Fara í efni

Fræðslunefnd Borgarbyggðar

215. fundur 06. desember 2022 kl. 16:00 - 18:00 í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
  • Eðvar Ólafur Traustason formaður
  • Þórunn Unnur Birgisdóttir varaformaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Rakel Bryndís Gísladóttir varamaður
Starfsmenn
  • Hlöðver Ingi Gunnarsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Hlöðver Ingi Gunnarsson Sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
Á fundinum voru Ástríður Guðmundsdóttir áheyrnafulltrúi fyrir skólastjóra leikskóla, Elsa Þorbjarnardóttir var áheyrnarfulltrúi starfsmanna leikskóla og Inga Berta Bergsdóttir fyrir foreldra í leikskólum. Áheyrnarfulltrúi grunnskóla Gróa Erla Ragnvaldsdóttir f. h. kennara. Sigfríður Björnsdóttir var áheyrnarfulltrúi sem skólastjóri tónlistaskóla. Allir áheyrnafulltrúar vorum undir liðum 1-4.

1.Skólastefna Borgarbyggðar 2021 ->

2101082

Farið yfir vinnu starfshóps vegna aðgerðaráætlunar fyrir skólastefnu Borgarbyggðar.
Fjóla verkefnastjóri á fjölskyldusviði kemur til fundarins. Farið er yfir vinnu síðustu funda. Búið er að taka saman áherslur fræðslunefndar. Nú verður aðgerðaráætlun send út á allar skólastofnanir, sem eiga að koma með tillögur að aðgerðaráætlun fyrir sína stofnun. Á næsta fundi nefndarinnar ættu að liggja fyrir aðgerðaráætlanir fyrir alla skólana sem og breytiningartillaga að skólastefnu Borgarbyggðar.

2.Farsæld barna

2109144

Á 211. fundi fræðslunefndar 7.september 2022 var farið yfir handbók skólaþónustu fyrir 2022-2023 og þær breytingar sem tengjast innleiðingu á nýjum farsældarlögum.

Nú verður farið yfir stöðuna við innleiðinguna á lögum um farsæld barna hjá Borgarbyggð. Margrét málsstjóri kemur til fundarins.
Margrét málstjóri kemur til fundarins og fer yfir stöðuna á innleiðingu farsældarlaganna. Hún fór yfir lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna nr. 85/2021. Margrét fór einnig yfir stigskipta þjónustu og þau úrræði sem tengjast þjónustu á 1.stigi, handbók skólaþjónustu Borgarbyggðar, lög og reglur tengd skólaþjónustu, hlutverk skólaþjónustu, starfsfólk skólaþjónustu. Borgarbyggð er komin vel af stað við innleiðinguna á farsældarlögunum og er ljóst að það er mikil vinna framundan við innleiðinguna. Það er gert ráð fyrir 3-5 árum í innleiðingu.

3.Útikennslustofa við Grunnskólann í Borgarnesi

2211251

Fræðslunefnd ræðir hugmyndir sem komið hafa upp um útikennslustofu við Grunnskólann í Borgarnesi.
Fræðslunefnd vill að útkennslustofan verði tekin af skólalóð Grunnskólans í Borgarnesi. Hún vill þannig verða við þeim athugasemdum sem hafa komið bæði frá starfsfólki skólans og foreldrum. Rýna þarf betur í mögulega aðra staðsetningu fyrir stofuna og mögulegar breytingar á skipulagi útikennslustofunnar.

4.Samreknir leik- og grunnskólar

2212001

Fræðslunefnd ræðir um hvort fyrirkomulag samrekins leik- og grunnskóla geti hentað við einhverjar skólastofnanir í Borgarbyggð.
Sviðsstjóra fjölskyldusviðs falið að kanna möguleikann á því hvort að samrekin leik- og grunnskóli getið verið hentugt fyrirkomulag fyrir einhverja skólastofnun í Borgarbyggð til framtíðar litið.

5.Starfslýsing verkefnastjóra í tómstundamálum

2212002

Lögð fram til kynningar starfslýsing verkefnastjóra í tómstundamálum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.