Fara í efni

Húsnefnd Samkomuhúss við Þverárrétt

3. fundur 29. júlí 2002 kl. 16:00 - 16:00 Eldri-fundur
Húsnefnd Samkomuhúss við Þverárrétt, fundur nr. 3 Dags : 29.07.2002
Fundur í húsnefnd Samkomuhúss Þverárréttar 29. júlí 2002.
Fundinn sátu:
Sigurjón Jóhannsson, þjónustufulltrúi, Páll Brynjarsson, bæjarstjóri, Sæunn Oddsdóttir, Ágústa Gunnarsdóttir, Egill Kristinsson og Vilhjálmur Diðriksson frá húsnefnd.
Sigurjón setti fund.
Rætt um rekstur hússins og útleigu, einnig fyrirkomulag á reikningsskilum. Vilji til að samræma þessi mál á milli félagsheimila í Borgarbyggð. Skipt var verkum stjórnar: Sæunn formaður, Ágústa ritari og Egill meðstjórnandi. Þá var gerð tillaga að húsverði til næstu fjögurra ára. Samþykkt að tilnefna Vilhjálm Diðriksson Helgavatni sem húsvörð. Húsnefnd þakkar Gunnari Eiríkssyni fráfarandi húsverði til margra ára samstarfið.
Sæunn Oddsdóttir, fundarritari.