Fara í efni

Húsnefnd Þinghamars

3. fundur 19. október 2008 kl. 10:49 - 10:49 Eldri-fundur
Húsnefnd Þinghamars, fundur nr. 3 Dags : 19.10.2008

Fundargerð

3. fundur í Húsnefnd Þinghamars, haldinn í Þinghamri
19. október 2008 kl. 20:00.
 
Mættir: Brynjólfur Guðmundsson, Sigbjörn Björnsson og Hrefna B. Jónsdóttir sem einnig ritaði fundargerð.
Einnig sat fundinn Guðmundur Finnsson, húsvörður í Félagsheimilinu Þinghamri.
 
Formaður, Brynjólfur Guðmundsson setti fund og lagði fram bréf frá Borgarbyggð þar sem óskað er eftir tillögum um áherslur í fjárhagsáætun. Einnig er þess óskað að gjaldskrá hússins sé yfirfarin af húsnefnd og settur fram listi yfir æskileg viðhaldsverkefni.
 
Viðhaldsverkefni.
Nauðsynleg viðhaldsverkefni eru:
Bæta lýsingu á bílaplani.
Mála suðurgafl á félagsheimilinu.
Endurnýja þarf malblik á bílaplani.
Lakka parket í kaffisal.
Pússa og lakka sviðið.
Endurnýja þarf hellulögn við aðalinngang.
Skipta þarf um nokkrar rúður í kaffistofu og anddyri.
 
Sviðið talið varasamt þar sem gólfborð eru orðin ýfð og því hætta á flísum.
 
Nefndin telur eðlilegt að reikningar vegna viðhaldsframkvæmda séu bornir undir húsvörð.
 
Nefndin saknar þess að hafa ekki yfirlit um rekstrarreikning hússins frá fyrra ári.
 
Opnunartími sundlaugar.
Rætt um opnunartíma sundlaugar fyrir sumarið 2008 en húsvörður telur það hafa komið sér illa að hafa sundlaugina ekki opna alla daga vikunnar. Gestir tjaldstæðis urðu ósáttir en svo virðist sem fólk velji sér dvalarstað m.t.t. baðaðstöðu. Ekki var rukkað á tjaldstæðum þegar sundlaugin var lokuð.
 
Rætt um hvort eðlegra væri að sundlaug og tjaldstæði heyrðu undir sama aðila hvað stjórnun varðar en í Varmlandi er tengiliður við tjaldstæði bæjarstjóri en tengiliður við sundlaug íþróttafulltrúi. Þar af leiðir heyra þessir tveir rekstrarliðir undir tvær nefndir.
 
Gjaldskrá.
Gerðar tillögur að gjaldskrá fyrir árið 2009. Ekki lagt til að hækkun komi til þar sem um ræðir æfingar í íþróttasal. Það er niðurstaða nefndarinnar að um sé að ræða uppbyggjandi starf sem stundað er jafnt og þétt yfir árið af íbúum samfélagsins. Vegna efnahagsaðstæðna og erfiðari aðstæðna hjá heimilum í landinu er lögð til óbreytt gjaldskrá á þessum liðum.
 
Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 22:00.
Hrefna B. Jónsdóttir, fundarritari.
Drög að gjaldskrá Þinghamars frá 1. janúar 2009.
 
 
kr. með vsk.
1
Kaffistofa m. aðstöðu í eldhúsi með 24,5%vsk
15.500
(fundir,afmæli hluta úr degi) salur án eldh. 170 m2
2
Kaffistofa með aðstöðu í eldh. Með 24,5% vsk
28.500
(sólarhringsnotkun-fermingar-afmæli)
 
 
3
Fundarherbergi með 24,5% vsk.
7.000
 
4
Gisting m.eldunaraðst./per pers/1 sólarhr.
2.100
grunnskólar+1 sinni í sund með 14% vsk
 
 
5
Gisting m.eldunaraðst./per pers/2 sólahr.
2.900
grunnskólar+1 sinni í sund - 2svar í sund bætist við 300 kr.
 
 
6
Gisting m.eldunaraðst./per pers/1 sólarhr.
2.700
aðrir en grunnskólanem.
7*
Dansleikir - Þorrablót með 24,5% vsk.
50.000
Íþróttasalur+kaffistofa+eldunaraðstaða - 420 m2 án eldh.
 
8*
Íþróttasalur: Æfingar
2.600
 
9*
Íþróttasalur; stakir tímar
2.720
 
 
10*
Jóga kaffistofa - án sundlaugar með 25% afsl.
1.400
 
11
Varmalandsskóli; tímar skv. stundaskrá
2.300
12
Tjaldstæði
1.000
Tjaldstæði; aldraðir/öryrkjar
700
13
Sundlaug
Sama verðskrá og í Borgarnesi