarbyggð

1810067

Farið yfir vinnu stýrihóps um framtíðaruppbygginu íþróttamannvirkja í Borgarbyggð.
Málinu frestað.

11.Íslensku menntaverðlaunin 2021 - tilnefningar

2103038

Framlagt bréf Sambands ísl. sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á Íslensku Menntaverðlaununum og fresti til að tilnefna.
Málið lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:30.