Fara í efni

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd

5. fundur 19. september 2019 kl. 13:00 - 15:14 í stóra fundarsal í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Margrét Vagnsdóttir formaður
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir varaformaður
  • Davíð Sigurðsson aðalmaður
  • Sigurjón Helgason aðalmaður
  • Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Hrafnhildur Tryggvadóttir Verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Afhending umhverfisviðurkenninga 2019

1909101

Umhverfisviðurkenningar 2019 afhentar í fjórum flokkum.
Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar 2019 voru afhentar í sal Ráðhússins. Sveitarstjóri og formaður Umhverfis- og landbúnaðarnefndar afhentu viðurkenningarnar og fóru yfir niðurstöðu dómnefndar. Þeir sem hlutu umhverfisviðurkenningar árið 2019 voru eftirtaldir:
Snyrtilegasta bændabýlið: Norður-Reykir í Hálsasveit, ábúendur Bjartmar Hannesson og Kolbrún Sveinsdóttir.
Snyrtilegasta lóð við íbúðarhús: Arnarklettur 19 í Borgarnesi, Bjarney Ingadóttir og Sigurður Daníelsson
Snyrtilegasta lóð við atvinnuhúsnæði: HP- Pípulagnir ehf., Brákarbraut 18-20
Sérstök verðlaun Umhverfis- og landbúnaðarnefndar vegna umhverfismála:
Sturlaugur Arnar Kristinsson
Hann sinnir starfi sínu af einstakri alúð, hann er hjálplegur og hefur skilning á mismunandi aðstæðum þegar hann kemur og sækir úrgang. Hann á stóran þátt í því að bændum og ábúendum gengur betur að flokka sinn úrgang og koma honum í réttan farveg.

2.Hreinsunarátak í dreifbýli, haust

1909042

Rætt um dagsetningar og fyrirkomulag hreinsunarátaks í dreifbýli, haustið 2019.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd samþykkir að hreinsunarátak í dreifbýli haustið 2019 verði sem hér segir:
1.- 8. október: Bæjarsveit, Brautartunga, Bjarnastaðir og Lundar
11.- 18. október: Lyngbrekka, Lindartunga, Eyrin við Bjarnardalsá, Högnastaðir, Hvanneyri (Bút-hús)
Af gefnu tilefni er það áréttað að ekki er gert ráð fyrir að úr sér gengin ökutæki séu sett í málmgáma sem þessa. Ítrekað er mikilvægi þess að raða vel í gámana og að hafa samband við verktaka þegar gámar eru við það að fyllast.
Hreinsunarátakið verður kynnt með dreifibréfi til íbúa í dreifbýli Borgarbyggðar.

3.Söfnun lífræns úrgangs

1804032

Lagt fram kostnaðarmat Íslenska Gámafélagsins vegna hugmynda um breytingar á sorphirðu.
Sorpurðun Vesturlands boðar fulltrúa sveitarfélaga á Vesturlandi á kynningarfund um lífrænan úrgang 23. september. Sveitarstjóri, formaður Umhverfis- og landbúnaðarnefndar og verkefnastjóri munu sitja þann fund f.h. Borgarbyggðar.
Óskað verður eftir frekari gögnum um kostnað við hirðingu á lífrænum úrgangi í dreifbýli og fækkun hirðingardaga á gráu tunnunni í 12 á ári.

4.Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla

1611306

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur Umhverfis- og skipulagssviði að kanna afdrif hleðslustöðvar sem sveitarfélagið fékk að gjöf fyrir nokkru og hvert ástand hennar er. Þá er óskað eftir samanburði á rekstrarkostnaði við leigu á rafmagnsbíl og hefðbundnum bíl sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti.

5.Fyrirkomulag snjómoksturs

1908004

Lögð fram gögn frá snjómokstursfulltrúum þar sem fram kemur hvernig skipulagi er háttað hjá hverjum og einum ásamt lista yfir verktaka
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur til að skipting svæða sem snjómokstursfulltrúar sinna, verði endurskoðuð. Þannig sinni einn snjómokstursfulltrúi Þverárhlíð og Stafholtstungum austan Norðurár, en annar sinni Borgarhreppi, Norðurárdal og Stafholtstungum vestan Norðurár. Nefndin leggur þar með til að snjómokstursfulltrúum verði þar með fjölgað um einn.
Embla Guðmundsdóttir hefur óskað eftir leyfi frá störfum snjómokstursfulltrúa veturinn 2019-2020. Jón Pétursson leysir hana af þennan tíma.

6.Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2020

1906109

Lögð fram gögn vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2020.
Framlagt til kynningar.

7.Umsögn um drög að stefnu í úrgangsmálum

1908341

Framlögð til kynningar umsögn Samband íslenskra sveitarfélaga um drög að stefnu umhverfisráðherra í úrgangsmálum dags. 23. ágúst 2019 ásamt bréfi þar að lútandi til sveitarfélaga landsins.
Framlagt til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:14.