Fara í efni

Sveitarstjórn Borgarbyggðar

213. fundur 08. apríl 2021 kl. 16:00 í fjarfundi í Teams
Nefndarmenn
 • Orri Jónsson varamaður
 • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
 • Magnús Smári Snorrason 1. varaforseti
 • Lilja Björg Ágústsdóttir Forseti
 • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir aðalmaður
 • Silja Eyrún Steingrímsdóttir aðalmaður
 • Davíð Sigurðsson aðalmaður
 • Guðmundur Freyr Kristbergsson aðalmaður
 • Sigrún Sjöfn Ámundadóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
 • Flosi Hrafn Sigurðsson Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Flosi H. Sigurðsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Lög um breytingu á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga

2104036

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur tekið ákvörðun um tímabundin frávik frá ákveðnum skilyrðum sveitarstjórnarlaga í þeim tilgangi að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga.
Til þess að nýta slík frávik ber sveitarstjórn að taka ákvörðun um slíkt á sveitarstjórnarfundi og er heimilt að sá fundur sé fjarfundur. Þar sem heimild ráðherra er eingöngu tímabundin þarf sveitarstjórn að endurnýja ákvörðun sína í hvert sinn er ráðherra tekur ákvörðun um tímabundin frávik.
Sveitarstjórn samþykkir að nýta sér þær undanþágur sem felast í ákvörðun Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, 30. mars 2021, töluliðir 1-5 í ákvörðun, sbr. 131. gr. sveitarstjórnarlaga.

Samþykkt samhljóða.

2.Skýrsla sveitarstjóra

2102062

Sveitarstjóri flytur skýrslu sveitarstjóra.

3.Ársreikningur 2020

2012131

Fyrri umræða um ársreikning Borgarbyggðar, vísað til sveitarstjórnar af 558. fundi Byggðarráðs Borgarbyggðar:

"Lagður fram ársreikningur Borgarbyggðar og undirfyrirtækja fyrir árið 2019. Til fundarins mættu Halldóra Pálsdóttir og Haraldur Örn Reynisson starfsmenn KPMG og kynntu þau niðurstöður ársreikningsins og viðeigandi skýringar.

Helstu niðurstöður ársreiknings eru sem hér segir:

Rekstrarniðurstaða ársins fyrir samstæðu A og B hluta er jákvæð um 112 m. kr. sem er um 303 m. kr. betri afkoma en ráð var fyrir gert í fjárhagsáætlun ársins, með viðaukum. Bætt afkoma miðað við fjárhagsáætlun skýrist fyrst og fremst af hærri tekjum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga en gert var ráð fyrir í áætlun, minni rekstrarkostnaði og lægri lífeyrissjóðsskuldbindingu. Fjármagnskostnaður er einnig lægri en ráð var fyrir gert. Tekjur ársins námu alls um 4.559 m.kr. Launakostnaður var 2.590 m.kr. og annar rekstrarkostnaður var 1.549 m.kr. Framlegð nemur 333 m.kr. Veltufé frá rekstri er 373 m.kr. eða 8,2% af tekjum. Eigið fé í árslok nam því 4.478 m.kr. og eiginfjárhlutfallið er 47,5%. Skuldaviðmið er 60%.

Byggðarráð vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn Borgarbyggðar sem fer fram þann 8. apríl n.k."
Lagður fram ársreikningur sveitarfélagsins og undirstofnana fyrir árið 2020.

Haraldur Örn Reynisson og Halldóra Pálsdóttir frá KPMG fóru yfir reikninginn og helstu niðurstöður. Einnig kynntu þau endurskoðendaskýrslu með ársreikningnum.

Helstu niðurstöður A og B hluta ársreikningsins eru:
Rekstrartekjur

4.560 millj kr
Rekstrargjöld


4.226 millj kr
Afskriftir og fjármagnsliðir
221 millj kr
Rekstrarniðurstaða

113 millj kr
Fastafjármunir


8.639 millj kr
Veltufjármunir

9.430 millj kr
Eigið fé


4.478 millj kr
Skuldir og skuldb.

4.952 millj kr
Handbært fé frá rekstri
400 millj kr
Fjárfestingahreyfingar
872 millj kr
Handbært fé í árslok

206 millj kr

Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun f.h. meirihluta sveitarstjórnar:

"Það er ánægjulegt þegar ársreikningar koma betur út en búist var. Fyrir hönd meirihlutans við ég koma á framfæri þökkum til allra stofnanna og starfsmanna, sér í lagi forstöðumönnum stofnanna og sviðstjórum ráðhússins sem hafa lagt hönd á plóg við að halda þétt utan um rekstur sveitafélagsins sem sýnir sig hér. Þessi niðurstaða gerir það að verkum að auðveldara verður að takast á við þau stóru verkefni sem snúa að húsnæðismálum sveitafélagsins.

Eins og fram kemur í endurskoðunarskýrslu frá KPMG þá hafa framkvæmdir farið fram úr áætlunum. Þær framúrkeyrslur má meðal annars rekja til þess að þegar farið var af stað í endurnýjun á eldra húsnæði við Grunnskóla Borgarnes komu raka og mygluskemmdir sem ekki var vitað af þegar lagt var af stað í verkefnið. Einnig hefur þetta sýnt okkur að þörf er á endurskoðun allra verkferla sem snúa stærri framkvæmdum, ábyrgð byggingarnefnda, starfsmanna, eftirlitsaðila og sviðsstjóra. Þörf er á að yfirfara vinnulag við viðaukagerð við fjárhagsáætlun. Það sem mestu skipir í þessu máli er að bregðast við með ábyrgum hætti. Nú þegar er verið að vinna í endurskoðun á því verklagi sem viðhaft er í tengslum við frávikagreiningar í framkvæmdum og framkvæmdaráætlun"

Davíð Sigurðsson leggur fram eftirfarandi bókun f.h. Framsóknarflokksins:

Það er engum vafa undirorpið og fæst staðfest hér í þessari endurskoðunarskýrslu KPMG að yfirsýn meirihlutans á fjármálum sveitarfélagsins er ekki mikils virði. Það eru gerðar mjög alvarlegar athugasemdir við gegndarlausa framúrkeyrslu í framkvæmdakostnaði sveitarfélagsins án þess að gera viðauka við fjárhagsáætlun eins og 63.grein sveitarstjórnarlaga kveður skýrt á um að eigi að gera. Fulltrúar Framsóknarflokksins bentu ítrekað á það á fundum síðastliðið haust að verið væri að framkvæma án fjárheimilda. Samt sem áður var skellt skollaeyrum við og jafnvel gengið svo langt að fullyrða að um enga framúrkeyrslur væri að ræða. Niðurstaðan varð framúrkeyrsla uppá 267 milljónir við skólahúsnæði samkvæmt fjárhagsáætlun með viðauka gerðum í september 2020, en það er framúrkeyrsla uppá 111%. Fulltrúar meirihlutans höfðu næg tækifæri til þess að bjarga sér fyrir horn og renna inn viðaukum eftirá þrátt fyrir að slíkt sé í raun og veru ólöglegt en ákváðu að hunsa varnaðarorð Framsóknarmanna og láta sem ekkert væri að. Það er grafalvarlegur hlutur að hlýta ekki lögum um fjárstjórn sveitarfélaga og getur orðið til þess að vafi getur verið á lögmæti álagninga skatta, gjalda og ráðstöfunar fjármuna. Þess ber að geta að þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist undir stjórn þessa meirihluta heldur er þetta annað árið í röð sem þetta gerist en á árinu 2019 var framkvæmt í skólahúsnæði tæplega 100 milljónum umfram fjárheimildir. Af þessum sökum er okkur nauðugur sá kostur að kalla eftir því með leyfi forseta að leggja fram vantrauststillögu á meirihlutann.

