Fara í efni

Sveitarstjórn Borgarbyggðar

212. fundur 11. mars 2021 kl. 15:00 - 16:31 í Hjálmakletti
Nefndarmenn
 • Finnbogi Leifsson aðalmaður
 • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
 • Magnús Smári Snorrason 1. varaforseti
 • Lilja Björg Ágústsdóttir Forseti
 • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir aðalmaður
 • Silja Eyrún Steingrímsdóttir aðalmaður
 • Davíð Sigurðsson aðalmaður
 • Guðmundur Freyr Kristbergsson aðalmaður
 • Orri Jónsson varamaður
Starfsmenn
 • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
 • Flosi Hrafn Sigurðsson Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Flosi H. Sigurðsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Skýrsla sveitarstjóra

2102062

Sveitarstjóri flytur skýrslu sveitarstjóra.

2.Samþykkt um búfjárhald

1210076

Á 204. fundi sveitarstjórnar sem haldinn var 8. október 2020 var búfjársamþykktum með áorðnum breytingum vísað til síðari umræðu á sveitarstjórnarfundi.
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir framlagða búfjársamþykkt fyrir Borgarbyggð við síðari umræðu.

Tíl máls tóku FL, LBÁ.

Samþykkt samhljóða.

3.Lögreglusamþykkt fyrir Vesturland - tillaga

1805135

Á 204. fundi sveitarstjórnar sem haldinn var 8. október 2020 samþykkti sveitarstjórn að fresta afgreiðslu lögreglusamþykkta, en á 538. fundi byggðarráðs lagði byggðarráð til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða lögreglusamþykkt fyrir Vesturland.
Sveitarstjórn samþykkir framlagða lögreglusamþykkt fyrir Vesturland.

Samþykkt samhljóða.

4.Afsláttur af lóða- og gatnagerðargjöldum

2102099

Afgreiðsla 555. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar: "Afsláttur af lóða- og gatnagerðargjöldum féll úr gildi við lok árs 2020. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að veittur sé 50% afsláttur af gatnagerðargjöldum og 100% afsláttur af lóðagjöldum vegna íbúðar- og atvinnuhúsalóða. Afslátturinn gildir til loka árs 2021. Davíð Sigurðsson víkur af fundi undir þessum lið."
Sveitarstjórn samþykkir tillögu frá 555. fundi byggðarráðs Borgarbyggðar að veita 50% afslátt af gatnagerðargjöldum og 100% afslátt af lóðagjöldum vegna íbúðar- og atvinnuhúsalóða vegna ársins 2021.

Til máls tók HLÞ, LBÁ.

Samþykkt samhljóða.

5.Lyngbrekka - samningar um leigu og styrk

2102078

Afgreiðsla 553. fundar byggðarráðs: "Byggðarráð samþykkir tillögu sveitarstjóra um að veita Leikdeild umf. Skallagríms sambærilegan styrk og rekstraraðila Þverárréttar árin 2020 og 2021, þannig að styrkur Borgarbyggðar til Leikdeildar umf. Skallagríms hækkar um kr. 150.000,- hvort ár. Enn fremur samþykkir byggðarráð að framlengja leigusamning við Leikdeild Skallagríms vegna félagsheimilisins Lyngbrekku til 31. desember 2022. Byggðarráð felur sveitarstjóra að kanna kostnað við að setja upp varmadælu við félagsheimilið."
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu 553. fundar byggðarráðs þar sem framlengdur var leigusamningur við leikdeild Skallagríms vegna félagsheimilisins Lyngbrekku til 31. desember 2022.

Samþykkt samhljóða.

6.Útboð vegna reksturs tjaldsvæða 2020

2011021

Afgreiðsla 554. fundar byggðarráðs: "Byggðarráð samþykkir að taka tilboði Landamerkis ehf. um rekstur tjaldsvæða í Borgarnesi 2021-2022 og á Varmalandi 2021-2024. Fyrirtækið átti hæsta tilboðið í reksturinn, auk þess sem fyrirtækið uppfyllir þær kröfur sem settar voru fram í verðfyrirspurnargögnum. Með töku tilboðs er kominn á bindandi samningur á grundvelli verðfyrirspurnarinnar. Vísað til sveitarstjórnar til endanlegrar staðfestingar."
Sveitarstjórn staðfestir að heimilt sé að taka tilboði Landamerkis ehf. um rekstur tjaldsvæða í Borgarnesi 2021-2022 og á Varmalandi 2021-2024. Með töku tilboðsins er kominn á bindandi samningur á grundvelli fyrirliggjandi verðfyrirspurnar.

Samþykkt samhljóða.

7.Tæming rotþróa Útboð 2020

2005025

Afgreiðsla 553. fundar byggðarráðs: "Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tillögu starfsmanns um að velja tilboð lægstbjóðanda, Hreinsitækni um tæmingu rotþróa í Borgarbyggð og felur sveitarstjóra að undirrita samning við lægstbjóðanda f.h. Borgarbyggðar."
Engin kæra barst á tíu daga biðtíma frá vali tilboðs. Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboði Hreinsitækni ehf. um tæmingu rotþróa í sveitarfélaginu. Bindandi samningur kemst á við töku tilboðs samkvæmt útboðsgögnum.

