Fara í efni

Fræðslunefnd Borgarbyggðar

220. fundur 04. maí 2023 kl. 16:00 - 19:02 í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
  • Eðvar Ólafur Traustason formaður
  • Þórunn Unnur Birgisdóttir varaformaður
  • Ragnhildur Eva Jónsdóttir aðalmaður
  • Thelma Dögg Harðardóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hlöðver Ingi Gunnarsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Hlöðver Ingi Gunnarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Á fundinum voru Ástríður Guðmundsdóttir áheyrnafulltrúi fyrir skólastjóra leikskóla, Elsa Þorbjarnardóttir var áheyrnarfulltrúi starfsmanna leikskóla og áheyrnafulltrúi grunnskóla Ása Erlendsdóttir f. h. kennara. Áheyrnafulltrúi skólastjóra grunnskólastjóra var Helga Jensína Svavarsdóttir.

1.Skóladagatöl fyrir leik-, grunn- og tónlistaskóla Borgarbyggðar 2023-2024

2212191

Farið yfir skóladagatöl fyrir skólaárið 2023-2024.
Fræðslunefnd samþykkti á síðasta fundi sínum skóladagatöl fyrir stofnanir Borgarbyggðar. Fræðslunefnd leggur það í hendurnar á hverri skólastofnun að ákveða hvort þau opni klukkan 10:00 eftir jólafrí á næsta skólaári í samráði við foreldra- og skólaráð. Nú munu skólar birta skóladagatöl á heimasíðum skólanna svo að foreldrar og nemendur geti byrjað að undirbúa næsta vetur.

Samþykkt samhljóða

2.Hinsegin fræðsla i grunnskólum Borgarbyggdar

2304033

Lagt fram til kynningar.

3.Fundir um úthlutun og ráðastöfun fjármuna fyrir alla í grunnskólum

2303032

Lagt fram til kynningar.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir verkefni á vegum barnamálaráðuneytisins um úthlutun fjármuna fyrir alla í grunnskólum. Borgarbyggð hefur sótt þessa fundi og gerir ráðfyrir að vinna áfram með þau eyðublöð sem sveitafélagið hefur fengið. Fræðslunefnd verður upplýst um framhald þessarar vinnu.

4.Barnamenningarhátíð á Vesturlandi 2022

2301205

Farið yfri dagskrá fyrir Barnamenningarhátíð.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnir dagskrána fyrir barnamenningarhátíðina sem ber heitið OK. Hátíðin er íburðarmikil og margir áhugaverðir viðburðir á dagskrá. Fræðslunefnd vill koma á framfæri sérstöku þakklæti til Sigfríðar Björnsdóttur skólastjóra tónlistaskólans. Hún hefur haldið utan um verkefnið af miklum metnaði og ber dagskráin þess merki.

Samþykkt samhljóða.

5.Farsæld á fyrsta ári - samantekt ráðherra

2304107

Lagt fram til kynningar

6.Endurmenntunarsjóður grunnskóla 2022

2202028

Kynntar þær umsóknir sem Borgarbyggð hefur sent til Endurmenntunarsjóðs fyrir næsta skólaár.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnir umsókn fjölskyldusviðs í Endurmenntunarsjóð grunnskóla fyrir næsta skólaár. Verkefnið sem sótt er um í ár snýr að kynfræðslu í grunnskólum og er framhald af Sprotaverkefni sem Þóra Geirlaug kennari við Grunnskóla Borgarfjarðar fékk styrk fyrir núverandi skólaár.

7.Ytra mat Leikskólinn Ugluklettur

2101054

Farið yfir stöðuna á ytra matinu hjá Uglukletti.
Kristín Gísladóttir skólastjóri Uglukletts kemur til fundarins og kynnir framvinduna í ytra matinu sem Ugluklettur er að vinna í. Fræðslunefnd þakkar henni fyrir kynninguna. Ugluklettur á mikið hrós skilið fyrir metnnaðarfullt starf.

Samþykkt samhljóða.