Til máls tóku GLE,MSS,HÖR,ÞSS,DS,ÞSS,DS,HLÞ,DS

Forseti bar upp þá tillögu að ársreikningi Borgarbyggðar fyrir árið 2020 verði vísað til seinni umræðu.

Samþykkt samhljóða.

4.Húsnæðismál Ráðhússins

1909156

Afgreiðsla 558. fundar Byggðarráðs Borgarbyggðar:

"Framlögð skýrsla Eflu verkfræðistofu vegna könnunar á ráðhúsi Borgarbyggðar.
Til fundarins mætir Kristján Finnur Kristjánsson, umsjónarmaður eignasjóðs og greinir frá mati á kostnaði við lagfæringar og fyrirbyggjandi aðgerðir á ráðhúsi Borgarbyggðar.

Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að gert verði tilboð í Digranesgötu 2, Borgarnesi, með það fyrir augum að sú staðsetning verði nýtt sem framtíðarstaðsetning fyrir nýtt ráðhús og aðra starfsemi sem gæti rúmast innan veggja húsnæðisins. Fyrirvari skuli gerður í slíku tilboði um ástandsskoðun og endanlegt samþykki sveitarstjórnar. Sveitarstjóra er falið að gera tilboð með framangreindum fyrirvörum og setja ráðhúsið að Borgarbraut 14 í söluferli."
Sveitarstjórn samþykkir að gert verði tilboð í Digranesgötu 2, Borgarnesi, með fyrirvara um ástandsskoðun húsnæðisins.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir jafnframt að ráðhúsið að Borgarbraut 14, verði sett á sölu hjá löggiltum fasteignasala.

Samþykkt samhljóða.

Til máls tók ÞSS.

5.Samstarf um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Bjargslandi

1912083

Afgreiðsla 556. fundar Byggðarráðs Borgarbyggðar:

"Framlagður rammasamningur um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Bjargslandi dags. 11. mars 2021.
Byggðarráð fagnar því að samkomulag hafi náðst við Borgarverk ehf., Steypustöðina ehf., Eirík Ingólfsson ehf. og Slatta ehf. um uppbyggingu nýs hverfis í Bjargslandi. Samningurinn er undirritaður af sveitarstjóra með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja samninginn."
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir framlagðan rammasamning um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Bjargslandi, dags. 11. mars 2021.

Til máls tóku GFK, ÞSS.

6.Markaðsmál 2021

2010189

Afgreiðsla 23. fundar Atvinnu- markaðs- og menningarmálanefndar:

"Umræður um kynningarefni fyrir markaðsherferðir í vor og sumar 2021.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að taka tilboði Manhattan Marketing vegna markaðsherferðar árið 2021. Nefndin felur samskiptastjóra að ganga frá samningi á grundvelli tilboðsins að fengnu samþykki sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir að tilboði Manhattan Marketing um markaðsherferð árið 2021 verði tekið.

Til máls tóku ÞSS og LBÁ.

Samþykkt samhljóða.

7.Styrkir á sviði menningarmála

2008127

Afgreiðsla 23. fundar Atvinnu- markaðs- og menningarmálanefndar:

"Framlögð drög að reglum um styrkveitingar til menningarverkefna.
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi reglugerð.

Nefndin fagnar því að búið sé að samræma styrkveitingar á vegum sveitarfélagsins og þar með stuðla að faglegri afgreiðslu þeirra. Úthlutun styrkja fer fram þrisvar sinnum á ári, í maí, september og desember. Sótt er um rafrænt á þar til gerðu eyðublaði í þjónustugáttinni.

Markmiðið með þessum reglum er að styðja við fjölbreytta menningarstarfsemi í sveitarfélaginu og stuðla að jákvæðri þróun í menningarmálum. Auk þess er um að ræða hvatning til nýsköpunar á sviði lista-og menningar í Borgarbyggð.

Tilgreind verkefni samkvæmt framangreindu markmiði eru eftirfarandi:

Listaverk.
Útgáfa bókmenntar, vísindagreina, fræðibóka, skýrslna og annað sem hefur menningarlegt varðveislugildi til lengri tíma.
Útgáfa mynd- og hljóðdiska sem hafa menningarlegt gildi og sýnilega sérstöðu.
Styrkir til smærri menningarviðburða í sveitarfélaginu.
Varðveisla menningarminja.
Styrkir til að varðveita menningararfleið, til að mynda húsa- og upplýsingaskilti.

Atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagðar reglur um styrkveitingar til menningarverkefna."
Sveitarstjórn samþykkir framlagðar reglur um styrkveitingar til menningarverkefna.

Til máls tók ÞSS.

Samþykkt samhljóða.

8.Brákarbraut 18-20 lnr. 135555 - Umsókn um byggingarleyfi, viðbygging

1908324

Afgreiðsla 23. fundar skipulags- og byggingarnefndar Borgarbyggðar:

"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja byggingarleyfi þar sem grenndarkynning hefur farið fram samkv. 44.gr. skipulagslaga 123/2010."
Sveitarstjórn samþykkir að fela byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi vegna viðbyggingar við Brákarbraut 18-20, lnr. 135555, skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

9.Bjarnastaðir L134637 - Brekkubyggð - DSK óveruleg breyting

2103129

Afgreiðsla 23. fundar skipulags- og byggingarnefndar

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja óverulega breytingu á deiliskipulagi á sumarhúsahverfinu Brekkubyggð í landi Bjarnastaða L134637.
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi á sumarhúsahverfinu Brekkubyggð í landi Bjarnastaða L134637. Málsmeðferð skal fara fram samkvæmt 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins, landeiganda og lóðarhafa.

Samþykkt samhljóða.

10.Bjarnastaðir L134637 - Stofnun lóðar - Bjarnastaðir 2

2103163

Afgreiðsla 23. fundar Skipulags- og byggingarnefndar Borgarbyggðar:

"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun lóðarinnar Bjarnastaðir 2 úr landi Bjarnastaðir 1 L134637."
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir að heimila stofnun lóðarinnar Bjarnastaðir 2 úr landi Bjarnastaða 1, L134637.

Samþykkt samhljóða.

11.Ytri-Skeljabrekka, tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022

2004005

Afgreiðsla 23. fundar skipulags- og byggingarnefndar Borgarbyggðar:

"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2020 samkv. 32.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingartillagan fjallar um Ytri-Skeljabrekku L133892 og hafa ekki verið gerðar breytingar á tillögunni eftir auglýsingu."
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir fyrirliggjandi breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um landnotkun við Ytri-Skeljabrekku L133892.

