Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar

53. fundur 03. maí 2023 kl. 08:30 - 10:30 í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
  • Davíð Sigurðsson formaður
  • Eðvar Ólafur Traustason varaformaður
  • Logi Sigurðsson aðalmaður
  • Orri Jónsson aðalmaður
  • Friðrik Aspelund aðalmaður
Starfsmenn
  • Þóra Júlíusdóttir verkefnisstjóri
  • Drífa Gústafsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sóley Birna Baldursdóttir verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Sóley Birna Baldursdóttir Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Deiliskipulag Hafnarfjall - Ósk um umsögn - Hvalfjarðarsveit

2304036

Lagt er fram erindi frá skipulagsfulltrúa Hvalfjarðarsveitar, dags. 3. apríl 2023, þar sem óskað er umsagnar vegna breytingar á deiliskipulagi fyrir Hafnarfjall 2 í Hvalfjarðarsveit. Breytingin fellst í að skilgreindur er byggingarreitur fyrir allt að 6 gistihús vestast á lóðinni, þ.e. næst ströndinni.
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar gerir ekki athugasemd við breytinguna en vill árétta að þess verði gætt að lýsing við hús verði lágstemmd. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Orri Jónsson víkur af fundi undir lið 2.

2.Krossnes L135934 - Umsókn um framkvæmdaleyfi

2301243

Lögð er fram umsókn frá Krossnesbúinu ehf. dags 31.01.2023 um framkvæmdaleyfi fyrir skurðgreftri í landi Krossnes L135934. Framkvæmdin felst í framræsingu á um 75 ha svæði þar sem áætlað er að vinna tún. Mótvægisaðgerð verður endurheimt votlendis á sambærilega stóru svæði norðaustan Æðarvatns í landi Þverholts L205887, þar sem skurðir verða stíflaðir.
Skipulagsfulltrúa barst tilkynning um óleyfisframkvæmd vegna framræslu á landi og í framhaldinu var ábúanda sent bréf þar sem farið var fram á að sótt væri um framkvæmdaleyfi. Landið sem um ræðir er skilgreint í Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 sem gott ræktanlegt land en er einnig undir hverfisvernd - flóar. Umrætt land var þegar nokkuð raskað, hafði verið ræst fram með kílræsingu.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi skv. 13. grein skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir bæði framkvæmdinni og mótvægisaðgerðunum þegar samþykki landeiganda Þverholts L205887 hefur borist sveitarfélaginu.

3.Borgarland L196891 - Umsókn um framkvæmdaleyfi

2304019

Lögð er fram umsókn landeiganda um stækkun á núverandi námu Borgir (E96). Stækkunin sem óskað er eftir er ca. 1.000 m2 / 5.000 m3. Efnistökusvæðið sem um ræðir er við Vesturlandsveg við frístundabyggðina í landi Borga.
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að taka til afgreiðslu framkvæmdaleyfi skv. 13. grein skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir efnistöku úr núverandi námu Borgir (E96) þegar viðeigandi gögnum hefur verið skilað inn til sveitarfélagsins s.s. tímaáætlun um efnistöku og frágangsáætlun þar sem m.a. verði gerð grein fyrir lokun námunnar. Skilyrði fyrir efnistökunni verða skilgreind í framkvæmdaleyfi. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn Borgarbyggðar að heildarúttekt verði gerð á efnistökusvæðum samhliða vinnu við endurskoðun aðalskipulags þar sem skilgreind efnistöku- og efnislosunarsvæði verði metin m.t.t. framtíðarnotkunar.

4.Raðhólar L211822 - Umsókn um framkvæmdaleyfi

2304018

Lögð er fram umsókn landeigenda um stækkun á núverandi námu við Raðhóla L211822. Stækkunin sem óskað er eftir er ca. 1.000 m2 / 4.000 m3. Efnistökusvæðið sem um ræðir er ekki skilgreint í Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022.
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, telur að ekki sé unnt að veita framkvæmdaleyfi fyrir fyrirhugaðri efnistöku þar sem engin náma er skilgreind á svæðinu í aðalskipulagi Borgarbyggðar. Landeiganda er bent á að hann geti óskað eftir því að efnistökusvæðið verði skilgreint í aðalskipulagi.

5.Brúartorg L176491 - Olís - Eldsneytisgeymir neðanjarðar

2205001

Lögð er fram ósk um heimild, frá Olís ehf., til að setja niður 10 þúsund lítra neðanjarðargeymir í stað núverandi ofanjarðageymis við lóðina Brúartorg 8. Staðsetning er utan lóðar. Meðfylgjandi uppdráttur sem sýnir áætlaða staðsetningu á neðanjarðargeyminum og umsögn Vegagerðarinnar.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá málinu í samvinnu við málsaðila.

