Fara í efni

Húsnefnd Þinghamars

5. fundur 20. október 2011 kl. 20:00 - 20:00 Eldri-fundur
Húsnefnd Þinghamars, fundur nr. 5 Dags : 20.10.2011
Fundur haldinn í húsnefnd Þinghamars fimmtudagskvöldið 20. október 2011.
Mætt voru: Brynjólfur Guðmundsson, formaður, Sigbjörn Björnsson og Hrefna B. Jónsdóttir. Einnig sat fundinn Guðmundur Finnsson, húsvörður Félagsheimilisins Þinghamars.
 
Brynjólfur setti fund og kynnti fund sem haldinn var í Borgarnesi 5. september sl.
Þar mættu fulltrúar félagsheimila á svæði sveitarfélagsins Borgarbyggðar. Rætt var um gjaldskrá félagsheimilanna. Rætt var um hvort möguleiki væri á að samræma gjaldskrár félagsheimilanna sem þykir ekki raunhæft. Þau þau búa við misjafnar aðstæður hvað varðar aðstöðu og búnað, staðsetningu og afþreyingarþjónustu, svo eitthvað sé nefnt. Þau eru því innbyrðis mjög ólík að gerð. Fundarmenn voru almennt sammála um að þau félög sem starfa á ,,starfssvæðum“ félagsheimilanna, dæmi: kvenfélög, ungmennafélög og björgunarsveitir, eigi að fá fundaaðstöðu gegn vægu gjaldi enda um félög að ræða sem starfa í þágu samfélagsins. Um húsin ganga heimafólk sem þekkja vel til húsakynna og ganga vel frá.
 
Gjaldskrármál.
Rætt um gjaldskrá Þinghamars. Fundamenn tóku undir umræðu fundarins í Borgarnesi. Ákveðinn sveigjanleiki þurfi að vera til staðar í gjaldskrá m.t.t. aðstæðna í nánasta nærsamfélagi. Árlega hefur húsvörður uppfært gjaldskrána.
 
Viðhaldsverkefni.
Rætt um viðhaldsverkefni en lítið þykir hafa gengið á þau verkefni sem þarf að vinna. Farið yfir verkefnalista sem afhentur var til Borgarbyggðar árið 2008 en af þeim lista hefur einungis verið skipt um gler í kaffistofu og anddyri.
 
Rætt um bakarofna í eldhúsi félagsheimilisins. Tveir ofnar, af fjórum, eru orðnir mjög lélegir. Rætt um að aðstaðan í eldhúsinu þurfi að vera í lagi m.t.t. viðburða í félagsheimilinu og tengist möguleikum á leigu hússins.
 
Nauðsynleg viðhaldsverkefni eru:
Bæta lýsingu á bílaplani.
Mála suðurgafl á félagsheimilinu.
Endurnýja þarf malbik á bílaplani.
Lakka parket í kaffisal.
Pússa og lakka sviðið.
Endurnýja þarf hellulögn við aðalinngang.
Sviðið talið varasamt þar sem gólfborð eru orðin ýfð og því hætta á flísum.
Rætt um tekjur sem myndast vegna leigu Þinghamars. Fundarmenn undrandi yfir því að þær skuli ekki skila sér til viðhalds hússins eins og var í eina tíð.
Rætt um tekjur sem myndast vegna leigu Þinghamars. Fundarmenn undrandi yfir því að þær skuli ekki skila sér til viðhalds hússins eins og var í eina tíð.
 
Rætt um tekjur sem myndast vegna leigu Þinghamars. Fundarmenn undrandi yfir því að þær skuli ekki skila sér til viðhalds hússins eins og var í eina tíð.
 
Tjaldstæði.
Rætt um tjaldstæðið og álag á raforku þar sem sífellt fjölgar þeim sem óska eftir rafmagni. Einnig rætt um internettengingu í húsið sem hefur aldrei verið komið upp.
 
Tjaldstæði og umhverfið.
Rætt um umhverfi Þinghamars sem tengist sundlaug og tjaldstæði. Tjaldgestir kvarta undan næðingi enda vindasamt í norðanátt. Fundarmenn á því að nauðsynlegt sé að planta trjám og mynda skjól og auka þar með hlýlegheit á tjaldsvæðinu.
 
Nefndarmenn þakka Guðmundi óeigingjarnt starf í tengslum við félagsheimilið. Viðvera hans á staðnum eykur öryggi gesta á staðnum því ýmislegt kemur upp sem þarf að sinna. Félgsheimilið telst því í góðum höndum hjá honum.
 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00
Fundaritari: HBJ