Fara í efni

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd

2. fundur 25. júlí 2019 kl. 13:00 - 15:23 í stóra fundarsal í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Margrét Vagnsdóttir formaður
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir varaformaður
  • Davíð Sigurðsson aðalmaður
  • Sigurjón Helgason aðalmaður
  • Sigrún Ólafsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hrafnhildur Tryggvadóttir
  • Ragnar Frank Kristjánsson
Fundargerð ritaði: Hrafnhildur Tryggvadóttir Verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Umhverfisviðurkenningar 2019

1907029

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur til að auglýst verði eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga í flokkunum: snyrtilegasta bændabýlið, snyrtilegasta lóð við íbúðarhús, snyrtilegasta lóð við atvinnuhúsnæði auk sérstakrar viðurkenningar nefndarinnar vegna umhverfismála. Frestur til að tilnefna verði til 25. ágúst.

2.Hundasamþykkt- endurskoðun 2019

1902187

Lögð fram drög að endurskoðaðri samþykkt um hundahald í Borgarbyggð.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur til að unnið verði áfram að drögum að endurskoðun á hundasamþykkt í samræmi við umræður á fundinum. Þá verði drögin send Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, Lögreglunni á Vesturlandi auk Héraðsdýralæknis Matvælastofnunar með ósk um umsögn.

3.Hunda- og kattahreinsun, fyrirkomulag

1907177

Umhverfis ? og landbúnaðarnefnd leggur til að fyrirkomulag ormahreinsunar fyrir gæludýr verði óbreytt.

4.Söfnun lífræns úrgangs

1804032

Lögð fram minnisblöð frá árinu 2018 varðandi söfnun á lífrænum úrgangi, valkostum og breytingum í kostnaði sem felst í að auka flokkun á heimilum í þéttbýli í sveitarfélaginu.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur til að kannaður verði kostnaður við að fjölga hirðingardögum grænu tunnunnar í öllu sveitarfélaginu og fækka hirðingardögum grátunnu í þéttbýli til samræmis við sorphirðudagatal í dreifbýli. Umhverfis - og landbúnaðarnefnd mun óska eftir nýjum gögnum frá verktaka er varðar kostnað við söfnun og meðhöndlun lífræns úrgangs. Nefndin óskar eftir því að sveitarfélagið sendi formlegt erindi til Sorpurðunar Vesturlands, þar sem lýst er yfir áhuga sveitarfélagsins á að meðhöndlun lífræns úrgangs fari fram í sveitarfélaginu.

5.Gámavellir í dreifbýli

1907178

Minnnisblað verkefnastjóra um gámavelli í sveitarfélaginu lagt fram.
Lagt fram.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur áherslu á að aðstaða við gámavöllinn á Grímsstöðum í Reykholtsdal verði bætt; lagfæra þarf planið, bæta merkingar og fjölga úrgangsflokkum ef mögulegt er. Sviðsstjóra falið að vinna að málinu.

6.Framtíðarsvæði fyrir gámastöð

1810134

Lagðar fram til kynningar hugmyndir að framtíðaruppbyggingu móttökustöðvar fyrir úrgang í Borgarnesi.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd mun óska eftir viðræðum við Íslenska Gámafélagið um framtíðarsvæði fyrir móttökustöð úrgangs í Borgarnesi, í framhaldi af erindi félagsins til Borgarbyggðar dags. 23. október 2018.

7.Umgengni utanhúss í Borgarbyggð

1907179

Umhverfis ? og landbúnaðarnefnd telur æskilegt að leita leiða til að bæta umgengni á lóðum í Borgarbyggð. Einn valkostur er að setja samþykkt um umgengni utanhúss sem byggir á lögum og reglugerðum um meðhöndlun úrgangs og um hollustuhætti. Verkefnastjóra falið að kanna hvernig önnur sveitarfélög fara með slík mál og ræða við fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Vesturlands um mögulegar leiðir.

8.Endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022

1809125

Lagt fram minnisblað formanns vinnuhóps um endurskoðun aðalskipulags sem lagt var fram í apríl 2018. Nefndin leggur til að Umhverfis- og landbúnaðarnefnd og Skipulags- og byggingarnefnd vinni jafnt og þétt að endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar með umhverfis-og skipulagssviði.

9.Stefna í úrgangsmálum - drög til umsagnar

1907149

Drög að stefnu umhverfis- og auðlindaráðherra í úrgangsmálum lögð fram.

10.Deiliskipulag Borgarvogur- lýsing

1904170

Lýsing á deiliskipulagstillögu fyrir Borgarvog ásamt umsögnum lögð fram.

11.Deiliskipulag fyrir Dílatanga- lýsing

1904169

Lýsing á deiliskipulagstillögu fyrir Dílatanga ásamt umsögnum lögð fram.

Fundi slitið - kl. 15:23.