6.Melabraut - Lagnakerfi götu

2103141

Lögð eru fram gögn frá Eflu þar sem farið er í samanburð á kostnaði við annars vegar hefðbundið lagnakerfi og hins vegar blágrænar ofanvatnslausnir. Verið er að hanna langakerfi á athafnasvæði Hvanneyrar fyrir hitaveitu, vatnsveitu og fráveitu. Óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins og stefnu varðandi blágrænar ofanvatnslausnir.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í að notaðar verði blágrænar ofanvatnslausnir við athafnarsvæðið að Melabraut, Hvanneyri.

7.Fyrirspurn um skipulagsmál

2304210

Lögð er fram fyrirspurn frá lóðareiganda fyrir hönd landeigenda á frístundasvæði í landi Signýjarstaða um afstöðu skipulags- og byggingarnefndar er varðar breytta landnotkun á hluta svæðisins í aðalskipulagi, úr frístundasvæði yfir í verslun og þjónustu. Þær lóðir sem breytingin mun ná yfir eru Ystu-Móar 2 og Hrísmóar 3 og 5. Nú þegar er starfrækt heilsárs gisting að Hrísmóum 3 og 5 með gistileyfi í flokki II og heimagisting hefur verið starfrækt á Ystu-Móum 2.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið með fyrirvara um afstöðu aðliggjandi lóðareigenda.

8.Breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar-lóðir, spildur og jarðarpartar

2110178

Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, breyting á stefnu fyrir landbúnaðarsvæði. Gildandi stefna fyrir landbúnaðarsvæði þykir ekki nægilega skýr varðandi þær framkvæmdir/mannvirki sem eru heimilar á
landbúnaðarsvæðum.
Sett verður fram skýrari stefna um heimildir á landbúnaðarsvæðum til þess að tryggja hagkvæma og skynsama nýtingu, gott landbúnaðarland verði áfram nýtt til matvælaframleiðslu, uppbyggingu hagað þannig að núverandi innviðir séu nýttir betur og ný íbúðarhús verði ekki úr alfaraleið. Gerð er breyting á greinargerð aðalskipulagsins en ekki uppdrætti.
Lýsing aðalskipulagsbreytingarinnar var auglýst skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 20. til 21. maí 2022. Greinargerð er lögð fram þar sem tekið hefur verið tillit til þeirra umsagna sem bárust.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða breytingu á stefnu fyrir landbúnaðarsvæði í aðalskipulaginu til auglýsingar skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar.

9.Aðalskipulag - Endurskoðun - Vinnslutími

2301075

Lagt fram til kynningar.

10.Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 9

2303026F

Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa nr. 9
  • Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 9 Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi Flatahverfi, Hvanneyri. Breytingartillaga var sett fram í greinagerð og á uppdrætti dags. 05.01.2023.
    Breytingin felur í sér stækkuna á byggingarreit, breytingin er talin óveruleg. Aðrir skilmálar gildandi deiliskipulags haldast óbreyttir.
    Málsmeðferð verður skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.

11.Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 10

2304005F

Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa nr. 10
  • Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 10 Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 10 Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 10 Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 10 Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að grenndarkynnt verði óveruleg breyting á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir sumarhúsaeigendum Brókarstígs 5, 7, 9, 12 og 16.

12.Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 11

2304013F

Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa nr. 11
  • Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 11 Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi samkvæmt 42.gr. skipulagslaga 123/2010. Breytingar voru gerðar með tilliti til umsagna sem bárust á kynningartíma en breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum.

13.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 208

2303030F

Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 208
  • Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 208 Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.
    Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum
  • Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 208 Erindið þarf að grenndarkynna. Ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu. Svæðið er einnig innan friðlands Andakíls. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráform eru samþykkt að undangenginni grenndarkynningu og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
    Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
    -Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda. -Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
    -Leyfisgjöld hafa verið greidd.
  • Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 208 Lagfæra þarf innsend hönnunargögn.
    Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.
    Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum og þegar leiðrétt hönnunargögn hafa borist.
  • Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 208 Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
    Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
    Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
    - Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
    - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
    - Leyfisgjöld hafa verið greidd.
  • Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 208 Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti nýtt deiliskipulag í landi Húsafells 1 og Bæjargils, á fundi sínum 10. nóvember 2022. Deiliskipulagið tekur til um rúmlega 5 ha verslunar- og þjón­ustu­svæðis þar sem m.a. er gert ráð fyrir safni og ferðaþjónustu. Skilgreindar eru lóðir, aðkoma og bíla­stæði. Aðkoma er af héraðsvegi, Húsafellskapelluvegi (nr. 5199).
    Deiliskipulagið var samþykkt í B-deild stjórnartíðinda 10 janúar 2023.
    Senda þarf inn uppfærð hönnunargögn.

    Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
    Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um leiðrétt hönnunargögn og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
    Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
    - Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
    -Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
    -Leyfisgjöld hafa verið greidd.
    -Uppfærð hönnunargögn hafa borist.

14.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 209

2304001F

Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 209
  • Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 209 Um er að ræða endurnýjun á eldri umsókn um byggingarleyfi. Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr 177 þann 03.03.2021 og byggingaráform samþykkt.
    Ekki var gefið út byggingarleyfi og því telst samþykktin ekki í gildi sb.gr.2.4.5 í byggingarreglugerð.


    Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

Fundi slitið - kl. 10:30.