Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar

56. fundur 04. september 2023 kl. 08:30 - 10:45 í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
 • Davíð Sigurðsson formaður
 • Eðvar Ólafur Traustason varaformaður
 • Logi Sigurðsson aðalmaður
 • Orri Jónsson aðalmaður
 • Friðrik Aspelund aðalmaður
Starfsmenn
 • Þóra Júlíusdóttir verkefnisstjóri
 • Drífa Gústafsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Þóra Margrét Júlíusdóttir Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Breyting á aðalskipulagi - Hótel Hamar

2308251

Lögð er fram skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 fyrir Hótel Hamar og breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð hótelsins skv. 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fyrirhugað er að breyta skilmálum, stærðum og byggingarmagni frá því sem nú er í gildandi aðalskipulagi. Með deiliskipulagsbreytingu er skipulagssvæðið stækkað, lóðamörkum er breytt, nýjum byggingarreitum er bætt við ásamt mögulegri nýrri gatnatengingu.

Skipulagslýsing dags. 25.08.2023.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða lýsingu til auglýsingar fyrir Hótel Hamar og breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð hótelsins skv. 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Breyting á aðalskipulagi - Breytt lega þjóðvegar við Borgarnes

2210045

Lögð eru fram drög vinnslutillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 fyrir legu þjóðvegar 1 um Borgarnes og stækkun á íbúðarsvæði Í12. Markmið breytinga á aðalskipulaginu er að stækka núverandi íbúðarsvæði Í12 þar sem hægt verði að koma fyrir allt að 50 íbúðum til viðbótar við núverandi svæði. Um leið er gerð breyting á þjóðvegi sem liggur utanvert við Borgarnes til þess að skapa meira rými fyrir stækkun á íbúðarsvæðinu og færa þjóðveginn fjær byggðinni til þess að tryggja góð loftgæði og hljóðvist við íbúðarbyggðina.

Lýsing aðalskipulagsbreytingarinnar var auglýst skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 21. febrúar til og með 9. mars 2023.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsdeild að vinna málið áfram með skipulagshönnuði í samráði við Vegagerðina og leggja fyrir að nýju á næsta fundi nefndarinnar.

3.Breyting á aðalskipulagi - Hækkun á nýtingarhlutfalli - Ugluklettur

2308020

Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 fyrir svæði fyrir þjónustustofnanir Þ4, leikskólann Ugluklett, dags 15. ágúst 2023 og gátlista Skipulagsstofnunar vegna óverulegrar breytinga á aðalskipulagi. Breytingin felst í hækkun á nýtingarhlutfalli innan svæðisins um 0,07 eða úr 0,1 í 0,17 og er tilkomin vegna fyrirhugaðrar stækkunar á leikskólanum.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar sem felst í hækkun á nýtingarhlutfalli innan svæðis fyrir þjónustustofnanir Þ4, vegna stækkunar á leikskólanum Uglukletti. Breytingin er gerð samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Niðurstaðan skal auglýst og send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

4.Ugluklettur - leikskóli - br.dsk

2308247

Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir leikskólalóð og einbýlishúsalóð í Bjargslandi, Borgarnesi frá árinu 2006. Breytingin tekur bæði til skilmála og uppdráttar. Fyrirhuguð stækkun á leikskólanum Ugluklettur kallar á stækkun byggingarreitar, aukins nýtingarhlutfalls lóðar og færslu bílastæða. Einbýlishúsalóðirnar eru teknar út til að koma fyrir bílastæði þar sem stækkaður byggingarreitur fer yfir núverandi stæði. Gerð er aðalskipulagsbreyting samhliða þar sem nýtingarhlutfall lóðar er aukið um 0,07, úr 0,1 upp í 0,17.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi til auglýsingar að teknu tilliti til athugasemda nefndarinnar. Aðalskipulagsbreyting er gerð samhliða. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Brúartorg 6 L135571 - Umsókn um deiliskipulag

2308244

Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Brúartorg í Borgarnesi frá árinu 2000. Breytingin tekur til einnar lóðar Brúartorg 6 (lnr. 135571). Bætt er inn einum byggingarreit fyrir bílaþvottastöð sem verður 432fm að stærð en hámarksstærð þvottastöðvar verður 200fm. Skilgreind er lóð ásamt byggingarreit fyrir spennistöð, Brúartorg 6a, sem verður 35fm að stærð. Brúartorg 6 verður 4806fm að stærð eftir breytinguna. Aðrir skilmálar deiliskipulags haldast óbreyttir. Tillagan samræmist gildandi aðalskipulagi.
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi til auglýsingar. Lagður var fram uppdráttur dags. 16.08.2023. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsdeild að gera nýja lóðaleigusamninga við lóðarhafa í samræmi við uppfærðar lóðastærðir.

