Fara í efni

Sveitarstjórn Borgarbyggðar

243. fundur 14. september 2023 kl. 16:00 - 17:11 í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
  • Guðveig Eyglóardóttir Forseti
  • Davíð Sigurðsson 1. varaforseti
  • Eva Margrét Jónudóttir aðalmaður
  • Eðvar Ólafur Traustason aðalmaður
  • Thelma Dögg Harðardóttir aðalmaður
  • Sigurður Guðmundsson aðalmaður
  • Bjarney Bjarnadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Logi Sigurðsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Sigrún Ólafsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Bergur Þorgeirsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Ragnhildur Eva Jónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Lilja Björg Ágústsdóttir sviðsstjóri fjármála - og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Lilja Björg Ágústsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslu
Dagskrá

1.Eignasjóður Grímshús Brákarey

2203206

Afgreiðsla frá fundi byggðarráðs Borgarbyggðar nr. 642. Drög að samningi við Hlyn Þór Ragnarsson um langtímaleigu á Grímhúsi kynnt fyrir byggðarráði.
Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samning við Hlyn Þór Ragnarsson, dags. 4. september 2023 um langtímaleigu á Grímhúsi.

Samþykkt samhljóða með 8 atkvæðum

2.Viðauki við fjárhagsáætlun 2023

2304017

Lagður fram viðauki V við fjárhagsáætlun ársins 2023
Lögð fram tillaga að viðauka V við fjárhagsáætlun 2023. Í tillögunni er gert ráð fyrir auknum kostnaði við flutning á gögnum í Safnahús, kostnað vegna niðurstöðu dómsmáls og lögfræðikostnað vegna þess og aukinn kostnað vegna nýbúakennslu í grunnskólum. Þá er einnig gert ráð fyrir kostnaði við aukningu stöðugilda í íþróttamiðstöð, ýmsa ráðgjöf m.a. í barnaverndarmálum og kostnað vegna kynnisferðar. Á móti koma auknar tekjur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og einnig er gert ráð fyrir lægri launakostnaði í leikskóla. Í heild er aukning rekstrarkostnaðar 25.869 þús kr vegna viðaukans. Á framkvæmdaáætlun er bætt við kaupum á tankbifreið fyrir slökkvilið að upphæð 2.700 þús kr en á móti kemur lækkun á framkvæmdakostnaði við slökkvistöð fyrir sömu fjárhæð. Heildaráhrif viðaukans eru lækkun á handbæru fé fyrir 25.869 þús kr.

Samþykkt samhljóða með 8 atkvæðum

3.Leyfisumsókn rallaksturskeppni

2308024

Afgreiðsla frá fundi byggðarráðs Borgarbyggðar nr. 642: Byggðarráð samþykkir framlagða beiðni Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur um rallökukeppni um Uxahryggi og Kaldadal 20. ágúst 2023.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.

Samþykkt samhljóða með 8 atkvæðum

4.Útboð á ræstingum - Consensa

2305217

Afgreiðsla byggðarráðs Borgarbyggðar frá fundi nr. 643: Framlögð drög að samninginn við Sólar ehf. um ræstingu í stofnunum Borgarbyggðar.

"Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboði Sólar ehf. um ræstingu á stofnunum Borgarbyggðar með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar. Þá samþykkir byggðarráð framlögð drög að þjónustusamningi við Sólar ehf. um ræstingar á stofnunum Borgarbyggðar og felur sveitarstjóra að fullvinna og undirrita með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar. Að mati byggðarráðs gefur tilboð Sólar ehf. ekki tilefni til breytinga á fjárhagsáætlun."
Sveitarstjorn samþykkir framlagðan samning við Sólar ehf. um ræstingu í stofnunum Borgarbyggðar dags. 25. ágúst 2023.

Samþykkt samhljóða með 8 atkvæðum

5.Hvalfjarðarsveit - Beiðni um samning vegna barnaverndarþjónustu og annarrar félagsþjónustu Borgarbyggðar

2010038

Afgreiðsla frá fundi byggðarráðs Borgarbyggðar frá fundi nr. 644. Drög að samningi við Hvalfjarðarsveit um barnaverndarþjónustu lögð fram.

"Lagt fram og vísað til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Framlögð drög af samningi um barnaverndarþjónustu við Hvalfjarðarsveit. Sveitarstjórn samþykkir að vísa samningi við Hvalfjarðarsveit um barnaverdarþjónstu til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða með 8 atkvæðum.

Til máls tóku SG og GLE

6.Brákarey - framtíðarskipulag

2111213

Afgreiðsla fundar byggðarráðs Borgarbyggðar frá fundi nr. 644: Lögð fram drög að samningi við ráðgjafasvið KPMG um að móta tillögur að stofnun þróunarfélags um uppbyggingu í Brákarey ásamt framkvæmd hagsmunamats við slíka uppbyggingu fyrir samfélagið

"Byggðarráð samþykkir framlögð drög og felur sveitarstjóra að undirrita með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar, samþykkt samhljóða"
Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samning við ráðagjafasvið KPMG dags. 11. september 2023.

