Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar

22. fundur 05. mars 2021 kl. 08:30 - 10:30 í stóra fundarsal í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Freyr Kristbergsson formaður
  • Logi Sigurðsson varaformaður
  • Sigurður Guðmundsson aðalmaður
  • Orri Jónsson aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Flosi Hrafn Sigurðsson
Starfsmenn
  • Þóra Júlíusdóttir starfsmaður tæknisviðs
  • Drífa Gústafsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Guðný Elíasdóttir deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðný Elíasdóttir deildarstjóri
Dagskrá

1.Hamraendar lóð F2274185 - umsókn um nafnabreytingu_Þverbrekka

2102161

Eigandi íbúðarhúsalóðarinnar Hamraendar lóð L198400 sækir um nafnabreytingu. Óskað er eftir að heiti lóðarinnar verði breytt í Þverbrekka. Ástæða nafnavals er landfræðilegur þar sem húsið stendur í Þverbrekkum í Stafholtstungum.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja nafnabreytingu á lóðinni Hamraendar lóð L198400 í Þverbrekka.

2.Laugarhóll 2 L133896 - Stofnun lóðar - Laugarhóll 4

2102135

Eigandi lóðarinnar Laugarhóll 2 L133896 óskar eftir stofnun lóðarinnar Laugarhóll 4, stærð 92 fm, skilgreint sem annað land. Mhl.03, gróðurhús mun flytjast frá L133896 yfir á nýstofnaða lóð.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðarinnar Laugarhóll 4 úr landinu Laugarhóll 2 ásamt heimild til að flytja matshluta 03 yfir á nýstofnaða lóð.

3.Birkihlíð 6-8 - Breyting - DSK

2102061

Efla hf. leggur inn umsókn um breytingu á deiliskipulagi fyrir hönd lóðarhafa á lóðinni Birkihlíð 6-8. Um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi sem felur í sér að sameina parhúsalóðir í einbýlishúsalóð og fellur út staðfangið Birkihlíð 8.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynnt verði breyting á deiliskipulagi í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir eigendum í Grenihlíð 1, 3, 5, Varmaland Hótel og Laugaland 1b.
Orri Jónsson vék af fundi meðan þessi liður (lipður 3) var afgreiddur.

4.Stóri-Ás L134513 - Deiliskipulag

2101006

Eigendur Stóra-Ás L134513 óska eftir að auglýst verði lýsing að nýju deiliskipulagi í þeirra landi. Deiliskipulagssvæðið er um 5 ha þar sem fyrirhugað er að skilgreina nýja byggingarlóð um 3 ha að stærð. Á lóðinni verði heimilt að byggja íbúðarhús, fjölnotahús/smiðju og hesthús innan skilgreindra byggingarreita, heildar byggingarmagn er allt að 650 m2. Aðkoma að svæðinu verður af Hálsasveitarvegi (518), meðfylgjandi er umsögn Vegagerðarinnar, dags 20. janúar 2021, þar sem fallist er á staðsetningu tengingarinnar.
Markmið skipulagsins er að tryggja afkomendum eigenda lögbýlisjarðarinnar byggingarlóð og búsetugrundvöll til framtíðar í Hálsasveit.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja lýsingu til auglýsingar fyrir Stóra-Ás í samræmi við 3.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Tungulækur L135168 - Framkvæmdaleyfi - Skógrækt

2102048

Eigendur Tungulækjar L135168 sækja um framkvæmdaleyfi fyrir fjölnytjaskógrækt á 64,5 ha svæði. Landsvæðið er í heildina 78 ha og af því svæði er birkikjarrlendi 13,5 ha sem mun ekki verða raskað. Fyrirhugað er að gera samning við Skógræktina.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og kallar eftir drögum að ræktunaráætlun. Afgreiðslu frestað þar til gögnin liggja fyrir.

6.Hreðavatn 1 lnr.134789 - Umsókn um byggingarleyfi, viðbygging

2101089

Eigandi sumarhússins Hreðavatn 1 L134789 sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu. Núverandi stærð sumarhúss er 87,2 m2 og mun viðbygging vera 40,8. Heildarstærð sumarhúss mun verða 128 fm. Ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu. Eignaskiptayfirlýsing er gildandi fyrir bústaði nr. 1-10 og 21-32.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir aðliggjandi sumarhúsaeigendum samkv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leggur nefndin til að grenndarkynnt verði fyrir eigendum allra bústaða sem eignaskiptayfirlýsing nær yfir og að auki Hreðavatnsland Stóri Múli, Hreðavatnsland L134778, L173088 og L134806.

7.Akrar 4 L226820 - Hjólhýsabyggð

2010185

Eigendur Akra 4 L 226820 óska eftir afstöðu sveitarfélagsins varðandi breytingu á landnotkun í aðalskipulagi og gerð nýs deiliskipulags vegna hjólhýsabyggðar.
Fyrirhugað er að taka 4,8 ha svæði sem skilgreint er sem landbúnaðarland og breyta því í frístundabyggð.
Einnig að deiliskipuleggja 2,5 ha af þessu svæði sem myndi nýtast undir 24 reiti ætlaðir hjólhýsum, þjónustuhúsum, leiksvæði og opin svæði. Rafmagn og vatn verður lagt að svæðinu.
Skipulags- og byggingarnefnd frestar málinu og felur skipulagsfulltrúa að hafa samráð við HMS varðandi brunavarnir og öryggismál á skilgreindum hjólhýsasvæðum. Einnig er skipulagsfulltrúa falið að leita álits RML varðandi breytta landnotkun.

8.Endurskoðun ASK 2010-2022

2002119

Sveitarfélagið hefur lokið við að auglýsa skipulags- og matslýsingu vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022.
Sveitarfélagið heldur áfram vinnu við endurskoðun aðalskipulags.
Skipulags- og byggingardeild er falið að undirbúa útboð og útboðsskilmála fyrir endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar.

9.Upplýsingagjöf gagnvart umsækjandum lóða - kortasjá

2102004

Deildarstjóri skipulags- og byggingarmála leggur fram tillögu að útfærslu á kortavefsjánni í samstarfi við Loftmyndir ehf. sem sýnir lausar lóðir í Borgarbyggð. Í úfærslunni kemur fram stærð og gerð lóða ásamt gatnagerðargjöldum. Útfærslan gefur möguleika á meiri upplýsingagjöf varðandi lóðirnar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir útfærsluna og felur deildarstjóra skipulags- og byggingarmála að fara af stað með þá vinnu og bæta við til úthlutunar þeim lóðum sem mögulegt er samanber umræður á fundinum.

Fundi slitið - kl. 10:30.