Fara í efni

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd

10. fundur 20. febrúar 2020 kl. 13:00 - 15:00 í stóra fundarsal í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Margrét Vagnsdóttir formaður
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir varaformaður
  • Davíð Sigurðsson aðalmaður
  • Sigurjón Helgason aðalmaður
Starfsmenn
  • Ragnar Frank Kristjánsson forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
  • Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Hrafnhildur Tryggvadóttir Verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka og samf. ábyrgð

2001106

Stefna Sambands íslenskra sveitarfélaga um samfélagslega ábyrgð lögð fram. Vísað til nefndarinnar frá byggðaráði.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd hvetur til að unnin verði drög að stefnu um samfélagslega ábyrgð fyrir sveitarfélagið, ásamt aðgerðaáætlun um innleiðingu stefnunnar. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og stefna íslenskra sveitarfélaga geta legið til grundvallar þeirri vinnu.

2.Þjónustukönnun Gallup 2019

1810030

Þjónustukönnun Gallup lögð fram
Þjónustukönnun Gallup lögð fram til kynningar. Umhverfis-og landbúnaðarnefnd fagnar þessari árlegu könnun, og bindur vonir við að sveitarfélagið muni koma enn betur út í næstu könnun. Ánægjulegt er að sjá að íbúar eru jákvæðari gagnvart gæðum umhverfis í nágrenni við heimili sitt en í síðustu könnun, einnig eru íbúar ánægðir með þjónustu sveitarfélagsins almennt og gagnvart þjónustu starfsfólks við úrlausn erinda. Minni ánægja er með sorphirðu en í síðustu könnun og markmið nefndarinnar er að snúa þeirri þróun við.

3.Endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022

1809125

Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010- 2022, kafli 4.20 Þéttbýli, bls 73
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd fjallaði um þéttbýli í sveitarfélaginu í gildandi aðalskipulagi.
Mikilvægt er að skoða vel nýtingarhlutfall í Borgarnesi og framtíðarbyggingarland í sveitarfélaginu öllu.
Nefndin telur að yfirfara þurfi hverfisverndakaflann með sérstöðu landslags í þéttbýli í huga, auk þess sem fjalla ætti um opin svæði í þéttbýli í sérstökum kafla undir stefnumörkun skipulagsáætlunar.
Nauðsynlegt er að kaflinn um þéttbýli fái mikla og vandaða umfjöllun meðal nefnda sveitarfélagsins.

4.Söfnun lífræns úrgangs

1804032

Rætt um fyrirkomulag á innleiðingu á söfnun lífræns úrgangs.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd fagnar því hversu góð þátttaka var á íbúafundum um úrgangsmál sem haldnir voru í lok janúar og almennt jákvæðar umræður. Nefndin leggur til að rætt verði við björgunarsveitir í sveitarfélaginu varðandi dreifingu á sorpílátum.

Breytingarnar verða m.a. kynntar á fyrirtækjakynningu Rotarý sem haldin verður 14. mars nk. í Hjálmakletti í samstarfi við Íslenska Gámafélagið. Verkefnastjóra á umhverfis- og skipulagssviði og verkefnastjóra atvinnu- markaðs- og menningarmála falið að vinna saman að kynningarmálum og leggja birtingaáætlun fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

5.Framtíðarsvæði fyrir gámastöð

1810134

Rætt um framtíðarsvæði fyrir gámastöð, að Sólbakka 29 -31
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd tekur jákvætt í að hafinn verði undirbúningur fyrir jarðvegsskipti á lóðinni á Sólbakka 31.
Horft er til lóðanna við Sólbakka 29 og 31 sem framtíðarsvæði fyrir móttöku og flokkun úrgangs.
Nefndin telur þörf á að fá heildarsýn um slíkar breytingar; annars vegar um svæði fyrir úrgang og hins vegar um geymslusvæði fyrir gáma. Umhverfis-og skipulagssviði falið að vinna tillögu að breytingum og leggja fyrir nefndina.
Nefndin vísar málinu inn til byggðaráðs til frekari vinnslu.

Fundi slitið - kl. 15:00.