Forseti leggur fram eftirfarandi bókun:

Þessi samningur markar spennandi tímamót fyrir áframhaldandi þróun og framtíðarsýn fyrir Brákarey eina helstu perlu Borgarbyggðar. Mikilvægt er áfram verði unnið markvisst, faglega og skynsamlega að verkefninu í samráði við þá aðila sem hagsmuna eiga að gæta, hvort sem það eru íbúar, fjárfestar eða aðrir.
Í því skyni hefur verið ákveðið að stofna þróunarfélag utan um verkefnið og haft samand við sérfræðinga KPMG til að leiða verkefnið áfram. Markmiðið er að halda utan um stofnun þróunarfélags um uppbyggingu i eyjunni m.a. framkvæma hagsmunamat, setja upp tímalínu, æsklega áfangaskiptingu, áætlun um rekstur, efnahag, stjóðsstreymi bæði fyrir félagið og sveitarfélagið sjálft. Einnig verður unnið mat á samfélagslegum og umhverfislegum áhrifum verkefnisins í heild.
Þær hugmyndir sem fram hafa komið um uppbyggingu á svæðinu eru spennandi og til þess fallnar að stuðla að fjölbreytileika þjónustu á svæðinu, auðga mannlíf, fjölga búsetukostum og stuðla almennt að snyrtilegu umhverfi og fallegum byggingum sem falla vel inn sérstaka staðsetningu eyjunnar.

Samþykkt samhljóða með 8 atkvæðum.

7.Breyting á aðalskipulagi - Hótel Hamar

2308251

Afgreiðsla 56. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða lýsingu til auglýsingar fyrir Hótel Hamar og breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð hótelsins skv. 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Sveitarstjórn samþykkir framlagða lýsingu til auglýsingar fyrir Hótel Hamar og breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð hótelsins skv. 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Samþykkt samhljóða með 8 atkvæðum

8.Breyting á aðalskipulagi - Hækkun á nýtingarhlutfalli - Ugluklettur

2308020

Afgreiðsla 56. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar sem felst í hækkun á nýtingarhlutfalli innan svæðis fyrir þjónustustofnanir Þ4, vegna stækkunar á leikskólanum Uglukletti. Breytingin er gerð samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Niðurstaðan skal auglýst og send Skipulagsstofnun til staðfestingar."
Sveitarstjórn samþykkir framlagða breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins fyrir aukningu á nýtingarhlutfalli fyrir þjónustustofnanir Þ4, leikskólan Ugluklett, skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Niðurstaðan skal auglýst og breytingin send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða með 8 atkvæðum

9.Ugluklettur - leikskóli - br.dsk

2308247

Afgreiðsla 56. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi til auglýsingar að teknu tilliti til athugasemda nefndarinnar. Aðalskipulagsbreyting er gerð samhliða. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi leikskólalóðar og einbýlishúsalóða í Bjargslandi, Borgarnesi til auglýsingar. Aðalskipulagsbreyting er gerð samhliða. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með 8 atkvæðum.

10.Haustþing SSV 2023

2309025

Afgreiðsla frá fundi byggðarráðs Borgarbyggðar nr. 644: Framlagt fundarboð á haustþing SSV sem fram fer á Fosshótel Reykholti miðvikudaginn 4. október nk.

"Fundarboð framlagt og er aðalfulltrúum Borgarbyggðar á aðalfund SSV 2022-2026 falið að mæta á þingið fyrir hönd sveitarfélagsins en þeir eru Bjarney L. Bjarnadóttir, Brynja Þorsteinsdóttir, Eva Margrét Jónudóttir og Sigrún Ólafsdóttir."
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðaráðs að fulltrúar sveitarfélagsins á aðalfund SSV 2022-2026 verði Bjarney L. Bjarnadóttir, Brynja Þorsteinsdóttir, Eva Margrét Jónudóttir og Sigrún Ólafsdóttir.

Samþykkt samhljóða með 8 atkvæðum.

11.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2023

2309008

Afgreiðsla frá fundi byggðarráðs nr. 644: Framlagt fundarboð á aðalfund jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður þann 20. sept 2023.

"Fundarboð framlagt og felur byggðarráð Eiríki Ólafssyni fjármálastjóra að mæta á fundinn fyrir hönd Borgarbyggðar."
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs og felur Eiríki Ólafssyni fjármálastjóra að mæta á fundinn fyrir hönd Borgarbyggðar.

Samþykkt samhljóða með 8 atkvæðum.

12.Kosningar í ráð og nefndir 2022-2026

2205140

Breytingar á fulltrúum í ráðum og nefndum sveitarfélagsins.
Dagbjört Diljá Haraldsdóttir hefur beðist lausnar sem aðalmaður og Jóhanna M Þorvaldsdóttir sem varamaður í umhverfis- og landbúnaðarnefnd. Sveitarstjórn þakkar þeim fyrir vel unnin störf.

Samþykkt samhljóða með 8 atkvæðum

Lagt er til að aðalmaður í umhverfis- og landbúnaðarnefnd verði Thelma Harðadóttir og varamaður hennar verði Helgi Eyleifur Þorvaldsson.

Samþykkt samhljóða með 8 atkvæðum.

Thelma Harðadóttir aðalmaður og Rakel Bryndís Gísladóttir hafa beðist lausnar frá starfi sínu í fræðslunefnd.
Sveitarstjórn þakkar þeim fyrir vel unnin störf.

Samþykkt samhljóða með 8 atkvæðum.

Lagt er til að aðalmaður í fræðslunefnd verði Bjarney L. Bjarnadóttir og varamaður hennar verði Jón Arnar Sigurþórsson.

Samþykkt samhljóða með 8 atkvæðum


Bjarney L. Bjarnadóttir hefur óskað eftir leyfi frá sveitarstjórn og byggðarráði frá og með 15. september til og með 30. nóvember nk.