Samþykkt samhljóða.

12.Ytri-Skeljabrekka tillaga að nýju deiliskipulagi

2001121

Afgreiðsla 23. fundar skipulags- og byggingarnefndar:

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillögu að deiliskipulagi á Ytri-Skeljabrekku L133892 sem hefur verið auglýst samkvæmt 41. gr. skipulagslaga 123/2010 með þeim breytingum sem voru gerðar voru með tilliti til umsagna sem bárust frá lögaðilum en breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagið samkvæmt 42.gr. skipulagslaga 123/2010.
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi á Ytri-Skeljabrekku L133892 skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

13.Urriðarárland L191286 - Brókarvatn - Óveruleg breyting DSK

2103165

Afgreiðsla 23. fundar Skipulags- og byggingarnefndar Borgarbyggðar:

"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingu á deiliskipulagi samkvæmt 43.gr. skipulagslaga 123/2010."
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir fyrirliggjandi óverulega breytingu á deiliskipulagi við Urriðaárland L191286 skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og verður hún því grenndarkynnt í kjölfar samþykktarinnar fyrir lóðarhöfum við Brókarstíg 27, 28 og 30 og leitað umsagna lögaðila.

Samþykkt samhljóða.

14.Kosningar í nefndir og ráð 2021

2102067

Framsóknarflokkurinn hefur óskað eftir breytingum á fulltrúum flokksins í fræðslunefnd Borgarbyggðar. Helga Margrét Friðriksdóttir verði aðalmaður nefndarinnar í stað Sigrúnar Sjafnar Ámundadóttur sem tekur sæti varamanns í stað Guðveigar Eyglóardóttur.
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir að kjósa Helgu Margréti Friðriksdóttur sem aðalmann í fræðslunefnd í stað Sigrúnar Sjafnar Ámundadóttur. Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir jafnframt að kjósa Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur sem varamann í fræðslunefnd í stað Guðveigar Eyglóardóttur.

Samþykkt samhljóða.

15.Byggðarráð Borgarbyggðar - 556

2103012F

 • Byggðarráð Borgarbyggðar - 556 Byggðarráð tekur jákvætt í erindi Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs um uppbyggingu og markaðssetningu á gönguleiðinni um Vatnaleið. Byggðarráð vísar beiðninni til fjallskilanefndar Hítardalsréttar og fjallskilanefndar Brekku- og Svignaskarðsréttar til umsagnar, áður en byggðarráð tekur afstöðu til erindisins.
 • Byggðarráð Borgarbyggðar - 556 Byggðarráð fagnar því að samkomulag hafi náðst við Borgarverk ehf., Steypustöðina ehf., Eirík Ingólfsson ehf. og Slatta ehf. um uppbyggingu nýs hverfis í Bjargslandi. Samningurinn er undirritaður af sveitarstjóra með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja samninginn.
 • Byggðarráð Borgarbyggðar - 556 Byggðarráð samþykkir beiðni lögreglustjórans á Vesturlandi um heimild til þess að nýta landsvæði sveitarfélagsins við Ölduhrygg, til skotæfinga og skotprófa. Miðað skal við að æfingar fari fram þrisvar í viku, tvær klukkustundir í senn á virkum dögum milli kl. 14:00 og 16:00.
 • 15.4 2103094 Starfsmannamál 2021
  Byggðarráð Borgarbyggðar - 556 Trúnaðarmál.
 • Byggðarráð Borgarbyggðar - 556 Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu.
 • Byggðarráð Borgarbyggðar - 556 Úttektarskýrslu og kostnaðarmati á lagfæringum sem Verkís er að vinna er að vænta föstudaginn 26. mars n.k. Auk þess er að vænta skýrslu frá brunavarnarsviði HMS. Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirbúa fundi með leigjendum um niðurstöður skýrslnanna og samræður um næstu skref.
 • Byggðarráð Borgarbyggðar - 556 Byggðarráð felur sveitarstjóra að kanna kostnað við framkvæmdina og hagkvæmni þess að fara í verkið á þessum tímapunkti.
 • Byggðarráð Borgarbyggðar - 556 Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni að Sólbakka 30, Borgarnesi, til umsækjanda, Bifreiðaþjónustu Harðar.
 • Byggðarráð Borgarbyggðar - 556 Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni að Fjólukletti 4, Borgarnesi, til umsækjanda, Jóns Inga Sigurðssonar.
 • Byggðarráð Borgarbyggðar - 556 Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni að Fjólukletti 13, Borgarnesi, til umsækjanda, Guðmundar Hákons Halldórssonar.
 • Byggðarráð Borgarbyggðar - 556 Lagt fram til kynningar.
 • Byggðarráð Borgarbyggðar - 556 Fulltrúar Borgarbyggðar á aðalfundi SSV og tengdra félaga eru kosnir aðalmenn eða varamenn þeirra.
  Aðalmenn eru: Lilja Björg Ágústsdóttir, Magnús Smári Snorrason, Davíð Sigurðsson, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Þórdís Sif Sigurðardóttir
  Varamenn eru: Silja Eyrún Steingrímsdóttir, Logi Sigurðsson, Finnbogi Leifsson, Orri Jónsson og Eiríkur Ólafsson
 • Byggðarráð Borgarbyggðar - 556 Fulltrúar Borgarbyggðar á aðalfundi SSV og tengdra félaga eru kosnir aðalmenn eða varamenn þeirra.
  Aðalmenn eru: Lilja Björg Ágústsdóttir, Magnús Smári Snorrason, Davíð Sigurðsson, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Þórdís Sif Sigurðardóttir
  Varamenn eru: Silja Eyrún Steingrímsdóttir, Logi Sigurðsson, Finnbogi Leifsson, Orri Jónsson og Eiríkur Ólafsson
 • Byggðarráð Borgarbyggðar - 556 Fulltrúar Borgarbyggðar á aðalfundi SSV og tengdra félaga eru kosnir aðalmenn eða varamenn þeirra.
  Aðalmenn eru: Lilja Björg Ágústsdóttir, Magnús Smári Snorrason, Davíð Sigurðsson, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Þórdís Sif Sigurðardóttir
  Varamenn eru: Silja Eyrún Steingrímsdóttir, Logi Sigurðsson, Finnbogi Leifsson, Orri Jónsson og Eiríkur Ólafsson
 • Byggðarráð Borgarbyggðar - 556 Einar Ole Pedersen verður fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
 • Byggðarráð Borgarbyggðar - 556 Lagt fram til kynningar.
 • Byggðarráð Borgarbyggðar - 556 Fundargerðin lögð fram til kynningar.
 • Byggðarráð Borgarbyggðar - 556 Fundargerðin lögð fram til kynningar.
 • Byggðarráð Borgarbyggðar - 556 Lagt fram til kynningar.

