Fara í efni

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd

8. fundur 19. desember 2019 kl. 13:00 - 15:30 í stóra fundarsal í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Margrét Vagnsdóttir formaður
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir varaformaður
  • Davíð Sigurðsson aðalmaður
  • Sigurjón Helgason aðalmaður
Starfsmenn
  • Ragnar Frank Kristjánsson forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
  • Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Hrafnhildur Tryggvadóttir Verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Ástand beitarhólfa

1910037

Lögð fram úttektarskýrsla Landgræðslunnar um beitarhólf í umsjón Hmf. Borgfirðings í landi Borgarbyggðar.
Fulltrúum Hmf. Borgfirðings var afhent skýrsla Landgræðslunnar um ástand beitarhólfa í umsjón félagsins. Umhverfis- og landbúnaðarnefnd telur mikilvægt að bregðast við með skynsamlegum hætti. Nefndin telur óásættanlegt að land í eigu Borgarbyggðar sé ofbeitt.
Nefndin beinir því til hestamannafélagsins Borgfirðings að þau hólf sem koma verst út í skýrslunni og fá ástandseinkunn 4 og 5 í úttektinni, verði tekin úr beitarnotkun og unnið verði að uppgræðslu í þeim. Í þeim hólfum sem fá ástandseinkunn 3 verði dregið úr beit og farið í áburðargjöf. Nefndin leggur til að farið verði í heildarskoðun á öllu landi í eigu Borgarbyggðar sem nýtt er til beitar.

2.Stofnun lögbýlis- ósk um umsögn vegna umsóknar

1911147

Lögð fram beiðni um umsögn um umsókn um lögbýli.
Umsóknin er í samræmi við staðfest skipulag og uppfyllir skilyrði 18. gr. Jarðalaga nr. 81/2004. Umhverfis- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lögbýlis en telur æskilegt að föst búseta fylgi stofnun lögbýlis. Nefndin veitir jákvæða umsögn um umsóknina og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

3.Lundur 3 lnr 179729 - lögbýli - beiðni um umsögn

1911123

Lögð fram beiðni um umsögn um umsókn um lögbýli.
Umsóknin er í samræmi við staðfest skipulag og uppfyllir skilyrði 18. gr. Jarðalaga nr. 81/2004. Umhverfis- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lögbýlis en telur æskilegt að föst búseta fylgi stofnun lögbýlis. Nefndin veitir jákvæða umsögn um umsóknina og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

4.Reglubundið eftirlit Bjarnhólar 2019

1911100

Eftirlitsskýrsla Umhverfisstofnunar vegna reglubundis eftirlits í Bjarnhólum lögð fram.
Eftirlitsskýrsla Umhverfisstofnunar dags. 10. des 2019 vegna reglubundis eftirlits í Bjarnhólum lögð fram.

Ein ábending var gerð í eftirlitinu og eitt frávik kom fram er varðar skil á skráningum vegna gr. 4.1 í starfsleyfi; töluliðir 4 og 11 er varða umfang urðaða úrgangsins og uppgufun. Er það í fyrsta sinn sem gerð er athugasemd við þessa þætti.

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd samþykkir að tímasettri áætlun um úrbætur verði skilað fyrir 31. desember 2019 þar sem fram komi að skráning fyrir tl. 11 er varðar uppgufun verði skilað í janúar 2020 og mælingar á sigi verði framkvæmdar við næstu reglubundnu vöktunarmælingu fyrir 1. október 2020. Óskað verður eftir því við Environice- Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. að taka að sér þessa þætti samhliða annarri vöktun sem fyrirtækið sinnir á urðunarstaðnum.

5.Endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022

1809125

Fjallað um Verndarsvæði og umhverfismál, þ.m.t. heimsmarkmið. Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022. Vatnsverndarsvæði, náttúruverndarsvæði, hverfisverndarsvæði og þjóðminjaverndarsvæði, einnig efnistökusvæði og sorpförgunarsvæði.
Lögð fram skýrsla Environice-Umhverfisráðgjafar Íslands ehf um losun gróðurhúsalofttegunda vegna landnotkunar
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd fór yfir verndarsvæði í Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Fjallað var um verndarsvæði og umhverfismál, vatnsverndarsvæði, náttúruverndarsvæði, hverfisverndarsvæði og þjóðminjaverndarsvæði, einnig efnistökusvæði og sorpförgunarsvæði.

Fram kemur í skýrslu Environice ? Umhverfisráðgjafar Íslands ehf. að losun gróðurhúsalofttegunda frá landi í Borgarbyggð, nemur 907 þúsund tonnum CO2 ígilda á ári en á móti eru um 17 þúsund tonn bundin með skógrækt og landgræðslu. Heildarlosun vegna landnotkunar í sveitarfélaginu er líklega u.þ.b. 94% af allri losun í sveitarfélaginu. Því hlýtur þessi þáttur að vega afar þungt í skipulagsvinnu sveitarfélagsins.

Umhverfis-og landbúnaðarnefnd telur mikilvægt að horfa til Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun við endurskoðun aðalskipulags. Lagt er til að hafinn verði undirbúningur við gerð loftslagsstefnu strax á árinu 2020.

6.Förgun dýraleifa

1709085

Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir förgun dýraleifa
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd leggur til hirðing dýraleifa af lögbýlum hefjist 1. febrúar 2020. Gjald verði innheimt af eigendum búfjár og gjaldi skipt í þrjá flokka; lítil bú, meðalstór bú og stór bú. Óskað verði eftir búfjártölum frá Matvælastofnun til álagningar gjaldsins. Verkefnið verði tilraunaverkefni árið 2020. Nefndin leggur til að gjaldskráin verði samþykkt og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar. Nefndin felur sviðsstjóra Umhverfis- og skipulagssviðs að gera drög að samningi við HSS Verktak um verkið og leggja þann samning fyrir byggðaráð til staðfestingar.

7.Söfnun lífræns úrgangs

1804032

Drög að sorphirðudagatali ársins 2020 lögð fram.
Gjaldskrá urðunarstaðarins í Fífholtum fyrir árið 2020 lögð fram.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd fagnar því að sveitarstjórn hefur ákveðið að hefja söfnun lífræns úrgangs frá 1. apríl 2020 frá öllum heimilum í sveitarfélaginu. Undirbúningur er þegar hafinn og verkefnið verður kynnt íbúum fljótlega á nýju ári. Nefndin gerir engar athugasemdir við sorphirðudagatal ársins 2020.

8.Taxtar og kvóti 2020 Refa og mink

1912073

Tillaga að kvóta og taxta fyrir refa-og minkaeyðingu 2020 lögð fram.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd samþykkir að hækka taxta til veiðimanna um 3% milli ára. Greitt verði fyrir 300 refi og 240 minka.

Fundi slitið - kl. 15:30.