Sveitarstjórn samþykkir leyfisbeiðni samhljóða með 8 atkvæðum.

Lagt er til að Logi Sigurðsson komi inn í sveitarstjórn og byggðarráð sem aðalmaður og Kristján Rafn Sigurðsson sem varamaður.

Sveitarstjórn samþykkir framkomna tillögu samhljóða með 8 atkvæðum.

13.Samstarf um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa

1901093

Afgreiðsla byggðarráðs frá fundi nr. 636: Framlagður viðauki við samning við Reykjavíkurborg um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum.

"Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar í velferðarnefnd, samþykkt samhljóða"

Bókun velferðarnefndar: samþykkt samhljóða"
Sveitarstjórn Borgarbyggðar staðfestir framkominn viðauka við samning við Reykjavíkurborg um greiðslu gistináttagjalds á neyðarathvörfum, dags. 12. september 2023.

Samþykkt samhljóða með 8 atkvæðum.
Fylgiskjöl:

14.Breyting á fundartíma byggðarráðs september 2023

2309080

Tillaga að breyttum fundartíma byggðarráðs. Lagt er til að næsti fundur byggðarráðs Borgarbyggðar fari fram um einn dag frá hefbundinni fundardagskrá og verði þannig miðvikudaginn 20. september næstkomandi.
Sveitarstjórn samþykkir að næsti fundur byggðarráðs Borgarbyggðar skuli fara fram miðvikudaginn 20. september næstkomandi kl. 8.15.

15.Tilnefningar í fulltrúaráð Háskólans á Bifröst

2104175

Afgreiðsla frá fundi byggðarráðs nr. 628: Skipan á eftirfarandi þriggja fulltrúa í fulltrúaráð Háskólans á Bifröst.

"Byggðarráð samþykkir skipan eftirfarandi fulltrúa í fulltrúaráð Háskólans á Bifröst; Þórunni Unni Birgisdóttur, Helga Eyleif Þorvaldsson og Bjarneyju L. Bjarnadóttir. Guðveig Eyglóardóttir er skipuð sem varamaður"
Sveitarstjórn skipar Þórunni Unni Birgisdóttur, Helga Eyleif Þorvaldsson og Bjarneyju L. Bjarnadóttur sem fulltrúa Borgarbyggðar í fulltrúaráð Háskólans á Bifröst og Guðveigu L. Eyglóardóttur sem varamann þeirra.

Samþykkt samhljóða með 8 atkvæðum.

16.Fjallskil 2023

2308157

Afgreiðsla 31. fundar fjallskilanefndar Kaldárbakka- og Mýrdalsréttar: "Dagsverkin er 71 og eru 81 kindur í dagsverkinu. Fjallskilagjald pr. kind er kr 246.- Heildarfjöldi 5770 kindur. Ákveðið var að dagsverkið væri metið á kr 20.000.-"
Sveitarstjórn samþykkir álagningu fjallskila sem hér segir vegna Kaldárbakka- og Mýrdalsréttar: "Dagsverkin er 71 og eru 81 kindur í dagsverkinu. Fjallskilagjald pr. kind er kr 246.- Heildarfjöldi 5770 kindur. Ákveðið var að dagsverkið væri metið á kr 20.000.-"

Samþykkt samhljóða með 8 atkvæðum.

17.Álagning fjallskila 2023

2308087

Afgreiðsla 49. fundar fjallskilanefndar Oddstaðaréttar: "Álagning á kind fer úr 600 kr. í 610 kr. Álagningarhlutfall á fasteingamat hækkar úr 1,22% í 1,25% Álögð fjallskil samtals: 3.375.203 kr. Innheimt í peningum: 1.431.003 kr. Dagsverkamat í leitum helst óbreytt. Gengið frá fjallskilaseðli."
Forseti Leggur til að liðnum verði vísað aftur inn til fjallskilanefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með 8 atkvæðum að vísa liðnum aftur inn til fjallskilanefndarinnar.

18.Fjallskil 2023

2308025

Afgreiðsla 37. fundar fjallskilanefndar Grímsstaðaréttar: "Lagt var á 1233 vetrarfóðraðar kindur og var fækkun um 68 kindur milli ára. Hver kind er metin á 850 kr. Dagsverkið er metið á 10.000 kr. Kostnaður vegna matar er 10.000 kr. Fjallskilum jafnað niður og þau yfirfarin. Þau samþykkt og send til Borgarbyggðar til fjölritunar og dreifingar."
Sveitarstjórn samþykkir álagningu fjallskila sem hér segir vegna Grímsstaðaréttar: "Lagt var á 1233 vetrarfóðraðar kindur og var fækkun um 68 kindur milli ára. Hver kind er metin á 850 kr. Dagsverkið er metið á 10.000 kr. Kostnaður vegna matar er 10.000 kr. Fjallskilum jafnað niður og þau yfirfarin."

Samþykkt samhljóða með 8 atkvæðum.

Thelma Harðadóttir mættir til fundar undir þessum lið.