DS, LBÁ, DS, ÞSS.

Samþykkt samhljóða.

8.Rekstrarleyfi - nýjar verklagsreglur

2102121

Afgreiðsla 554. fundar byggðarráðs: "Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagðar verklagsreglur og reglur um veitingu rekstrarleyfa á stjórnsýslu- og þjónustusviði."
Sveitarstjórn samþykkir framlagðar verklagsreglur og reglur um veitingu rekstrarleyfa á stjórnsýslu- og þjónustusviði.

Til máls tóku GFK, ÞSS.

Samþykkt samhljóða.

9.Samstarfssamningur 2021

2103002

Afgreiðsla 555. fundar byggðarráðs: "Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirbúa viðauka vegna styrks til Kvikmyndafjelags Borgarfjarðar í samræmi við samstarfssamninginn. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja samstarfssamning við Kvikmyndafjelag Borgarfjarðar fyrir árið 2021 og viðauka við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2021."
Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samstarfssamning við Kvikmyndafjelag Borgarfjarðar fyrir árið 2021.

Til máls tóku MSS, ÞSS.

Samþykkt samhljóða.

10.Viðauki við fjárhagsáætlun 2021

2102077

Afgreiðsla 555. fundar byggðarráðs: "Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagðan viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun 2021."
Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2021. Í tillögunni er gert ráð fyrir að framlög frá Jöfnunarsjóði hækki um 48,5 millj kr, kostnaður vegna fjölgunar stöðugilda við leikskóla eykst um kr 19,4 millj og tekjur vegna fjölgunar barna í sama skóla aukast um 4,0 millj kr. Þá eykst annar rekstrarkostnaður um 10,7 millj kr. Við þessa breytingu eykst rekstrarafgangur samstæðunnar um 22,5 millj kr og verður 33,7 millj kr. Þá er einnig gert ráð fyrir hækkun á framkvæmda- og fjárfestingaáætlun ársins um 1,4 millj kr vegna kaupa á félagslegri íbúð. Reiknað er með að handbært fé samstæðunnar í árslok 2021 hækki um 20,8 millj kr frá upphaflegri áætlun og verði 300 millj kr eftir þessa breytingu.

Til máls tók ÞSS.

Samþykkt samhljóða.

11.Tilboð í innheimtuþjónustu fyrir Borgarbyggð

2101001

Afgreiðsla 555. fundar byggðarráðs: "Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja samning við Motus um innheimtuþjónustu fyrir sveitarfélagið og fela sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Borgarbyggðar."
Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samning við Motus um innheimtuþjónustu fyrir sveitarfélagið og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Borgarbyggðar.

Til máls tók ÞSS.

Samþykkt samhljóða.

12.Sumarlokun leikskóla Borgarbyggðar 2021

2101080

Afgreiðsla 197. fundar fræðslunefndar: "Fræðslunefnd leggur til að eftirfarandi breyting verði gerð á verklagsreglum leikskóla Borgarbyggðar: Undir liðnum Dvalartími: Í dag hljómar reglan svona: Barn í leikskóla skal taka að lágmarki fjögurra vikna samfellt sumarleyfi ár hvert. Ef barn er fjarverandi vegna orlofs í samfellt tvær vikur eða lengur umfram sumarleyfi og foreldrar láta vita með hálfs mánaðar fyrirvara skal endurgreiða fæðiskostnað fyrir þann tíma sem barnið er í orlofi. En eftir breytinguna yrði hún svona: Barn í leikskóla skal taka að lágmarki fjögurra vikna samfellt sumarleyfi ár hvert. Óski foreldrar eftir því að taka fimm vikna samfellt sumarleyfi er 5. vikan einnig gjaldfrjáls. Ef barn er fjarverandi vegna orlofs í samfellt tvær vikur eða lengur umfram sumarleyfi og foreldrar láta vita með hálfs mánaðar fyrirvara skal endurgreiða fæðiskostnað fyrir þann tíma sem barnið er í orlofi. Gert er ráð fyrir að kostnaður við breytinguna verði ekki meiri en 400.000 kr, líklega verður kostnaðurinn minni. Samþykkt samhljóða. Málinu vísað til afgreiðslu sveitastjórnar."
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu 197. fundar fræðslunefndar og skulu verklagsreglur leikskóla Borgarbyggðar undir liðnum dvalartími vera eftirfarandi: Barn í leikskóla skal taka að lágmarki fjögurra vikna samfellt sumarleyfi ár hvert. Óski foreldrar eftir því að taka fimm vikna samfellt sumarleyfi er 5. vikan einnig gjaldfrjáls. Ef barn er fjarverandi vegna orlofs í samfellt tvær vikur eða lengur umfram sumarleyfi og foreldrar láta vita með hálfs mánaðar fyrirvara skal endurgreiða fæðiskostnað fyrir þann tíma sem barnið er í orlofi.

Til máls tók MSS.

Samþykkt samhljóða.

