Fara í efni

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd

7. fundur 21. nóvember 2019 kl. 13:00 - 16:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Margrét Vagnsdóttir formaður
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir varaformaður
  • Davíð Sigurðsson aðalmaður
  • Sigurjón Helgason aðalmaður
  • Sigrún Ólafsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ragnar Frank Kristjánsson forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
  • Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Hrafnhildur Tryggvadóttir Verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Fyrirkomulag snjómoksturs

1908004

Vísað til umfjöllunar Umhverfis- og landbúnaðarnefndar af 189. fundi sveitarstjórnar 10. október 2019. Pálmi Sævarsson svæðisstjóri vestursvæðis Vegagerðarinnar kemur til fundarins.
Fjallað var um fyrirkomulag snjómoksturs í sveitarfélaginu og sérstaklega um Heydalsveg.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur áherslu á mikilvægi þess að Vegagerðin sinni snjómokstri á þann hátt sem fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Mikilvægt sé að skoða tengsl milli svæða og skoða valkosti þess að breyta fyrikomulagi moksturs.

2.Fuglatalning á Borgarvogi

1905022

Róbert A. Stefánsson kynnir skýrslu Náttúrustofu Vesturlands um fuglatalningar í Borgarvogi, sem unnin var í tengslum við lýsingu á deiliskipulagi.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd þakkar kynningu á skýrslunni.

3.Förgun dýraleifa

1709085

Fjallað um mögulegt fyrirkomulag á söfnun og förgun dýraleifa.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur til að ráðist verði í tilraunaverkefni á árinu 2020 sem felst í söfnun dýraleifa. Nefndin vísar málinu til byggðaráðs til frekari umfjöllunar.
Nefndin felur sviðsstjóra Umhverfis- og skipulagssviðs að meta mögulegar útfærslur á verkefninu.
Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir vék af fundi kl. 14:40.

4.Söfnun lífræns úrgangs

1804032

Rætt um næstu skref og innleiðingu á söfnun lífræns úrgangs.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur til að unnið verði að kynningarefni í samvinnu við Atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd Borgarbyggðar og starfsmann hennar.

5.Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla

1611306

Fjallað um möguleika á að leigja rafbíla og setja upp hleðslustöð við Ráðhúsið.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur til að skipt verði út einum bíl fyrir rafbíl til reynslu í eitt ár og að hleðslustöðin sem sveitarfélagið fékk að gjöf verði sett upp við Ráðhúsið. Nefndin vísar málinu til byggðaráðs.

6.Gjaldskrár UL- nefndar 2020

1911091

Fjallað um gjaldskrár þeirra málaflokka sem heyra undir nefndina.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur til að gjaldskrá fyrir leyfi til hunda- og kattahalds hækki í samræmi við verðlagshækkanir, 2,5 % og gjaldskrá fyrir tæmingu rotþróa fylgi byggingavísitölu, líkt og samþykkt þar um gerir ráð fyrir. Þörf er á hækkun sorpgjaldskrár vegna söfnunar lífræns úrgangs sem áætlað er að innleiða á árinu 2020 og því þarf að hækka sorphirðugjöld um allt að 15%.

7.Endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022

1809125

Farið yfir kafla um veitur nr. 4. 5. bls 24-26. Vatnsveita, hitaveita, rafveita, fjarskiptaveita, endurvarpsveita. Vindorka.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur til að umhverfis-og skipulagssvið vinni áfram að undirbúningsvinnu. Starfsmenn á umhverfis- og skipulagssviði fóru yfir fund sem haldin var með starfsmanni Skipulagsstofnunar, þar sem fjallað var um þær áherslur sem áætlaðar eru í endurskoðun á aðalskipulagi.

8.Umsókn um stofnun lögbýlis

1907217

Framlagt erindi frá Þorbjörgu Valdís Kristjánsdóttur (kt. 090171-3489)
og Hlöðveri Hlöðverssyni (kt. 260366-5999), til heimilis að Litla Laxholti, dags. 31. júlí 2019, þar sem þau óska umsagnar um umsókn þeirra um stofnun lögbýlis að Litla-Laxholti (lnr. 220504)
Umsóknin er í samræmi við staðfest skipulag og uppfyllir skilyrði 18. gr. Jarðalaga nr. 81/2004. Umhverfis- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lögbýlis en telur æskilegt að föst búseta fylgi stofnun lögbýlis. Nefndin veitir jákvæða umsögn um umsóknina og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

9.Upplýsingabæklingur fyrir sveitarfélög

1911078

Upplýsingabæklingur fyrir sveitarfélög, gefinn út af Umhverfisstofnun lagður fram.
Framlagt til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.