19.Álagning fjallskila Hítardalsréttar 2023

2308162

Afgreiðsla 37. fundar fjallskilanefndar Hítardalsréttar: "Álagning fjallskila á fjáreigendur sem eru 13. Tala sauðfjár til fjallskila er 2596 samkvæmt haustskýrslum 2022-2023 uppgefið frá Borgarbyggð, fjölgun 101 fjár. Fjallskilagjald á kind ákveðið 850 kr. Heildarálagning 2.206.600 kr. Dagsverkið metið á 10.000 kr. Dagsetningar leita og rétta hafa verið færðar fram um viku frá ákvæðum fjallskilareglugerðar. Leitarstjóri í öllum afréttarleitum verður Gísli Guðjónsson. Jakob A. Eyjólfsson stjórnar leitum á Svarfhólsmúla. Réttarstjóri í öllum réttum verður Sigurjón Helgason."
Sveitarstjórn samþykkir álagningu fjallskila sem hér segir vegna Hítardalsréttar: "Álagning fjallskila á fjáreigendur sem eru 13. Tala sauðfjár til fjallskila er 2596 samkvæmt haustskýrslum 2022-2023 uppgefið frá Borgarbyggð, fjölgun 101 fjár. Fjallskilagjald á kind ákveðið 850 kr. Heildarálagning 2.206.600 kr. Dagsverkið metið á 10.000 kr".

Samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

20.Álagning fjallskila 2023

2308182

Afgreiðsla 28. fundar fjallskilanefndar Rauðsgilsréttar: "Hækkun á dagsverki úr 14.000.- í 17.000.- Hækkun á fjárgjöldum úr 550.- í 700.-"
Sveitarstjórn samþykkir álagningu fjallskila sem hér segir vegna Rauðsgilsréttar: "Hækkun á dagsverki úr 14.000.- í 17.000.- Hækkun á fjárgjöldum úr 550.- í 700.-"

Samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

21.Fjallskil 2023

2308034

Afgreiðsla 53. fundar fjallsilanefndar Brekku- og Svignaskarðsréttar: "Lagt var á 1380 vetrarfóðraðar kindur samkvæmt hausttölum. Dagsverk er metið á kr. 15.000. Kostnaður pr kind kr. 850,-. Kostnaður vegna matar er kr. 12.000. Fjallskilum jafnað niður og þau yfirfarin. Þau samþykkt og send til Borgarbyggðar til fjölritunar og dreifingar."



Samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Sveitarstjórn samþykkir álagningu fjallskila sem hér segir vegna Brekku- og Svignaskraðsréttar: "Lagt var á 1380 vetrarfóðraðar kindur samkvæmt hausttölum. Dagsverk er metið á kr. 15.000. Kostnaður pr kind kr. 850,-. Kostnaður vegna matar er kr. 12.000. Fjallskilum jafnað niður og þau yfirfarin."

Samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

22.Byggðarráð Borgarbyggðar - 642

2308006F

Fundargerð framlögð
  • Byggðarráð Borgarbyggðar - 642 Mönnun á leikskólum og fjöldi leikskólarýma í haust gerir Borgarbyggð kleift að viðhalda því markmiði að geta boðið börnum við 12 mánaða aldurinn leikskólavist. Nokkuð betur hefur gengið að manna störf á leikskólum heldur en útlit var fyrir og lítils háttar samdráttur hefur orðið í fjölda leikskólabarna. Rými er til fjölgunar barna við leikskóla í Borgarbyggð en það er mismunandi eftir aldri og staðsetningu. Um tugur starfsmanna í leikskólum Borgarbyggðar eru nú við nám i leikskólafræðum eða framhaldsnám í málaflokknum. Það er áskorun að viðhalda háu menntastigi á leikskólastiginu og tilflutningur háskólamenntaðs starfsfólks milli skólastiga hefur komið niður á leikskólum. Nemendur við leikskóla í Borgarbyggð eru liðlega 200 talsins og starfsfólk 63 að tölu.
    Nemendur við grunnskóla í Borgarbyggð eru rúmlega 500 talsins og starfsfólk er 112 talsins. Vel horfir varðandi mönnun í grunnskólum Borgarbyggðar í haust. Breytingar hafa verið gerðar á fyrirkomulagi þrifa en þrif hafa verið boðin út. Í vor var gerð breyting á fyrirkomulagi stjórnunar hjá skólunum þannig að deildarstjórn og teymisvinna var aukin. Samhliða eru báðir grunnskólar Borgarbyggðar orðnir þátttakendur þróunarverkefni í leiðsagnarnámi á vegum Háskólans á Akureyri. Það verða gerðar lítils háttar breytingar á skólaakstri sem helgast m.a. af nýjum nemendum sem áður gengu í Laugagerðisskóla. Áhersla á kennslu barna með annað móðurmál en íslensku verður aukin samhliða vaxandi þörf, ekki síst á Varmalandi.
    Það verður áfram krefjandi að manna frístund í Borgarbyggð. Húsnæði frístundar þurfa áframhaldandi skoðunar við. Byggðarráð telur ástæðu til að skoða með opnum hug hvaða leiðir eru færar til að tryggja samfellu milli skóla- og frístundastarfs barna.
  • Byggðarráð Borgarbyggðar - 642 Ljóst er að þrýst er mjög á samstarf eða sameiningu skóla á háskólastigi af hálfu ráðherra. Bifröst hefur verið þátttakandi í því samtali og hefur lýst frumkvæði af því að skoða samstarf. Sjónarmið skólans hefur verið að samstarf styrki háskólasamfélagið um land allt, ekki síst á landsbyggðinni. Það er alveg ljóst að tilkoma og starf háskólans á Bifröst lyfti grettistaki í háskólamenntun á landsbyggðinni og ekki síst á Vesturlandi. Aukin áhersla á fjarnám og sterk staða skólans á því sviði hefur styrkt stöðu hans enn frekar sem lykilþátttakanda í að efla háskólamenntun um land allt, meðal fólks sem hefur háskólamenntun síðar á lífsleiðinni og meðal landsmanna sem eiga erfitt með að sækja menntun t.d. til miðborgar Reykjavíkur.
    Húsnæðismál á Bifröst og mikil viðhaldsþörf þrýsta á frekari ákvarðanir um háskólastarf og aðra þróun á Bifröst. Borgarbyggð lýsir yfir vilja til að vera virkur þátttakandi í stefnumótun hvað það varðar.

