Fara í efni

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd

1. fundur 06. júní 2019 kl. 13:00 - 16:04 í stóra fundarsal í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Margrét Vagnsdóttir formaður
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir varaformaður
  • Davíð Sigurðsson aðalmaður
  • Sigurjón Helgason aðalmaður
  • Sigrún Ólafsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ragnar Frank Kristjánsson
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá
Margrét Vagnsdóttir formaður nefndarinnar bauð nefndarmenn velkomna til þessa fyrsta fundar nefndarinnar. Allir nefndarmenn kynntu sig.
Formaður lagði til að fastir fundartímar verði 3. fimmtudag hvers mánaðar kl. 13, með undantekningu í ágúst.
Tillagan samþykkt.

1.Erindisbréf fastanefnda 2019

1903166

Sveitarstjóri mætti til fundar og fór yfir og kynnti erindisbréf nefndarinnar.

2.Erindi frá MAST vegna afréttarmála

1905170

Lagt fram bréf MAST og héraðsdýralæknis, dags. 17. maí 2019, vegna sauðfjárhalds og afréttarmála.
Byggðarráð samþykkti að vísa erindinu til umhverfis- og landbúnaðarnefndar og fjallskilanefndar.
Bréfið lagt fram til kynningar.

3.Sorpgámar í Lundarreykjadal

1905187

Framlögð ályktun Búnaðarfélags Lunddæla um sorpgáma í Lundarreykjadal. Samþykkt að óska eftir minnisblaði frá verkefnisstjóra umhverfissviðs um sorphirðu í gámum í sveitarfélaginu og felur verkefnisstjóra að svara erindi Búnaðarfélags Lundareykjardals.

4.Aukning urðunar í Fíflholtum - beiðni um umsögn.

1905008

Lögð fram beiðni um umsögn um tillögu að matsáætlun vegna áforma um að auka urðun á urðunarstað Sorpurðunar Vesturlands í Fíflholtum.
Stefán Gíslason frá UMÍS kom til fundar og fór yfir fyrirhugaða matsáætlun og stöðuna í Fíflholtum.

Umhverfis - og landbúnaðarnefnd bókar eftirfarandi:

"Umhverfis - og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd við framlagða tillögu að matsáætlun vegna aukningar á urðun í landi Fíflholta á þessu stigi máls."

Samþykkt samhljóða.

Afgreiðslu umhverfis - og landbúnaðarnefndar er vísað til sveitarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.

Umhverfis - og landbúnaðarnefnd leggur áherslu á að áfram verði unnið að málinu og sérfræðingur verði kallaður til, nefndinni til aðstoðar og felur verkefnisstjóra að undirbúa það.
Nefndin leggur áherslu á að fundin verði leið til að safna lífrænum úrgangi til að minnka umfang þess úrgangs sem sendur er til urðunar. Nefndin óskar eftir því að samráð verði haft við nágrannasveitarfélög.

5.Refa-og minkaveiði - kvóti og taxtar 2019

1901118

Framlagt minnisblað verkefnisstjóra umhverfissviðs um veiðar á ref. Nefndin samþykkir að aukið fjármagn til málaflokksins verði nýttur til grenjavinnslu. Verkefnisstjóra falið að annast skiptingu fjármagnsins milli svæða.
Umhverfis - og landbúnaðarnefnd beinir þeim tilmælum til landeigenda að heimila ekki útburð á æti án samráðs við grenjaskyttur.
Sigurjón Hegason vék af fundi við afgreiðslu máls nr. 1905158

6.Fyrirhuguð endurheimt Hítarár - beiðni um umsögn

1905158

Lögð fram matsskyldufyrirspurn frá Skipulagsstofnun, dags 13. maí sl. vegna fyrirhugaðrar endurheimtar Hítarár í kjölfar hamfarahlaups sl. sumar sem stíflaði ána. Sveitarfélaginu ber að gefa umsögn um hvort fyrirhuguð framkvæmd skuli fara í umhverfismat. Samþykkt hefur verið að framlengja frest til að gera umögn um erindið, fram yfir fund sveitarstjórnar í júní.
Byggðarráð samþykkti að fela umhverfis- og landbúnaðarnefnd að fjalla um erindið.
Umhverfis - og skipulagsnefnd ræddi erindið ítarlega og frá mörgum hliðum. Ekki náðist sameiginleg niðurstaða um það hvort framkvæmdin þurfi að fara í mat á umhverfisáhrifum.

Fundi slitið - kl. 16:04.