Fara í efni

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd

11. fundur 26. mars 2020 kl. 13:00 - 14:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Margrét Vagnsdóttir formaður
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir varaformaður
  • Davíð Sigurðsson aðalmaður
  • Sigurjón Helgason aðalmaður
  • Sigrún Ólafsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ragnar Frank Kristjánsson forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
  • Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Hrafnhildur Tryggvadóttir Verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Svæði til skógræktar - Yrkjuverkefni

2003013

Beiðni Skógræktarfélags Borgarfjarðar og Grunnskólans í Borgarnesi um skipulag svæðis til skógræktar, Yrkjuverkefnis, lögð fram.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd fagnar erindinu og telur mikilvægt að fundið verði svæði fyrir Yrkjuverkefni Grunnskólans í Borgarnesi sem fyrst svo unnt sé að hefja gróðursetningu í haust.
Nýlega voru kynnt áform um rammaskipulagsgerð í Hamars- og Kárastaðalandi, og telur nefndin æskilegt að svæði innan þess verði skipulagt til þessara nota. Reynslan sýnir að skipulagsgerð er tímafrek og því æskilegt að geta hafist handa við gróðursetningu jafnvel þótt skipulagsgerð sé enn í vinnslu.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd felur því umhverfis- og skipulagssviði að finna heppilegt svæði fyrir Yrkjuverkefni Grunnskólans í Borgarnesi norðan við land Borgar og lóðar Loftorku.

2.Áætlun um refaveiðar 2020-2022

2003048

Uppgjör áætlunar um refaveiðar 2017-2019 frá Umhverfisstofnun lögð fram ásamt beiðni um áætlun sveitarfélagins til næstu þriggja ára.
Í nýrri áætlun UST er lögð aukin áhersla á skráningu á tjóni af völdum refsins, og hvatt til þess að tjón af völdum refa sé skráð í sértækan grunn í gegnum Bændatorgið. Áhersla verður lögð á hagsmuni æðabænda, sérstakra fuglaverndarsvæða o.fl.
Þá er lögð áhersla á markvissa grenjaskráningu, rétta skráningu veiðimanna eftir hlauparefum, grendýrum og yrðlingum. Að lokum er kallað eftir sérstökum áherslusvæðum innan sveitarfélags það er verndarsvæði sem er mikilvægt að verja með veiðum á ref t.d. vegna fuglalífs.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd hvetur bændur og aðra sem verða fyrir tjóni af völdum refs að tilkynna það í gegnum Bændatorgið. Nefndin leggur til að sérstök áhersla verði lögð á grenjavinnslu og að hækkun fylgi verðlagsþróun.

3.Heimsfaraldur kórónaveiru - verklagsreglur

2002128

Lögð fram til kynningar áætlun Umhverfisstofnunar og verklagsreglur í sorphirðu vegna COVID-19 veirunnar.
Verktaki sem sinnir sorphirðu í sveitarfélaginu vinnur náið með Umhverfisstofnun við útfærslu þeirra aðgerða sem fram koma í verklagsreglunum, ásamt eigin viðbragðsáætlun. Sorphirða hefur enn sem komið er ekki raskast, en þjónusta hefur þó verið minnkuð s.s. á gámastöðinni við Sólbakka, þar sem starfsmönnum er nú óheimilt að snerta nokkuð sem berst á stöðina.

4.Söfnun lífræns úrgangs

1804032

Rætt um dreifingu á brúnu tunnunni.
Vegna Covid-19 faraldurs og samkomubanns hafa björgunarsveitir í héraði afþakkað það verkefni að dreifa brúnum tunnum til íbúa.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd samþykkir að í ljósi ástandsins, verði samið við verktaka og starfsmenn áhaldahúss um að dreifa tunnum til íbúa.
Til að lágmarka smithættu verður tunnum dreift heim að húsum en ekki er gert ráð fyrir heimsóknum.
Einblöðungur með leiðbeiningum og flokkunartöflu verði sendur með pósti á öll heimili. Íbúar eru hvattir til að kynna sér málið vel og leita upplýsinga með rafrænum hætti.

5.Hreinsunarátak í þéttbýli 2020

2003170

Hreinsunarátak í þéttbýli 2020.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd samþykkir að hreinsunarátak í þéttbýli vorið 2020 verði dagana 17. - 24. apríl í þéttbýliskjörnunum Hvanneyri, Kleppjárnreykjum, Varmalandi og Bifröst. Boðið verði upp á gáma fyrir gróðurúrgang, timbur og málma og verða gámarnir staðsettir á svæðunum þessa einu viku.
Ekki verði settir út gámar fyrir gróðurúrgang í Borgarnesi líkt og undanfarin ár, þar sem gámarnir hafa lítið verið notaðir. Borgnesingum er bent á gámastöðina við Sólbakka.

Fundi slitið - kl. 14:30.