    Hlöðver Ingi Gunnarsson lauk setu á fundi.
  • Byggðarráð Borgarbyggðar - 642 Framlagt bréf björgunarsveitarinnar Brákar en þar er óskað eftir því að Borgarbyggð greiði fyrir malbikun á lóð björgunarsveitarinnar við Fitjar. Byggðarráð samþykkir að vísa málinu til umræðu í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2024 og mun samhliða óska eftir viðræðum við fulltrúa björgunarsveitarinnar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Borgarbyggðar - 642 Byggðarráð felur sveitarstjóra að fullvinna samningsdrögin og undirrita með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Borgarbyggðar - 642 Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræðu á fundi.

    Samþykkt samhljóða.

    Lilja Björg Ágústsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs mætti til fundarins undir þessum lið.
  • Byggðarráð Borgarbyggðar - 642 Framlagt.
  • Byggðarráð Borgarbyggðar - 642 Byggðarráð þakkar fyrir og tekur jákvætt í áhugaverða hugmynd og vísar til umhverfis- og landbúnaðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Borgarbyggðar - 642 Byggðarráð þakkar fyrir áhugaverða hugmynd og felur sveitarstjóra að meta kostnað og önnur áhrif. Erindinu er jafnframt vísað til umræðu í umhverfis- og landbúnaðarnefnd.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Borgarbyggðar - 642 Byggðarráð samþykkir framlagða beiðni Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur um rallökukeppni um Uxahryggi og Kaldadal 20. ágúst 2023.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Borgarbyggðar - 642 Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka afstöðu til þeirra raka sem búa að baki fyrirhugaðri ákvörðun Vegagerðarinnar, svo sem m.t.t. búsetu og atvinnustarfsemi, og koma þeirri afstöðu á framfæri við Vegagerðina ef tilefni er til.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Borgarbyggðar - 642 Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka afstöðu til þeirra raka sem búa að baki fyrirhugaðri ákvörðun Vegagerðarinnar, svo sem m.t.t. búsetu og atvinnustarfsemi, og koma þeirri afstöðu á framfæri við Vegagerðina ef tilefni er til.

    Samþykkt samhljóða.

23.Byggðarráð Borgarbyggðar - 643

2308017F

Fundargerð framlögð
  • Byggðarráð Borgarbyggðar - 643 Maria Neves samskiptastjóri sýndi fyrstu útgáfu af nýrri heimasíðu sem áætlað er að opna formlega í september. Mikil vinna hefur verið lögð í að tryggja notendavænna umhverfi með því að einfalda og endurbæta síðuna. Nýja síðan er aðgengileg og einföld í notkun og hefur upplýsingamiðlun verið bætt til muna.
    Nýja heimasíðan mun innihalda skilvirka leitarvél, notendavænna viðmót, smellir við upplýsingaleit ættu að verða mun færri og mikilvægar upplýsingar verða aðgengilegar við fyrstu snertingu. Áfram verður unnið að því að innleiða stafrænar lausnir sem gerir notendum kleift að til dæmis reikna sérstakar húsaleigubætur og sjá hvenær næsta sorptunnulosun á sér stað með því að slá inn heimilisfang svo dæmi séu nefnd.
    Það verður mikið ánægjuefni þegar heimasíðan fer í loft. Byggðarráð bindur vonir við að hún muni hafa afgerandi jákvæð áhrif á upplýsingamiðlun Borgarbyggðar og notendaupplifun íbúa og gesta.
  • 23.2 2308145 Markaðsmál 2023
    Byggðarráð Borgarbyggðar - 643 Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram og leggja fram samningsdrög á grundvelli tilboðsins.

    Samþykkt samhljóða.

    María Neves samskiptastjóri fór af fundi að afloknum þessum lið.
  • Byggðarráð Borgarbyggðar - 643 Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboði Sólar ehf. um ræstingar á stofnunum Borgarbyggðar með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar. Þá samþykkir byggðarráð framlögð drög að þjónustusamningi við Sólar ehf. um ræstingar á stofnunum Borgarbyggðar og felur sveitarstjóra að fullvinna og undirrita með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar. Að mati byggðarráðs gefur tilboð Sólar ehf. ekki tilefni til breytinga á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Borgarbyggðar - 643 Framlagt.
  • Byggðarráð Borgarbyggðar - 643 Framlagt.
  • Byggðarráð Borgarbyggðar - 643 Fundargerð framlögð.
  • Byggðarráð Borgarbyggðar - 643 Framlagt.