16.Byggðarráð Borgarbyggðar - 557

2103016F

 • Byggðarráð Borgarbyggðar - 557 Byggðarráð þakkar UMSB fyrir ályktanir þeirra frá 99. ársþingi sínu og vísar ályktununum til fræðslunefndar. Stýrihópur um framtíðaruppbyggingu vinnur nú að lokaskýrslu hópsins, þar sem lagðar verða fram tillögur að uppbyggingu íþróttamannvirkja. Fjárfestingar í íþróttamannvirkjum eru á fjárhagsáætlun Borgarbyggðar á árunum 2021-2024.
 • Byggðarráð Borgarbyggðar - 557 Í úttektum HMS komu í ljós alvarlegir ágallar á brunavörnum húsnæðisins að Brákarbraut 25 og 27, auk fjölda frávika frá öryggisákvæðum sem talin eru geta valdið snerti- eða brunahættu. Staðfestir niðurstaða HMS, niðurstöðu eldvarnarfulltrúa Borgarbyggðar.

  Sveitarstjóri upplýsir að skýrslu Verkís um kostnaðarmat á úrbótum á fasteignum í Brákarey sé að vænta í dymbilviku og lagt verður til að hún verði tekin til umfjöllunar á næsta byggðarráðsfundi.

  Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda framkomin bréf og skýrslur til leigjenda að Brákarbraut 25 og 27, þeim til upplýsingar auk þess að hefja skipulagningu á fundum fulltrúa sveitarfélagsins og leigjenda þegar niðurstöður liggja fyrir úr skýrslu Verkís.
 • Byggðarráð Borgarbyggðar - 557 Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri fjármálasviðs, mætir til fundarins til að greina frá niðurstöðum samanburðarins. Í heildina er reksturinn um 35.000.000 kr. betri heldur en gert var ráð fyrir vegna mánaðanna janúar til febrúar 2021. Byggðarráð felur sviðsstjóra að greina tilteknar niðurstöður sem snúa að framkvæmdaáætlun.
 • 16.4 1907061 Jafnlaunavottun
  Byggðarráð Borgarbyggðar - 557 Byggðarráð fagnar því að sveitarfélagið hafi hlotið jafnlaunavottun og þakkar starfsfólki fyrir þá vinnu sem lagt hefur verið í jafnlaunakerfi sveitarfélagsins og áframhaldandi innleiðingaráform þess. Næstu skref felast í fræðslu til starfsmanna um jafnlaunakerfið.
 • 16.5 2103094 Starfsmannamál 2021
  Byggðarráð Borgarbyggðar - 557 Í framlögðum gögnum er gerð grein fyrir stöðu verkefna í skipulags- og byggingardeild Borgarbyggðar og lagt til að heimilt verði að auka stöðugildi tímabundið í allt að 2 ár. Byggðarráð samþykkir tillögu sveitarstjóra um tímabundið starf í skipulags- og byggingardeild til allt að tveggja ára.
 • Byggðarráð Borgarbyggðar - 557 Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda erindi til Leigufélagsins Bríetar þar sem óskað er eftir að leigufélagið kaupi íbúðir á Bifröst til að fjölga leiguíbúðum í sveitarfélaginu, en mikill skortur er á leiguíbúðum í sveitarfélaginu. Í erindi sínu skal sveitarstjóri óska eftir fundi forsvarsmanna leigufélagsins, sveitarfélagsins og Kiðár ehf.
 • Byggðarráð Borgarbyggðar - 557 Lagt fram til kynningar
 • Byggðarráð Borgarbyggðar - 557 Svavar Örn Guðmundsson og Sylgja Dögg Sigurjónsdóttur, starfsmenn Eflu verkfræðistofu mæta til fundarins og fara yfir drög að skýrslu vegna könnunar í ráðhúsinu og í Kleppjárnsreykjadeild Grunnskóla Borgarfjarðar. Lokaskýrsla er væntanleg í næstu viku.
 • Byggðarráð Borgarbyggðar - 557 Sveitarstjóri gerir grein fyrir því að umsjónarmaður eigna Borgarbyggðar hafi tekið út slökkviliðsstöðina í Borgarnesi og gert tillögur að lagfæringum sem þyrfti að ráðast í. Enn fremur greinir hún frá því að talið sé að búið sé að koma í veg fyrir ákveðinn vanda í búningsaðstöðu slökkviliðsins þar sem fúkkalykt hafði gosið upp. Sveitarstjóri hefur rætt við fulltrúa Sögufélags Borgfirðinga um uppsögn á aðstöðu þess í slökkviliðsstöðinni. Fulltrúar félagsins mæta til fundar við fulltrúa byggðarráðs í dag til að ræða mögulegar lausnir varðandi útgefin rit félagsins. Sú aðstaða sem Sögufélagið hefur nú með höndum er ætlað til handa slökkviliðsins.
 • Byggðarráð Borgarbyggðar - 557 Lagt fram til kynningar.
 • Byggðarráð Borgarbyggðar - 557 Lagt fram til kynningar.

17.Byggðarráð Borgarbyggðar - 558

2103019F

Davíð Sigurðsson leggur fram eftirfarandi bókun f.h. Framsóknarflokksins vegna liðar 17.3 í fundargerð byggðarráðs nr. 558:

"Ljóst er á þeirri úttekt sem gerð hefur verið á skólahúsnæðinu á Kleppjárnsreykjum að mikil rakamyndun er í húsnæðinu öllu og aðstæður heilsuspillandi fyrir nemendur og starfsmenn skólans. Ekki er hægt að tryggja að þær mótvægisaðgerðir sem farið hefur verið í til að bregðast við ástandinu séu fullnægjandi til að tryggja heilsu þeirra sem þar starfa til framtíðar. Undirrituð telja ekki forsvaranlegt að láta fólk dvelja í húsnæðinu fyrr en búið er að uppræta alla myglu og rakaskemmdir. Í skýrslu Eflu segir „ Það virðist mjög misjafnt hversu lengi fólk þarf að dvelja í rakaskemmdu húsnæði þangað til það finnur til einkenna. Gróflega má áætla að fjórðungur þeirra sem dvelja í slíku húsnæði þrói með sér krónísk einkenni og bólguviðbrögð. Dvöl í rakaskemmdu húsnæði er aldrei æskileg til langs tíma þar sem enn er ekki að fullu ljós áhrif á heilsu né langtímaáhrif þeirra efna sem um ræðir, þá er ekki eingöngu verið að líta til þeirra sem finna til einkenna heldur hópsins í heild“ Undirrituð telja mikilvægt að nemendu r og foreldrar hafi val um það hvort þeir kjósi að skólastarfinu verði komið fyrir í gámum á skólalóð, eða að þeim verði boðið að sækja nám í grunnskólanum á Varmalandi eða í Borgarnesi. Þá er mikilvægt að fyrir liggi fyrir lok þessa skólaárs upplýsingar um tímaramma og hvernig áformum um endurbætur á húsnæðinu verði háttað."

Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun f.h. meirihluta sveitarstjórnar:

"Meirihluti leggur áherslu á að búið sé að gera allar þær varúðarráðstafanir sem lagðar hafa verið til af sérfræðingum í myglumálum og komið hefur fram að óhætt er að vera í húsnæðinu út þetta skólaár. Nú þegar búið er að fá heildarskýrslu um ástand húsnæðisins í hendurnar er hægt að taka ákvörðun til framtíðar um húsnæðið á staðnum. Færanlegar kennslustofur eru væntanlegar fljótlega sem mun koma þeim til góða sem eru á því svæði sem verst er farið og ekki ráðlegt að laga með bráðabirgðaaðgerðum úr því húsnæði."

