Fara í efni

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd

3. fundur 29. ágúst 2019 kl. 13:00 - 15:40 í stóra fundarsal í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Margrét Vagnsdóttir formaður
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir varaformaður
  • Davíð Sigurðsson aðalmaður
  • Sigurjón Helgason aðalmaður
  • Sigrún Ólafsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnisstjóri
  • Ragnar Frank Kristjánsson forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
Fundargerð ritaði: Hrafnhildur Tryggvadóttir Verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022

1809125

Farið yfir vinnu við endurskoðun aðalskipulags.
Stefán Gíslason framkvæmdastjóri UMÍS Environice ehf. kynnti frumniðurstöður útreikninga á kolefnislosun frá landnotkun í Borgarbyggð.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd þakkar góða vinnu og hlakkar til að sjá skýrslu um útreikningana.

2.Erindi vegna lausagöngu sauðfjár í heimalöndum

1907176

Erindi vísað til nefndarinnar frá 495. fundi byggðaráðs, þann 25. júlí 2019.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd telur mikilvægt að afréttargirðingar og veggirðingar séu fjárheldar til að draga úr hættu vegna lausagöngu búfjár.
Nefndin óskar eftir að fjallskilanefndir geri úttekt á stöðu afréttargirðinga og meti ástand þeirra. Þá leggur nefndin til að sveitarstjórn þrýsti á Vegagerðina að sinna viðhaldi og nýgirðingu veggirðinga.

3.Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vegslóða á Arnarvatnsheiði

1907209

Erindi vísað til nefndarinnar af 496. fundi byggðaráðs 8. 8. 2019.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd vekur athygli á að áætlaður vegslóði liggur að hluta til um gróið svæði sem er á Náttúruminjaskrá og er undir hverfisvernd Aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022.

Minnt er á að skv. 37. gr. Náttúruverndarlaga nr. 60/2013, skal leita umsagnar Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og náttúruverndarnefndar áður en framkvæmdaleyfi er veitt, nema fyrir liggi staðfest aðalskipulag og samþykkt deiliskipulag þar sem umsagnir skv. 1.og 2. mgr. 68.gr. laganna liggja fyrir.

Nefndin telur eðlilegt að skoðaðir verði aðrir valkostir sem ekki raska gróðri á sama hátt og getur ekki mælt með að gefið verði út framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni að svo stöddu. Hugsanlega væri æskilegt að unnin yrði skipulagstillaga fyrir svæðið í heild sinni.

4.Fyrirkomulag snjómoksturs

1908004

Erindi vísað til nefndarinnar af 496. fundi byggðaráðs dags. 8.8. 2019.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur til að fyrirkomulagi snjómoksturs í dreifbýli verði haldið óbreytt, en að snjómokstursfulltrúum verði fjölgað um einn í Borgarhreppi/Norðurárdal. Óskað er eftir því að snjómokstursfulltrúar taki saman upplýsingar um skipulag og verktaka á hverju svæði og komi til nefndarinnar.

Nefndin mun óska eftir fundi með svæðisstjóra Vegagerðarinnar um vetrarþjónustu.

5.Fyrirhuguð skógrækt á Þverfelli - Umsókn um framkvæmdaleyfi

1907189

Fjallað er um skógrækt og uppgræðslu lands í Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Umhverfis- og landbúnaðarnefnd bendir á að ræktun erlendra plöntutegunda er óheimil yfir 300 m.h.y.s nema með leyfi sveitarstjórnar og að leggja skuli fram ræktunaráætlun til sveitarstjórnar og nytjaskógrækt er háð leyfi hennar.

Í umsókninni er gert ráð fyrir að svæðið verði afgirt með girðingu yfir vegslóða sem takmarkar aðgengi almennings að Reyðarvatni og lokar fyrir leið bænda með fé á og af afrétti. Nefndin leggur til að framkvæmdaleyfi verði ekki veitt miðað við þær forsendur sem fram koma í umsókninni.

6.Miðhálendisþjóðgarður, fundur í ágúst

1907016

Lagt fram til kynningar, úrdráttur úr umsögnum sveitarfélaga um stofnun miðhálendisþjóðgarðs og minnispunktar frá kynningarfundi um stofnun miðhálendisþjóðgarðs sem haldinn var í Logalandi 12. ágúst.

7.Tilnefningar til umhverfisverðlauna 2019

1908123

Innsendar tilnefningar til umhverfisviðurkenninga lagðar fram.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd þakkar innsendar tilnefningar vegna umhverfisviðurkenninga. Tilnefningar bárust í alla flokka. Dómnefnd mun fara yfir tilnefningar og viðurkenningar verða veittar Nefndin fór yfir innsendar tilnefningar og mun í framhaldinu fara í vettvangskönnun. Stefnt er að því að veita viðurkenningar á næsta fundi nefndarinnar sem haldinn verður 19. september.

8.Gjaldskrá fyrir hunda og kattahald 2020

1908389

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur til að hjálparhundar og hundar sem notaðir eru til björgunarstarfa verði undanþegnir leyfisgjaldi. Þessir hundar eru eftir sem áður skráningarskyldir og skulu uppfylla skilyrði samþykktar sveitarfélagsins um leyfi til hundahalds.

9.Söfnun lífræns úrgangs

1804032

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd hvetur stjórn Sorpurðunar Vesturlands til að hefja undirbúning að móttöku lífræns úrgangs í Fíflholtum.

10.Ákvörðun um matsáætlun - Fíflholt

1908102

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:40.