24.Byggðarráð Borgarbyggðar - 644

2309001F

Fundargerð framlögð

Til máls tóku:

SG um lið 5
DS um lið 5
SG um lið 5
GLE um lið 5
  • Byggðarráð Borgarbyggðar - 644 Lögð fram tillaga að viðauka V við fjárhagsáætlun 2023. Í tillögunni er gert ráð auknum kostnaði við flutning á gögnum í Safnahús, kostnað vegna niðurstöðu dómsmáls og lögfræðikostnað vegna þess og aukinn kostnað vegna nýbúakennslu í grunnskólum. Þá er einnig gert ráð fyrir auknum kostnaði við aukningu stöðugilda í íþróttamiðstöð, ýmsa ráðgjöf m.a. í barnaverndarmálum og kostnað vegna kynnisferðar.
    Á móti koma auknar tekjur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og einnig er gert ráð fyrir lægri launakostnaði í leikskóla.
    Á framkvæmdaáætlun er bætt við kaupum á tankbifreið fyrir slökkvilið en á móti kemur lækkun á framkvæmdakostnaði við slökkvistöð.
    Heildaráhrif viðaukans eru lækkun á handbæru fé fyrir 25,7 m.kr.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Borgarbyggðar - 644 Vinna við fjárhagsáætlun 2024 hófst síðsumars og stendur nú yfir. Forstöðumenn stofnana vinna nú tillögu að ramma fyrir sínar stofnanir í samstarfi við fjármála- og stjórnsýslusvið. Skipulags- og umhverfissvið vinnur að nú að tillögu um fjárfestingar og viðhald í samræmi við útistandandi leiðsögn sveitarstjórnar. Í október eru áætlaðir vinnufundir sveitarstjórnar um rekstur og fjárfestingar til næstu ára. Áætlað er að tillaga að fjárhagsáætlun verði lögð fram til fyrri umræðu þann 9. nóvember og til seinni umræðu 14. desember.

    Eiríkur Ólafsson fór af fundi að afloknum þessum lið.
  • Byggðarráð Borgarbyggðar - 644 Lagt fram og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Borgarbyggðar - 644 Byggðarráð þakkar slökkviliðsstjóra fyrir gott samtal. Heiðar Örn tók við starfi slökkviliðsstjóra þann 1. apríl sl. og fór hann yfir fyrstu mánuði í starfi og áherslur í rekstri og fjárfestingum í komandi áætlanagerð. Slökkviliðsstjóri lýsti breyttum áherslum svo sem í boðun slökkviliðsmanna á vettvang og æfingar til að halda aftur af kostnaðarþróun á móti auknu álagi. Slökkvilið Borgarbyggðar er afar vel mannað af vel menntuðu slökkviliðsfólki. Fram kom hjá slökkviliðsstjóra að þörf er á aukinni mönnun til að sinna eldvarnareftirliti.
    Það sem af er þessu ári eru útköll slökkviliðsins samtals 48 sem er u.þ.b. tvöföldun frá því árin þar á undan. Verulegur hluti útkalla er vegna slysa á þjóðvegum á starfssvæði slökkviliðsins.
    Að mati byggðarráðs Borgarbyggðar er full ástæða til að sveitarfélögin eigi samtal við ríkisvaldið um að brunavarnir, eldvarnareftirlit og viðbragð á þjóðvegum sé hluti af almannavörnum landsins. Byggðarráð vill vekja sérstaka athygli á því að viðbragð vegna eldgosa er í auknum mæli til að verjast útbreiðslu gróðurelda. Baráttu við gróðurelda þekkir slökkviliðsfólk úr Borgarbyggð mjög vel. Byggðarráð Borgarbyggðar hvetur til þess að almannavarnir í samstarfi við sveitarfélög standi að uppbyggingu á nauðsynlegum búnaði til að verjast gróðureldum.
  • Byggðarráð Borgarbyggðar - 644 Gott samtal fór fram við stjórnarmenn í Fornbílafjelagi Borgarfjarðar. Það kom fram vilji frá þeim þess efnis að stefnt yrði sem fyrst að uppgjöri á milli aðila um bætur frá sveitarfélaginu til Fornbílafjelagsins vegna lokunar aðstöðu þeirra í Brákarey árið 2021. Byggðarráð felur sveitarstjóra að halda áfram viðræðum við stjórn félagsins.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Borgarbyggðar - 644 Byggðarráð samþykkir framlögð drög og felur sveitarstjóra að undirrita með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.

    Samþykkt samhljóða.

    Lilja Björg Ágústsdóttir fór af fundi að afloknum þessum lið.
  • Byggðarráð Borgarbyggðar - 644 Byggðarráð samþykkir framlögð drög og felur sveitarstjóra að fullvinna og koma á framfæri.

    Samþykkt samhljóða.

    Davíð Sigurðsson fór af fundi að afloknum þessum lið.
  • Byggðarráð Borgarbyggðar - 644 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð Borgarbyggðar - 644 Framlögð umsókn Stígamóta um styrk til rekstrar fyrir árið 2024. Stígamót veita mikilvæga þjónustu fyrir landsmenn alla, þar á meðal íbúa Borgarbyggaðr. Byggðarráð leggur til að veittur verði 100.000 kr. styrkur, sem er í samræmi við styrk yfirstandandi árs, til Stígamóta og vísar afgreiðslu til fjárhagsáætlunar.

    Samþykkt samhljóða.
  • 24.10 2309025 Haustþing SSV 2023
    Byggðarráð Borgarbyggðar - 644 Fundarboð framlagt og er aðalfulltrúum Borgarbyggðar á aðalfund SSV 2022-2026 falið að mæta á þingið fyrir hönd sveitarfélagsins en þeir eru Bjarney L. Bjarnadóttir, Brynja Þorsteinsdóttir, Eva Margrét Jónudóttir og Sigrún Ólafsdóttir.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Borgarbyggðar - 644 Fundarboð framlagt og felur byggðarráð Eiríki Ólafssyni fjármálastjóra að mæta á fundinn fyrir hönd Borgarbyggðar.