Til máls tóku: DS,HLÞ,ÞSS,MSS,GFK,HLÞ,GLE,LBÁ,HLÞ,LBÁ,GLE,HLÞ,DS,HLÞ,DS,MSS,LBÁ,GFK.
 • 17.1 2012131 Ársreikningur 2020
  Byggðarráð Borgarbyggðar - 558 Lagður fram ársreikningur Borgarbyggðar og undirfyrirtækja fyrir árið 2019. Til fundarins mættu Halldóra Pálsdóttir og Haraldur Örn Reynisson starfsmenn KPMG og kynntu þau niðurstöður ársreikningsins og viðeigandi skýringar.

  Helstu niðurstöður ársreiknings eru sem hér segir:

  Rekstrarniðurstaða ársins fyrir samstæðu A og B hluta er jákvæð um 112 m. kr. sem er um 303 m. kr. betri afkoma en ráð var fyrir gert í fjárhagsáætlun ársins, með viðaukum. Bætt afkoma miðað við fjárhagsáætlun skýrist fyrst og fremst af hærri tekjum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga en gert var ráð fyrir í áætlun, minni rekstrarkostnaði og lægri lífeyrissjóðsskuldbindingu. Fjármagnskostnaður er einnig lægri en ráð var fyrir gert. Tekjur ársins námu alls um 4.559 m.kr. Launakostnaður var 2.590 m.kr. og annar rekstrarkostnaður var 1.549 m.kr. Framlegð nemur 333 m.kr. Veltufé frá rekstri er 373 m.kr. eða 8,2% af tekjum. Eigið fé í árslok nam því 4.478 m.kr. og eiginfjárhlutfallið er 47,5%. Skuldaviðmið er 60%.

  Byggðarráð vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn Borgarbyggðar sem fer fram þann 8. apríl n.k.
 • Byggðarráð Borgarbyggðar - 558 Til fundarins mætir Kristján Finnur Kristjánsson, umsjónarmaður eignasjóðs og greinir frá mati á kostnaði við lagfæringar og fyrirbyggjandi aðgerðir á ráðhúsi Borgarbyggðar.

  Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að gert verði tilboð í Digranesgötu 2, Borgarnesi, með það fyrir augum að sú staðsetning verði nýtt sem framtíðarstaðsetning fyrir nýtt ráðhús og aðra starfsemi sem gæti rúmast innan veggja húsnæðisins. Fyrirvari skuli gerður í slíku tilboði um ástandsskoðun og endanlegt samþykki sveitarstjórnar. Sveitarstjóra er falið að gera tilboð með framangreindum fyrirvörum og setja ráðhúsið að Borgarbraut 14 í söluferli.
 • Byggðarráð Borgarbyggðar - 558 Til fundarins mætir Kristján Finnur Kristjánsson, umsjónarmaður eignasjóðs og greinir frá hvaða mótvægisaðgerðum eigi að grípa til í húsnæði Kleppjárnsreykjadeildar. Hafin er vinna við að uppræta þann raka sem fram kom í rannsókninni.

  Umsjónarmanni eignasjóðs er falið að gera mat á því hvaða endurbætur þurfi að gera á húsnæðinu til frambúðar, auk kostnaðaráætlunar og leggja fram á næsta fundi byggðarráðs.

  Sveitarstjóra er falið að undirbúa kynningu á mótvægisaðgerðum fyrir starfsfólki og foreldrum grunnskólabarna í Kleppjárnsreykjadeild Grunnskóla Borgarfjarðar.
 • Byggðarráð Borgarbyggðar - 558 Lögð eru fram ný gögn í málinu vegna aðgerða slökkviliðsstjóra. Skil skýrslu vegna úttektar á húsnæðinu frestast fram yfir páska og verður tekin fyrir á næsta fundi byggðarráðs.
 • 17.5 2103094 Starfsmannamál 2021
  Byggðarráð Borgarbyggðar - 558 Trúnaðarmál.
 • Byggðarráð Borgarbyggðar - 558 Byggðarráð fer yfir framkomin drög skýrslunnar og óskar eftir því að fulltrúar starfshópsins kynni skýrsluna á næsta fundi byggðarráðs.
 • Byggðarráð Borgarbyggðar - 558 Byggðarráð telur mikilvægt að við flutning á riðufé frá uppkomu til þess staðar sem brennsla eigi sér stað þurfi að líta til þess að stærsti hluti Norðurárdalsins upp á Holtavörðuheiði er óafgirtur, lausaganga búfjár er ekki bönnuð í sveitarfélaginu og algengt er að sauðfé sé við vegsvæði. Byggðarráð óskar eftir að haldinn verði fundur með fulltrúum Matvælastofnunar þar sem nánari útskýringar verði veittar um viðbrögð Matvælastofnunar við lekanum.
 • Byggðarráð Borgarbyggðar - 558 Byggarráð tilnefnir Þórdísi Sif Sigurðardóttur, sveitarstjóra, í bakhóp á sviði húsnæðismála.
 • Byggðarráð Borgarbyggðar - 558 Byggðarráð er meðvitað um skort Öldunnar á húsnæði en þakkar erindið. Unnið er að ólíkum húsnæðismálum hjá Borgarbyggð þessar vikurnar og mikilvægt að húsnæðismál sveitarfélagsins séu skoðuð í heild sinni. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að undirbúningi málsins.
 • Byggðarráð Borgarbyggðar - 558 Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að veita þessum fjámunum í verkefnið og gera samhliða því viðauka að fjárhæð kr. 1.820.000 vegna kostnaðar við Landsmót UMFÍ 50 .
 • Byggðarráð Borgarbyggðar - 558 Byggðarráð tilnefnir Einar Ole Pedersen til þess að vera fulltrúi Borgarbyggðar á aðalfundi veiðifélags Langár.
 • Byggðarráð Borgarbyggðar - 558 Byggðarráð samþykkir að veita Þórdísi Sif Sigurðardóttur, sveitarstjóra umboð til að mæta til fundarins sem fulltrúi Borgarbyggðar og fara með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.