8.Varmaland - nemendafjöldi næsta skólaárs 2023-2024

2303217

Framhald frá síðasta fundi fræðslunefndar.
Í aðalnámskrá er veitt leiðsögn um hvernig skólum ber að tryggja heilbrigði og velferð nemenda sem byggir á andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Nám og námsaðferðir nemenda eru einstaklingsbundnar og mikilvægt að geta mætt þeim innan skólastofnana. Mikilvægt er að öll börn fái tækifæri til að njóta styrkleika sinna sem er lykilþáttur í að byggja upp jákvæða sjálfsmynd. Leikur og samskipti við samnemendur er jafnframt mikilvæg námsaðferð sem opnar víddir sköpunargleði barna og ungmenna og hjálpar þeim að finna hæfileikum sínum farveg. Þá eru samskipti, samtal og speglun eigin skoðana og viðhorfa afar mikilvægur þáttur í námi og þroska. Í ljósi fámennis í Varmalandsdeild Grunnskóla Borgarfjarðar þykir ljóst að erfitt er að veita nemendum þar viðeigandi tækifæri til að þroska ofangreinda þætti sem og að tryggja þeim þá greinabundnu menntun sem þeir eiga rétt á.

Fræðslunefnd leggur til að á þessum tímapunkti sé ekki farið í þær aðgerðir að sameina nemendur á unglingastigi á Varmalandi við Kleppjárnsreyki á næsta skólaári. En fræðslunefnd leggur áherslu á að nemendur fái tækifæri til að vinna saman á milli unglingastigana.

Því leggur fræðslunefnd til að í tengslum við byggingu og endurbætur á Kleppjárnsreykjadeild Grunnskóla Borgarfjarðar sem fyrirhugað er að ljúki árið 2025 verði þegar hafist handa við að kanna endurskilgreiningu á upptökusvæði skólahverfa og skipulagi skólastarfsins, skólaakstri og öðrum þáttum er lúta að því markmiði að nemendur við Varmalandsdeild Grunnskóla Borgarfjarðar verði komnir í húsnæði á Kleppjárnsreykjum árið 2025 í góðri sátt við nemendur, foreldra og starfsfólk. Á þeim tíma sé ekki gerð breyting á núverandi skólaskipan.

Þá sé einnig mikilvægt að fræðslunefndin fái kynningu á nýju skólahúsnæði á Kleppjárnsreykjum.

Samþykkt samhljóða.

9.Reglur vegna efnilegra ungmenna sem leggja stund á íþróttir, tómstundir og listir í Vinnuskóla Borgarbyggðar

2304253

Lagðar eru fram breytingar á reglum vegna efnilegra ungmenna fyrir næsta sumar.
Sigríður Verkefnastjóri tómstundamála kynnir tillögur að breytingu á reglum ,, vegna efnilegra ungmenna sem leggja stund á íþróttir, tómstundir og listir í vinnuskóla Borgarbyggðar? breytingarnar eru lagðar fram til að styðja betur við ungmenni í Borgarbyggð. Fræðslunefnd samþykkir breytingarnar og telur mikilvægt að þær séu kynntar vel á heimasíðu sveitafélagsins.

Samþykkt samhljóða.

10.Kynning á sumarfjöri og vinnuskóla - vor 2023

2304254

Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir verkefnastjóri tómstunda kemur til fundarins og kynnir sumarfjörið og vinnuskólann fyrir næsta vetur.
Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir verkefnastjóri tómstunda kemur til fundarins og kynnir sumarfjörið og vinnuskólann fyrir næsta vetur.
Helstu breytingar eru: Sumarfjörið verður staðsett í Borgarnesi fyrir öll börn í Júní og Júlí en í ágúst verður stefnt á að starfstöð verði á Hvanneyri. Akstur verður í boði fyrir börn í dreifbýli, tvær ferðir á dag að morgni og í lok dags. Þá verður einnig stefnt að því að bjóða uppá akstur af Mýrum á sama tíma. Gerð verður tilraun með að hafa Óðal opið fyrir miðstig og unglingastig tvisvar í viku í sumar.
Fræðslunefnd finnst mikilvægt að tómstundastarfið í sumar sé vel kynnt fyrir foreldrum og börnum.

Samþykkt samhljóða.

11.Breyting á opnunartíma - sundlaugin á Kleppjárnsreykjum

2301061

Ingunn Jóhannesdóttir forstöðumaður íþróttamannvirkja kemur til fundarins og ræðir opnun á sundlauginni á Kleppjárnsreykjum.
Ingunn Jóhannesdóttir forstöðumaður íþróttamannvirkja kemur til fundarins og ræðir opnun sundlaugarinnar á Kleppjárnsreykjum.
Fræðslunefnd leggur það til að samræmt verði á milli sundlaugarinna á Varmalandi og Kleppjárnsreykjum að ekki verði boðið upp á vetraropnun frá og með haustinu 2023. Málinu er vísað inn til Byggðarráðs til umræðu.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 19:02.