6.Hleðslugarður við Digranesgötu 4

2305265

Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Brúartorgs, Borgarnesi frá árinu 2000 m.s.br. Breytingin tekur til lóðarinnar Digranesgata 4 (lnr. 199193). Fyrirhugað er að setja upp hraðhleðslustöð á nýja lóð innan við núverandi bílastæði á lóðinni. Digranesgötu 4 verður skipt í tvær lóðir, Digranesgötu 4 og 4c.

Tillagan samræmist gildandi aðalskipulagi.
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi til auglýsingar. Lagður var fram uppdráttur dags.30.08.2023. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fylgiskjöl:

7.Niðurskógur í landi Húsafells III_Hraunbrekkur 33_Breyting á deiliskipulagi

2307194

Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Niðurskóga í landi Húsafells III frá árinu 2003 m.s.br. Breytingin tekur til eins byggingarreitar, Hraunbrekkur 33. Er hann stækkaður úr 225fm í 625fm og hámarksbyggingarmagn aukið úr 150fm í 230fm. Vegghæð hækkuð úr 2,8m í 4,7m og þakhalla breytt úr 25-35 gráðum yfir í 2-35 gráður. Á skipulagssvæðinu eru 70 frístundahús. Tillagan samræmist gildandi aðalskipulagi.
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi til auglýsingar. Lagður var fram uppdráttur dags. 25.05.2023. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og byggingarnefnd fer þess á leit við landeiganda að ekki verði gerðar frekari breytingar á deiliskipulagi fyrir Niðurskóga í landi Húsafells III, heldur verði deiliskipulagið endurskoðað í heild.

8.Hraunskógur 5 L195300 - Umsókn um deiliskipulag

2305258

Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Niðurskógum í landi Húsafells III frá árinu 2003 m.s.br. Breytingin tekur til byggingarreits eins bústaðar, Hraunskógur 5 L195300. Er reiturinn stækkaður og byggingarmagn aukið úr 225fm í 330fm. Þegar eru á lóðinni heimild fyrir einu aukahúsi sem þegar er byggt. Í tillögunni er bætt við heimild fyrir öðru aukahúsi, 45fm bílskúr. Á skipulagssvæðinu eru 70 frístundahús. Tillagan samræmist gildandi aðalskipulagi.
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, hafnar framlagðri tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin samræmist ekki deiliskipulagi svæðisins, núverandi byggð né þeim breytingum sem gerðar hafa verið á deiliskipulaginu.

9.Ásbrún - Lóðir

2308004

Lagt er til að gerðar verði breytingar á deiliskipulagi og greinargerð deiliskipulagsins á íbúasvæðinu Ásbrún í Bæjarsveit í Borgarbyggð.

Breytingin mun vera í samræmi við þegar stofnaðar lóðir og innmælingar á lóðarmörkum. Breytingin mun ná til opna svæðisins sem nær yfir lóðina Ásbrún 2 ásamt innmælingum á lóðarmörkum fyrir lóðirnar Ásbrún 4, 6 og 8.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsdeild að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á íbúðarsvæði Ásbrún í Bæjarsveit í Borgarbyggð.

10.Engjaás 2-8 - Staðfesting lóðamarka og umsókn um stækkun lóðar

2210236

Á fundi skipulags- og byggingarnefndar nr. 46 þann 4. nóvember 2022 var samþykkt að heimila samruna lóðanna Engjaás, 2, 4, 6 og 8. Nú eru lögð fram lóðablöð sem sýna annars vegar samruna framangreindra lóða í eina, Engjaás 2-8, og hins vegar ný lóðamörk milli Engjaáss 2-8 og Sólbakka 17 L135807.

Sólbakki 17 er nú með skráða stærð 40582,7fm, stækkar um 526,7fm og verður 41109fm að stærð.