18.Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 22

2103008F

Til máls tók HLÞ.
 • Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 22 Lagt fram.
 • 18.2 2009086 Friðlýsingar
  Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 22 Nýlega var endurnýjaður beitarsamningur við hestamannafélagið Borgfirðing um svæðið. Í þeim samningi eru ítarlegar kröfur um beitarstýringu og landbætur á þessu svæði. Því telur nefndin ekki tímabært að endurheimta votlendi á þessu svæði að svo stöddu.
 • Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 22 Lagt fram.
 • Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 22 Umhverfis og landbúnaðarnefnd samþykkir að hreinsunarátak í þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins verði 20. - 27. apríl, og að hreinsunarátak í dreifbýli verði annars vegar 31. maí - 7. júní og 9. - 16. júní.
  Stóri Plokkdagurinn er 24. apríl og eru íbúar hvattir til að plokka í sínu nánasta umhverfi.
  Verkefnið verður auglýst á miðlum sveitarfélagsins þegar nær dregur.
 • Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 22 Umhverfis-og landbúnaðarnefnd samþykkir að hefja vinnu við losunarbókhald í rekstri sveitarfélagsins í samræmi við lög um loftslagsmál nr. 70/2012 m.s.br. Í framhaldi hefjist vinna við gerð loftslagsstefnu í samráði við ólíka hagsmunaaðila. Stefnt er að því að fyrsta útgáfa af loftslagsstefnu liggja fyrir í árslok 2021.
 • Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 22 Umhverfis- og landbúnaðarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur starfsfólki Stjórnsýslu-og þjónustusviðs að kanna aðkomu UMSB að umræddu landi og hvaða leiðir eru færar til að leigja út landið.
 • Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 22 Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur starfsfólki Stjórnsýslu- og þjónustusviðs að vinna málið áfram og leggja drög að samningi um grænt svæði í fóstur fram á næsta fundi nefndarinnar.
 • Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 22 Lagt fram.

19.Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 114

2103018F

Til máls tóku SES,MSS,DS,SES.
 • Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 114 Margrét Jónsdóttir Njarðvík rektor háskólans á Bifröst kynnti hugmyndir að móttöku flóttafólks og hvernig Bifröst getur komið að móttökunni. Ákveðið að fá kynningu félagsmálaráðuneytisins á verkefninu fyrir velferðarnefnd.
 • Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 114 Lagt fram minnisblað um skyldur sveitarfélaga gagnvart leigjendum þjónustuíbúða á vegum sveitarfélaga sem tekið var saman af sviðsstjóra stjórnsýslu- og þjónustusviðs. Félagsmálastjóra falið að halda áfram vinnslu málsins og undirbúa samráðsfund með íbúum.
 • Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 114 Fundargerð síðasta fundar starfshópsins 24. mars 2021 lögð fram til kynningar.
 • Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 114 Farið yfir stöðuna varðandi þjónustuþætti félagsþjónustu.
 • Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 114 Mefndin leggur til að samstarfinu verði haldið áfram.

20.Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 198

2103015F

Til máls tóku MSS og GLE.
 • Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 198 Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir stöðu mála. Leikskólar eru opnir en aðrar menntastofnanir eru lokaðar. Mikilvægt fyrir alla að fylgjast vel með upplýsingum frá skólunum.
 • Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 198 Fræðslunefnd samþykkir tillögu um að leikskólagjöld séu felld niður hjá þeim foreldrum sem erum með börn sín heima einhvern eða alla dagana sem leikskólarnir eru opnir frá 25.mar-3.apríl 2021. Er það liður í því að aðstoða leikskólana við að halda opnu þessa daga miða við nýjar sóttvarnarreglur.
 • Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 198 Skóladagatöl leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla lögð fram með umsögnum foreldraráða leikskóla og skólaráða grunnskóla. Fimm starfsdagar eru sameiginlegir. Þeir eru 17.september og 1.nóvember 2021, 3.janúar, 23.febrúar og 27.maí 2022. Það auðveldar fjölskyldum að skipuleggja sig þegar skólar eru lokaðir og skólunum að hafa samstarf sín á milli á skipulagsdögum. Það kom fram í umræðu innan skólasamfélagsins að vilji er til staðar að sameinast um 3-4 skipulagsdaga. En frjálsræði sé þá um 1-2 skipulagsdaga. Fræðslunefndin mun síðan fjalla um það erindi tímalega fyrir næstu umræðu um skóladagatöl.
 • Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 198 Hafin er vinna við skólastefnu Borgarbyggðar 2021-2025. Búið er að halda tvo vinnufundi með fulltrúum í fræðslunefnd sem er stýrihópur verkefnisins. Þar er verið að leggja fyrstu skrefin í vinnunni. Ingvar Sigurgeirsson verður hópnum innan handar við vinnuna. Ingvar þekkir vel til í grunnskólum sveitafélagsins en hann hefur unnið að þróunarverkefni varðandi teymiskennslu og fleira með grunnskólunum síðustu tvö ár. Til þess að tengja Ingvar betur við aðrar menntastofnanir í Borgarbyggð þá hafa hann og sviðsstjóri fjölskyldusviðs heimsótt alla leikskóla í Borgarbyggð og Tónlistaskóla Borgarfjarðar. Þar var fundað með stjórnendum og skólarnir kynntir. Fyrirhugað er að funda með stjórnendum menntaskólans, tómstundastarfsins og háskólunum í Borgarbyggð. Þá verður einnig fundur með Ingvari og sviðsstjóra með stjórnendum í öllum menntastofnunum Borgarbyggðar. Fræðslunefnd stefnir einnig að fundum í skólasamfélaginu öllu, ræða við starfsmenn, nemendur, foreldra og nærsamfélagið á hverri stofnun.
 • Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 198 Lagt fram erindi frá foreldrafélagi Grunnskólans í Borgarnesi varðandi öryggi í biðskýlum. Fræðslunefnd tekur undir áhyggjur foreldrafélagsins. Málið verður unnið áfram í samráði við skólayfirvöld. Það er lagt til að skoðað verði hvort að hægt verði að bæta lýsingu í biðskýlunum og við skólana. Þá sé einnig kannað hvort að hægt sé að auka öryggið með myndavélum. Er málinu vísað til byggðaráðs.
 • Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 198 Elín Friðriksdóttir aðstoðarleikskólastjóri á Uglukletti fer yfir framkvæmdirnar við Ugluklett. Það eru kominn smáhýsi við skólann þar sem aðstaða starfsfólk verður. Eftir þær framkvæmdir sem ráðist var í ætti biðlistinn að eyðast á leikskólum hjá sveitafélaginu.
 • Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 198 Lagt fram erindi frá skólastjóra Grunnskóla Borgarfjarðar. Skólástjóri fer stuttlega yfir þætti málsins. En þetta er atriði sem myndi auka umferðaröryggi nemenda. Málið snýr að því að auka við vindmælingar á skólaaksturleiðinni milli Hvanneyri og að Kleppjárnsreykjum. Búið er að senda erindið til Veggagerðarinnar sem vísar á að sveitafélagið þurfi að vera þátttakandi í kostnaði. Fræðslunefnd telur þetta vera verkefni Veggagerðarinnar og óskar eftir því að byggðarráð fylgi málinu eftir.
 • Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 198 Skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar fer yfir málið. Nú er verið að bíða eftir færanlegum kennslustofum sem eiga að koma um miðjan apríl. Fræðslunefnd ítrekrar að mikilvægt sé að fara í frágang á skólalóðinni í sumar.
  Skýrslan um stöðu húsnæðisins sem ekki var kannað fyrr í vetur kemur í næstu vikur fyrir byggðaráð. Byggðaráð fékk í morgun smá kynningu og sem virðist við fyrstu sýn kalla á einhverjar aðgerðir í þeim hluta húsnæðisins einnig.
 • Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 198 Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Farið er yfir kostnaðaráætlun. Framlag Borgarbyggðar yrði 1.820.000. Fræðslunefnd samþykkir erindið og vísar málinu til byggðaráðs.
 • Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 198 Málinu frestað.
 • Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 198 Málið lagt fram til kynningar.

