Fara í efni

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd

13. fundur 20. maí 2020 kl. 13:00 - 15:30 í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Margrét Vagnsdóttir formaður
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir varaformaður
  • Davíð Sigurðsson aðalmaður
  • Sigurjón Helgason aðalmaður
Starfsmenn
  • Ragnar Frank Kristjánsson forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
  • Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Hrafnhildur Tryggvadóttir Verkefnisstjóri
Dagskrá
Sigrún Ólafsdóttir boðaði forföll

1.Förgun dýraleifa

1709085

Lögð fram gögn fyrstu þriggja mánaða er varðar þjónustu við söfnun og förgun dýraleifa.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd fagnar því hversu vel verkefnið gengur og svo virðist sem verkefnið sé á áætlun. Almennt virðist vera mikil ánægja með verkefnið. Nefndin ítrekar mikilvægi þess að brennsluofn fyrir dýrahræ verði komið fyrir í Fíflholtum. Heildarendurskoðun verkefnisins hefst í lok sumars.

2.Söfnun lífræns úrgangs

1804032

Rætt um fyrstu skref í söfnun lífræns úrgangs.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd telur jákvætt hversu vel verkefnið fer af stað. Hirðing sem átti að fara fram í apríl var felld niður vegna seinkunar á dreifingu tunnunnar á öllum svæðum. Ein hirðing hefur þegar farið fram í Borgarnesi, þar sem lífrænn úrgangur sem safnaðist var 8,5 tonn. Fyrsta hirðing í öðrum þéttbýliskjörnum og í dreifbýli fer fram á allra næstu dögum. Fyrirspurnir frá fyrirtækjum hafa borist vegna söfnunar lífræns úrgangs, og vill Umhverfis-og landbúnaðarnefnd minna á að úrgangsmál rekstraraðila eru á þeirra eigin ábyrgð og eru þeir eindregið hvattir til að huga að innleiðingu á söfnun lífræns úrgangs. Molta hefur verið aðgengileg fyrir íbúa neðan við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi. Nefndin felur starfsfólki Umhverfis- og skipulagssviðs að koma moltu fyrir víðar í sveitarfélaginu þar sem hún verður aðgengileg íbúum.

3.Vargeyðing í Borgarnesi

2005142

Framlagt erindi um eyðingu sílamávs í Borgarnesi.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur starfsfólki umhverfis- og skipulagssviðs að vinna málið áfram.

4.Matjurtagarðar í landi Bjargs

2005143

Matjurtagarðar hafa undanfarin ár verið til leigu hjá Gleym-mér-ei gróðrastöð, en sú þjónusta hefur verið lögð af. Landeigendur á Bjargi hafa boðið fram land og að taka við þessari þjónustu með stuðningi sveitarfélagsins vegna stofnkostnaðar.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd telur jákvætt að hægt sé að bjóða upp á leigu á matjurtagörðum í þéttbýli í sveitarfélaginu. Nefndin leggur áherslu á að gengið verði frá samningi milli aðila varðandi skipulag og aðkomu sveitarfélagsins og felur starfsfólki umhverfis-og skipulagssviðs að ganga frá slíkum samningi.

5.Erindi vegna gæludýraeftirlits

1901008

Aðstaða sveitarfélagsins fyrir gæludýr hefur verið flutt í húsnæði Borgarbyggðar í Brákarey.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd fagnar því að komin sé aðstaða fyrir gæludýr í óskilum sem uppfyllir öll skilyrði að mati Matvælastofnunar.

6.Hamars- og Kárastaðaland - rammaskipulag

1609043

Starfmenn Umhverfis- og skipulagssviðs greina frá vinnu við undirbúning að gerð rammaskipulags fyrir Hamars og Kárastaðaland.
Umræður og kynning á fyrirhugðu rammaskipulagi.

7.Flokkun landbúnaðarlands í skipulagi

2005158

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs um mögulega flokkun landbúnaðarlands í aðalskipulagi.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur starfsfólki Umhverfis-og skipulagssviðs að vinna áfram að málinu.

8.Endurskoðun á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, Skipulagslýsing

2002119

Lögð fram drög að skipulagslýsingu fyrir endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar til kynningar.
Rætt um drög að skipulagslýsingu. Engar athugasemdir voru gerðar við drögin að svo stöddu.

9.Umhverfisverkefni - staða mála í maí 2020

2005178

Lagt fram yfirlit yfir ýmis verkefni sem eru í gangi í umhverfismálum.
Rætt um þau verkefni sem eru í gangi í sveitarfélaginu.

Fundi slitið - kl. 15:30.