    Samþykkt samhljóða.

25.Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 139

2308014F

Fundargerð framlögð
  • 25.2 2306047 Janus heilsuefling
    Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 139 Það er samhljóma álit að fjölþætt heilsuefling 60 í Borgarbyggð sé mikilvægt verkefni til að auka þjónustu við þann hóp. Samþykkt er að gengið verði til samninga. Málið verður tekið til kynningar á næsta fundi Velferðarnefndar þegar frekari útfærsla liggur fyrir hvenær verkefnið hefst.

  • Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 139 Rætt um verklagsreglur innan félagsþjónustu Borgarbyggðar er kemur að þjónustu við notendur í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar.

  • Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 139 Velferðarnefnd leggur áherslu á að gagnaöflun fyrir GEV verði kláruð sem allra fyrst. Félagsmálastjóri fylgir því eftir. Velferðarnefnd verður jafnframt upplýst þegar niðurstöður frá GEV liggja fyrir.
  • Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 139 Velferðarnefnd leggur til að félagsmálastjóri vinni áfram að kostnaðargreiningu tengt verkefninu.
    Málinu er frestað fram að næsta fundi.
  • Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 139 Velferðarnefnd leggur til að gengið verði til samninga sem allra fyrst en jafnframt er mikilvægt að fara að huga að frekari útfærslu á barnaverndarþjónustu á Vesturlandi.

26.Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 140

2309008F

Fundargerð framlögð

Til máls tóku:
TH um lið 3
GLE um lið 3
  • Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 140 Velferðarnefnd gerir ekki athugasemd við samninginn og er erindi vísað til staðfestingar hjá sveitastjórn.
  • 26.2 2306047 Janus heilsuefling
    Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 140 Áætlun er snýr að undirbúning verkefnisins liggur að mestu fyrir. Ef áætlun gengur eftir þá má gera ráð fyrir að verkefnið hefjist strax eftir áramót.
  • Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 140 Velferðarnefnd leggur ríka áherslu á að við móttöku flóttafólks verði horft til þess að sveitarfélagið geti sinnt lögbundinni þjónustu og gætt verði að jafnvægi á innviðum Borgarbyggðar.

27.Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 56

2308023F

Fundargerð framlögð

Til máls tóku:
SG um lið 4 og 12
GLE um lið 4
DS um lið 4 og 12
  • Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 56 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða lýsingu til auglýsingar fyrir Hótel Hamar og breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð hótelsins skv. 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 56 Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsdeild að vinna málið áfram með skipulagshönnuði í samráði við Vegagerðina og leggja fyrir að nýju á næsta fundi nefndarinnar.
  • Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 56 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar sem felst í hækkun á nýtingarhlutfalli innan svæðis fyrir þjónustustofnanir Þ4, vegna stækkunar á leikskólanum Uglukletti. Breytingin er gerð samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Niðurstaðan skal auglýst og send Skipulagsstofnun til staðfestingar.
  • Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 56 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi til auglýsingar að teknu tilliti til athugasemda nefndarinnar. Aðalskipulagsbreyting er gerð samhliða. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 56 Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi til auglýsingar. Lagður var fram uppdráttur dags. 16.08.2023. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsdeild að gera nýja lóðaleigusamninga við lóðarhafa í samræmi við uppfærðar lóðastærðir.
  • Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 56 Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi til auglýsingar. Lagður var fram uppdráttur dags.30.08.2023. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 56 Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi til auglýsingar. Lagður var fram uppdráttur dags. 25.05.2023. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Skipulags- og byggingarnefnd fer þess á leit við landeiganda að ekki verði gerðar frekari breytingar á deiliskipulagi fyrir Niðurskóga í landi Húsafells III, heldur verði deiliskipulagið endurskoðað í heild.
  • Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 56 Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, hafnar framlagðri tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin samræmist ekki deiliskipulagi svæðisins, núverandi byggð né þeim breytingum sem gerðar hafa verið á deiliskipulaginu.
  • 27.9 2308004 Ásbrún - Lóðir
    Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 56 Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsdeild að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á íbúðarsvæði Ásbrún í Bæjarsveit í Borgarbyggð.
  • Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 56 Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar nýja skiptinu milli lóðanna Engjaás 2-8 og Sólbakki 17 enda liggja fyrir samþykki lóðarhafa fyrir nýjum merkjum. Sólbakki 17 verður 41109fm að stærð og Engjaás 2-8 87469fm eftir skiptin. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsdeild að gera nýja lóðaleigusamninga við lóðarhafa í samræmi við uppfærðar lóðastærðir.
  • Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 56 Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið en kallar eftir frekari gögnum um málið.
  • Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 56 Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 56 Fundagerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa nr. 17 þann 2. ágúst lögð fram.
  • Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 56 Fundagerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa nr. 18 þann 18. ágúst lögð fram.
  • Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 56 Fundagerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 215 þann 3. ágúst lögð fram.

28.Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 52

2308025F

Fundargerð framlögð
  • Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 52 Starfsmanni er falið að vinna áfram að endurskoðun og samræmingu.
  • Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 52 Um langa hríð hefur vegurinn að Valbjarnavöllum verið í óásættanlegu ástandi. Nú er svo komið að þjónustuaðli sorphirðu í sveitarfélaginu neitar að fara veginn vegna ástand vegar.
    Umhverfis- og landbúnaðarnefnd skorar á Vegagerðina að tryggja ástand vegarins sé með þeim hætti að eðlileg þjónusta við lögbýlið og sumarhúsahverfið geti farið fram. Mikilvægt er að vegurinn sé með þeim hætti að t.d. slökkvilið geti farið um veginn.
  • Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 52 Forvinna á fjárhagsáætlun hafin.
  • Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 52 Til fundarins mættu fimm refa- og minkaveiðimenn. Farið var yfirstöðu mála frá því í vor.