21.Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 23

2103013F

Til máls tók MSS.
 • Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 23 Nefndin þakkar Guðnýju fyrir góða yfirferð á útfærslu á kortavefsjánni sem kemur til með að sýna með einföldum hætti lausar lóðir í Borgarbyggð. Í útfærslunni kemur meðal annars fram stærð og gerð lóða ásamt gatnagerðargjöldum. Þegar þessi útfærsla er tilbúin liggur fyrir að sveitarfélagið getur markvisst farið í þá vinnu að kynna lausar lóðir í sveitarfélaginu.

  Samskiptastjóra falið að vinna málið áfram í samvinnu við skipulags- og byggingarsvið.
 • 21.2 2103047 Plan- B 2021
  Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 23 Nefndin þakkar Sigþóru Óðinsdóttur og Guðlaugu Dröfn Gunnarsdóttur fyrir góða yfirferð á fyrirkomulag hátíðarinnar árið 2021.

  Nefndin telur mikilvægt að Plan-B festi sig í sessi í Borgarbyggð til framtíðar og mun vinna að því að koma til móts við skipuleggjendur hátíðarinnar eins og kostur er.


  Brynja Þorsteindóttir yfirgefur fundinn kl. 09:40.
 • Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 23 Nefndin samþykkir fyrirliggjandi reglugerð.

  Nefndin fagnar því að búið sé að samræma styrkveitingar á vegum sveitarfélagsins og þar með stuðla að faglegri afgreiðslu þeirra. Úthlutun styrkja fer fram þrisvar sinnum á ári, í maí, september og desember. Sótt er um rafrænt á þar til gerðu eyðublaði í þjónustugáttinni.

  Markmiðið með þessum reglum er að styðja við fjölbreytta menningarstarfsemi í sveitarfélaginu og stuðla að jákvæðri þróun í menningarmálum. Auk þess er um að ræða hvatning til nýsköpunar á sviði lista-og menningar í Borgarbyggð.

  Tilgreind verkefni samkvæmt framangreindu markmiði eru eftirfarandi:

  Listaverk.
  Útgáfa bókmenntar, vísindagreina, fræðibóka, skýrslna og annað sem hefur menningarlegt varðveislugildi til lengri tíma.
  Útgáfa mynd- og hljóðdiska sem hafa menningarlegt gildi og sýnilega sérstöðu.
  Styrkir til smærri menningarviðburða í sveitarfélaginu.
  Varðveisla menningarminja.
  Styrkir til að varðveita menningararfleið, til að mynda húsa- og upplýsingaskilti.

  Atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagðar reglur um styrkveitingar til menningarverkefna.
  Brynja Þorsteinsdóttir kemur inn á fundinn kl. 09:58.
 • Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 23 Nefndin hefur samþykkt reglugerð um styrkveitinga til menningarverkefna og verður hún lögð fyrir sveitarstjórn til samþykktar. Umsækjendur eru hvattir til þess að sækja um styrk í þjónustugáttinni þegar opnað hefur verið fyrir umsóknir.


 • Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 23 Nefndin hefur samþykkt reglugerð um styrkveitinga til menningarverkefna og verður hún lögð fyrir sveitarstjórn til samþykktar. Umsækjendur eru hvattir til þess að sækja um styrk í þjónustugáttinni þegar opnað hefur verið fyrir umsóknir.
 • Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 23 Nefndin hefur samþykkt reglugerð um styrkveitinga til menningarverkefna og verður hún lögð fyrir sveitarstjórn til samþykktar. Umsækjendur eru hvattir til þess að sækja um styrk í þjónustugáttinni þegar opnað hefur verið fyrir umsóknir.
 • Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 23 Nefndin hefur samþykkt reglugerð um styrkveitinga til menningarverkefna og verður hún lögð fyrir sveitarstjórn til samþykktar. Umsækjendur eru hvattir til þess að sækja um styrk í þjónustugáttinni þegar opnað hefur verið fyrir umsóknir.
 • 21.8 2010189 Markaðsmál 2021
  Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 23 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að taka tilboði Manhattan Marketing vegna markaðsherferðar árið 2021. Nefndin felur samskiptastjóra að ganga frá samningi á grundvelli tilboðsins að fengnu samþykki sveitarstjórnar.
 • Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 23 Nefndin hyggst fara í stóra markaðsherferð árið 2021. Vegna þessa hefur verið ákveðið að fara ekki í samstarf við N4 af svo stöddu.
 • Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 23 Nefndin fór yfir kynninguna frá fyrirtækinu Siteimprove og hefur ákveðið að leggja ekki kostnað í þetta verkefni að svo stöddu.
 • Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 23 Nefndin þakkar fyrir erindið.

  Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur samskiptastjóra að kanna kostnað á prentun á sameiginlegum aðgangskortum fyrir söfn sveitarfélagsins. Auk þess samþykkir nefndin að kynna vel verkefnið á heimasíðu sveitarfélagsins og aðstoða við kynningu á verkefninu.

  Nefndin tekur undir að varðsveislusetur væri vel staðsett í Borgarbyggð. Ávinningur væri mikill fyrir öll söfnin í sveitarfélaginu ef slíkt setur myndi rísa í Borgarbyggð. Nefndin mælir með að sveitarfélagið óski eftir fund með mennta- og menningarmálaráðherra um varðveislusetur í Borgarbyggð.

 • Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 23 Nefndin mælist ekki gegn kaupum á listaverkaskápum en telur nauðsynlegt að það eigi sér stað samtal um staðsetningu þeirra.