Engjaás 2-8 minnkar úr ca 89700fm í 87469fm.
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar nýja skiptinu milli lóðanna Engjaás 2-8 og Sólbakki 17 enda liggja fyrir samþykki lóðarhafa fyrir nýjum merkjum. Sólbakki 17 verður 41109fm að stærð og Engjaás 2-8 87469fm eftir skiptin. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsdeild að gera nýja lóðaleigusamninga við lóðarhafa í samræmi við uppfærðar lóðastærðir.
Fylgiskjöl:

11.Þverholt L135953 - Krossnes L135934 - Landskipti

2301209

Lögð er fram fyrirspurn er varðar Krossnes (lnr. 135934) og Þverholt (L135953) þar sem fyrirhuguð eru landskipti. Úr Þverholti væri tekið land sem bæri heitið Sjónarhóll sem er skv. örnefni á staðnum og gæti það land verið nýtt í skógrækt. Úr Krossnesi væri tekið land sem bæri nafnið Einbúi sem er líka svk. örnefni á staðnum og yrði það land áfram nýtt af Þverásbúinu. Fyrirpurn dags. 18. janúar 2023.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið en kallar eftir frekari gögnum um málið.
Orri Jónsson vék af fundi undir þessum lið nr. 11.

12.Strandstígur við Borgarnes

2110092

Á 16. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 11. júlí 2023 var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugaða framkvæmd á 1. hluta strandstígs við Borgarvog. Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum við Kjartansgötu og Kveldúlfsgötu þar sem lóðir liggja að áætluðum stíg og óskað eftir umsögn Umhverfisstofnunar. Málið var kynnt í gegnum Skipulagsgátt. Kynningartíminn var frá 14. júlí til og með 11. ágúst 2023. Ein ábending barst á kynningartíma frá hagsmunaaðila og Umhverfisstofnun skilaði einnig inn athugasemd.
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum.

13.Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 17

2308003F

Fundagerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa nr. 17 þann 2. ágúst lögð fram.
 • Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 17 Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi 4. áfanga fyrir Selás Munaðarnesi í Borgarbyggð. Breytingartillaga var sett fram í greinagerð og á uppdrætti dags. 17. apríl 2023.
  Breytingin felst í því að útmörk skipulagssvæðis eru minnkuð að norðan og vestan. Aðrir skilmálar gildandi deiliskipulags haldast óbreyttir.
  Málsmeðferð verður skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.
 • Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 17 Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar stofnun lóðarinnar Reykholt fjárhús, stærð 1626fm úr landi Reykholts L134439. Lóðin verður sett í notkunarflokkinn 417 Fjós og fjárhús.

14.Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 18

2308016F

Fundagerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa nr. 18 þann 18. ágúst lögð fram.
 • Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 18 Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykktir að gefa út framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar fjögurra biðskýla í Borgarnesi. Framkvæmdaleyfið tekur til allra þátta framkvæmdarinnar svo sem tengingar við rafmagn í samstarfi við RARIK.
 • Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 18 Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir lóðarhöfum við Ásveg 1, 2 og 6.
 • Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 18 Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir fasteignaeigendum við Súluklett 2-6 og Svöluklett 2 og 4.
 • Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 18 Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir óveruleg breyting á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. og 3. mgr. 44. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin hefur ekki áhrif á aðra en sveitarfélagið og málsaðila.

15.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 215

2308004F

Fundagerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 215 þann 3. ágúst lögð fram.
 • Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 215 Ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag af svæðinu. Erindið þarf að grenndarkynna.

  Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.3 í byggingarreglugerð.
  Byggingaráform eru samþykkt að undangenginni grenndarkynningu og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
  Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
  -Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
  -Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
  -Leyfisgjöld hafa verið greidd.
 • Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 215 Erindið þarf að grenndarkynna. Ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag.

  Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.3 í byggingarreglugerð.
  Byggingaráform eru samþykkt að undangenginni grenndarkynningu og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
  Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
  -Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
  -Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
  -Leyfisgjöld hafa verið greidd.
 • Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 215 Fyrirhuguð bygging er hærri og þakhalli meiri en gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir.
  Erindinu er frestað og vísað til skipulagsfulltrúa
 • Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 215 Erindið þarf að grenndarkynna. Ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag.
  Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.3 í byggingarreglugerð.
  Byggingaráform eru samþykkt að undangenginni grenndarkynningu og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
  Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
  -Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
  -Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
  -Leyfisgjöld hafa verið greidd.
 • Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 215 Erindið þarf að grenndarkynna. Ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu. Lagfæra þarf innsend hönnunargögn.

  Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.3 í byggingarreglugerð.
  Byggingaráform eru samþykkt að undangenginni grenndarkynningu og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
  Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
  -Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið lagfærðir og staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
  -Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
  -Leyfisgjöld hafa verið greidd.

Fundi slitið - kl. 10:45.