29.Fjallskilanefnd Hítardalsréttar - 37

2308020F

Fundargerð framlögð
  • Fjallskilanefnd Hítardalsréttar - 37 Álagning fjallskila á fjáreigendur sem eru 13. Tala sauðfjár til fjallskila er 2596 samkvæmt haustskýrslum 2022-2023 uppgefið frá Borgarbyggð, fjölgun 101 fjár. Fjallskilagjald á kind ákveðið 850 kr. Heildarálagning 2.206.600 kr.
    Dagsverkið metið á 10.000 kr
    Dagsetningar leita og rétta hafa verið færðar fram um viku frá ákvæðum fjallskilareglugerðar.
    Leitarstjóri í öllum afréttarleitum verður Gísli Guðjónsson. Jakob A. Eyjólfsson stjórnar leitum á Svarfhólsmúla
    Réttarstjóri í öllum réttum verður Sigurjón Helgason
    Bókun fundar Fundargerð framlögð
  • Fjallskilanefnd Hítardalsréttar - 37 Rætt um almennt viðhald á girðingum inn í fjalli og viðhald á réttinni.

30.Fjallskilanefnd Rauðsgilsréttar - 28

2308021F

Fundargerð framlögð
  • 30.1 2308182 Álagning fjallskila 2023
    Fjallskilanefnd Rauðsgilsréttar - 28 Hækkun á dagsverki úr 14.000.- í 17.000.-
    Hækkun á fjárgjöldum úr 550.- í 700.-
  • 30.2 2308183 Önnur mál fjallskilanefndar Rauðsgilsréttar
    Fjallskilanefnd Rauðsgilsréttar - 28 Ármann Bjarnason fer af sem fjallkóngur í Fljótsdragaleit og Gunnar Bjarnason tekur við.
    Hægindi tekur ein við fyrirstöðu í Lambatungum.
    Leitarmenn geta óskað eftir að nota fjórhjól í leitum í samráði við leitarstjóra.
    Nefndi ræddi hversu bagalegt það væri að Hvítsíðungar væru búnir að fella niður sína þriðju leit, sem veldur því að engin smala á móti okkur, þeirra afrétt í seinnileit Arnvatnsheiðar.

31.Fjallskilanefnd Kaldárbakka - og Mýrdalsréttar - 31

2308018F

Fundargerð framlögð
  • 31.1 2308157 Fjallskil 2023
    Fjallskilanefnd Kaldárbakka - og Mýrdalsréttar - 31 Dagsverkin er 71 og eru 81 kindur í dagsverkinu.
    Fjallskilagjald pr. kind er kr 246.-
    Heildarfjöldi 5770 kindur.
    Ákveðið var að dagsverkið væri metið á kr 20.000.-
  • Fjallskilanefnd Kaldárbakka - og Mýrdalsréttar - 31 Fjallskilanefnd Kolbeinsstaðahrepps hefur ákveðið að flýta fyrstu Mýrdalsrétt og verður hún sunnudaginn 17 september og hefst kl 16.00

32.Fjallskilanefnd Oddsstaðaréttar - 49

2308013F

Fundargerð framlögð
  • Fjallskilanefnd Oddsstaðaréttar - 49 Álagning á kind fer úr 600 kr. í 610 kr.
    Álagningarhlutfall á fasteingamat hækkar úr 1,22% í 1,25%
    Álögð fjallskil samtals: 3.375.203 kr.
    Innheimt í peningum: 1.431.003 kr.
    Dagsverkamat í leitum helst óbreytt.
    Gengið frá fjallskilaseðli.
  • Fjallskilanefnd Oddsstaðaréttar - 49 Fjallskilanefnd telur ekkert því til fyrirstöðu enda séu slík hjól nýtt í smalamennsku á öðrum afréttum.

33.Fjallskilanefnd Brekku - og Svignaskarðsréttar - 53

2308011F

Fundargerð framlögð
  • 33.1 2308034 Fjallskil 2023
    Fjallskilanefnd Brekku - og Svignaskarðsréttar - 53 Lagt var á 1380 vetrarfóðraðar kindur samkvæmt hausttölum.
    Dagsverk er metið á kr. 15.000.
    Kostnaður pr kind kr. 850,-.
    Kostnaður vegna matar er kr. 12.000.

    Fjallskilum jafnað niður og þau yfirfarin. Þau samþykkt og send til Borgarbyggðar til fjölritunar og dreifingar.

34.Fjallskilanefnd Grímsstaðaréttar - 37

2308010F

Fundargerð framlögð

Til máls tók DS
  • 34.1 2308025 Fjallskil 2023
    Fjallskilanefnd Grímsstaðaréttar - 37 Lagt var á 1233 vetrarfóðraðar kindur og var fækkun um 68 kindur milli ára.
    Hver kind er metin á 850 kr.
    Dagsverkið er metið á 10.000 kr.
    Kostnaður vegna matar er 10.000 kr.

    Fjallskilum jafnað niður og þau yfirfarin. Þau samþykkt og send til Borgarbyggðar til fjölritunar og dreifingar.

Fundi slitið - kl. 17:11.