22.Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 23

2103022F

Til máls tók GFK.
 • Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 23 Skipulags- og byggingarnefnd sér hag í því að heimila innkeyrslu á lóðinni Sæunnargata 6 með tilliti til umferðar- og öryggissjónarmiða með þeim formerkjum að umsækjandi greiði sjálfur fyrir framkvæmd á gangstétt til að auðvelda innakstur á lóðina. Nefndin óskar eftir frekari gögnum varðandi uppbyggingu og útfærslu á bílastæði innan lóðar.
 • Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 23 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2020 samkv. 32.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingartillagan fjallar um Ytri-Skeljabrekku L133892 og hafa ekki verið gerðar breytingar á tillögunni eftir auglýsingu.
 • Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 23 Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillögu að deiliskipulagi á Ytri-Skeljabrekku L133892 sem hefur verið auglýst samkvæmt 41. gr. skipulagslaga 123/2010 með þeim breytingum sem voru gerðar voru með tilliti til umsagna sem bárust frá lögaðilum en breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum.
  Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagið samkvæmt 42.gr. skipulagslaga 123/2010.
 • Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 23 Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið en hafnar umsókninni þar sem umsækjandi hefur ekki fengið lóðinni úthlutað.
 • Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 23 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja óverulega breytingu á deiliskipulagi á sumarhúsahverfinu Brekkubyggð í landi Bjarnastaða L134637.
 • Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 23 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun lóðarinnar Bjarnastaðir 2 úr landi Bjarnastaðir 1 L134637.
  Orri Jónsson vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.
 • Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 23 Skipulags- og byggingarnefnd hafnar því að tilgreint svæði verði skilgreint sem þéttbýli. Fyrirhugað svæði samræmist ekki skilgreiningu 24. töluliðar 1. mgr. 2. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um þéttbýli né stefnumörkun í gildandi aðalskipulagi Borgarbyggðar.
  Ekki er heimilt að vera með fasta búsetu í frístundabyggð samkv. lið H í grein 6.2 í skipulagsreglugerð. Einnig samræmist blönduð byggð ekki skilmálum um frístundabyggð í aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022.
  Nefndin felur skipulags- og byggingardeild að koma á fundi landeiganda og nefndar til að ræða framtíðaruppbyggingu og landnotkun svæðisins.
 • Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 23 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingu á deiliskipulagi samkvæmt 43.gr. skipulagslaga 123/2010.
 • Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 23 Skipulags- og byggingarnefnd hafnar erindinu á grundvelli umsóknar þar sem óskað er eftir því að landnotkun verði breytt í frístundabyggð (F) í aðalskipulagi og að hjólhýsabyggðin verði með varanlega staðsettum hjólhýsum.
 • Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 23 Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í þá hugmynd að svæðið falli undir annan notkunnarflokk á aðalskipulagi og telur eðlilegt að skilgreina svæðið sem frístundabyggð sem nú þegar er á hluta lóðar.
  Einnig bendir nefndin á að ef vilji er til að óska eftir breytingu á landnotkun þurfi umsækjandi að leggja inn umsókn á breytingu á aðalskipulagi.
 • Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 23 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja byggingarleyfi þar sem grenndarkynning hefur farið fram samkv. 44.gr. skipulagslaga 123/2010.
 • Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 23 Umræður um tillögur að breytingum á nýjum lóðarleigusamningi. Starfsmönnum stjórnsýslu- og þjónustusviðs er falið að undirbúa breytingar á úthlutunarreglum sveitarfélagsins og gjaldskrá byggingarfulltrúa til þess að tryggja samræmi milli þessara skjala.
 • Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 23 Fundargerð 176. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.
 • Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 23 Fundargerð 177. afgeiðslufunar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.
 • Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 23 Fundargerð 178. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.

23.Fjallskilanefnd Brekku - og Svignaskarðsréttar - 47

2103020F

 • Fjallskilanefnd Brekku - og Svignaskarðsréttar - 47 Fjallskilanefnd Brekku-og Svignaskarðsréttar tekur jákvætt í erindi Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs og bendir á að þörf er á viðhaldi hússins. Jafnframt leggur nefndin áherslu á að leitardagar skv. fjallskilasamþykkt séu undanskildir útleigu. Varðandi umsjón með hesthúsi og nátthaga, þá þarf að útfæra það nánar í samningi við ferðafélagið.
 • 23.2 2103167 Styrkvegir
  Fjallskilanefnd Brekku - og Svignaskarðsréttar - 47 Vegurinn innan við Beilárvallabrú á Langavatnsdal hefur farið illa í flóðum í vetur og þörf á að lagfæra hann. Þá vantar að bera ofan í veginn að Skarðsrétt.
 • Fjallskilanefnd Brekku - og Svignaskarðsréttar - 47 Farið yfir málefni Bjarnadals og Ystutungugirðingar.

24.Fjallskilanefnd Hítardalsréttar - 28

2104002F

 • Fjallskilanefnd Hítardalsréttar - 28 Nefndin tekur jákvætt í þetta, ef eftirfarandi ákvæði verði samþykkt:

  1. Gerður verði skriflegur leigusamningur milli aðila þar sem m.a. verði kveðið á um leigugjald fyrir húsið og hestagerði, ásamt ákvæðum um ábyrgð vegna skemmda o.þ.h. Einnig komi fram um verkþætti og frágang sem leigutaki skal sinna s.s. tengingu vatns og aftengingu tímanlega að hausti.

  2. Þær útleigur hússins í sumar sem þegar hafa verið ákveðnar standi óbreyttar, samkvæmt gildandi verðskrá. (Allar helgar frá síðustu helgi í maí, júní og júlí ásamt nokkrum dögum til viðbótar hafa verið leigðar).

  3. Aðgengi að húsinu vegna haustleita skv. dagsetningum í fjallskilareglugerð verði til reiðu fyrir gangnamenn án leigugjalds, svo og ef til kæmi að breytingar yrðu gerðar á tímasetningum.

  4. Húsið verði haft læst til öryggis eins og verið hefur.

  5. Fjallskilanefnd hefur verið með sorphirðingu vikulega yfir sumarið, við húsið og á nokkrum völdum stöðum í nágrenninu. Farið er fram á að leigutaki greiði gjald fyrir þá þjónustu, eða hafi umsjón með salernisaðstöðu í hesthúsi í staðinn.

  6. Gangnamannahúsið og hesthús verði málað að utan í sumar.
 • Fjallskilanefnd Hítardalsréttar - 28 Fjallskilanefnd fer fram á við Veiðifélag Hítarár að tryggt sé að vatnsborð Hítarvatns við vatnsmiðlunarstíflu sé vel undir yfirfalli, þannig að umferð með kindur til sleppingar í afrétt yfir Hítará geti gengið með eðlilegum hætti.
  Einnig þarf að tryggja að hægt sé að tempra vatnsrennsli í Hítará svo hægt sé að reka kindur greiðlega yfir ána í göngum.

25.Vantrauststillaga

2104052

Vantrauststillaga er lögð fram af hálfu Davíðs Sigurðssonar, f.h. Framsóknarflokksins gagnvart meirihluta sveitarstjórnar.
Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun f.h. meirihlutans:

Eins og fram kemur í endurskoðunarskýrslu frá KPMG þá hafa framkvæmdir farið fram úr áætlunum. Þær framúrkeyrslur má meðal annars rekja til þess að þegar farið var af stað í endurnýjun á eldra húsnæði við Grunnskóla Borgarnes komu raka og mygluskemmdir sem ekki var vitað af þegar lagt var af stað í verkefnið. Einnig hefur þetta sýnt okkur að þörf er á endurskoðun allra verkferla sem snúa stærri framkvæmdum, ábyrgð byggingarnefnda, starfsmanna, eftirlitsaðila og sviðsstjóra. Þörf er á að yfirfara vinnulag við viðaukagerð við fjárhagsáætlun. Það sem mestu skipir í þessu máli er að bregðast við með ábyrgum hætti. Nú þegar er verið að vinna í endurskoðun á því verklagi sem viðhaft er í tengslum við frávikagreiningar í framkvæmdum og framkvæmdaráætlun.

Til máls tóku DS,HLÞ,GLE,HLÞ,GLE,DS,ÞSS,HLÞ,LBÁ,MSS,GLE,LBÁ,DS,GLE,HLÞ,LBÁ.

Með vantrauststillögu kjósa:

DS,GLE,OJ og SSÁ.

Gegn vantrauststillögu kjósa:

LBÁ,HLÞ,GFK,SES,MSS.

Er vantrauststillagan því felld.

Fundi slitið.