13.Brákarbraut 25-27 - Greinargerð og kostnaðarmat

2102040

Send var út verðfyrirspurn þann 1. mars sl. þar sem óskað var eftir verði í úttektarskýrslu og kostnaðarmat á lagfæringum á Brákarbraut 25-27. Tvö tilboð bárust, annars vegar frá Eflu verkfræðistofu og hins vegar frá Verkís. Orri Jónsson víkur af fundi undir þessum fundarlið.
Sveitarstjórn samþykkir tilboð Verkís í kjölfar verðfyrirspurnar um úttektarskýrslu að Brákarbraut 25-27 að fjárhæð kr. 1.675.240 m. vsk. Sveitarstjóra er falið að gera viðauka við fjárhagsáætlun vegna kostnaðarins.

Samþykkt samhljóða.

14.Kosningar í nefndir og ráð 2021

2102067

Með inngöngu Hvalfjarðarsveitar í barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala þarf að breyta nefndaskipan og bæta við fulltrúa Hvalfjarðarsveitar inn í barnaverndarnefnd og fækka fulltrúum Borgarbyggðar um einn.
Sveitarstjórn samþykkir skipan Helga Péturs Ottesen í barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala í stað Silju Eyrúnar Steingrímsdóttur.

Samþykkt samhljóða.

15.Laugarhóll 2 L133896 - Stofnun lóðar - Laugarhóll 4

2102135

Afgreiðsla 22. fundar skipulags - og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðarinnar Laugarhóll 4 úr landinu Laugarhóll 2 ásamt heimild til að flytja matshluta 03 yfir á nýstofnaða lóð."
Sveitarstjórn samþykkir stofnun lóðarinnar Laugarhóll 4 úr landinu Laugarhóll 2 ásamt heimild til að flytja matshluta 03 yfir á nýstofnaða lóð.

Samþykkt samhljóða.

16.Hamraendar lóð F2274185 - umsókn um nafnabreytingu_Þverbrekka

2102161

Afgreiðsla 22. fundar skipulags - og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja nafnabreytingu á lóðinni Hamraendar lóð L198400 í Þverbrekka."
Sveitarstjórn samþykkir nafnabreytingu á lóðinni Hamraendar lóð L198400 í Þverbrekka.

Samþykkt samhljóða.

17.Hreðavatn 1 lnr.134789 - Umsókn um byggingarleyfi, viðbygging

2101089

Afgreiðsla skipulags - og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir aðliggjandi sumarhúsaeigendum skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leggur nefndin til að grenndarkynnt verði fyrir eigendum allra bústaða sem eignaskiptayfirlýsing nær yfir og að auki Hreðavatnsland Stóri Múli, Hreðavatnsland L134778, L173088 og L134806."
Sveitarstjórn samþykkir að fram fari grenndarkynning vegna umsóknar um byggingarleyfi við Hreðavatn 1 lnr. 134789, sbr. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum allra bústaða sem eignaskiptayfirlýsing um svæðið nær yfir og að auki fyrir eigendum Hreðavatnslands Stóra Múla, Hreðavatnslands L134778, L173088 og L134806.

Samþykkt samhljóða.

18.Birkihlíð 6-8 - Breyting - DSK

2102061

Afgreiðsla 22. fundar skipulags - og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynnt verði breyting á deiliskipulagi í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir eigendum í Grenihlíð 1, 3, 5, Varmaland Hótel og Laugaland 1b."

Orri Jónsson víkur af fundi undir þessum lið.
Sveitarstjórn samþykkir að fram fari grenndarkynning vegna umsóknar um breytingu á deiliskipulagi skv. byggingarleyfi við Hreðavatn 1 lnr. 134789, sbr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum í Grenihlíð 1, 3, 5, Varmaland Hótel og Laugaland 1b.

Samþykkt samhljóða.

19.Stóri-Ás L134513 - Deiliskipulag

2101006

Afgreiðsla 22. fundar skipulags - og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja lýsingu til auglýsingar fyrir Stóra-Ás í samræmi við 3.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Sveitarstjórn samþykkir framlagða lýsingu til auglýsingar fyrir Stóra-Ás skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

20.Byggðarráð Borgarbyggðar - 553

2102009F

Fundargerðin framlögð.

Til máls tóku DS og ÞSS.

21.Byggðarráð Borgarbyggðar - 554

2102014F

Fundargerðin framlögð.

22.Byggðarráð Borgarbyggðar - 555

2103001F

Fundargerðin framlögð.

Til máls tók MSS.

23.Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 112

2102010F

Fundargerðin framlögð.

Til máls tók SES.

24.Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 113

2102016F

Fundargerðin framlögð.

Til máls tóku SES, GLE, SES.

25.Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 22

2103004F

Fundargerðin framlögð.

Til máls tóku GFK og DS.

26.Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 21

2102007F

Fundargerðin framlögð.

Til máls tók HLÞ.

27.Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 22

2102013F

Fundargerðin framlögð.

Til máls tók MSS.

28.Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 196

2102011F

Fundargerðin framlögð.

Til máls tók MSS.

29.Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 197

2103006F

Fundargerðin framlögð.

Til máls tók MSS.

Fundi slitið - kl. 16:31.