Fara í efni

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd

15. fundur 20. ágúst 2020 kl. 13:00 - 15:40 í stóra fundarsal í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Margrét Vagnsdóttir formaður
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir varaformaður
  • Sigurjón Helgason aðalmaður
  • Sigrún Ólafsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ragnar Frank Kristjánsson forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
  • Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Hrafnhildur Tryggvadóttir Verkefnisstjóri
Dagskrá
Davíð Sigurðsson boðaði forföll.

1.Umhverfisviðurkenningar 2020

2006035

Lagðar fram tilnefningar til umhverfisviðurkenninga 2020. Frestur til að skila inn tilnefningum var til 17. ágúst.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd fagnar þeim fjölda tilnefninga sem borist hafa til umhverfisviðurkenninga 2020. Viðurkenningar verða veittar í Ráðhúsinu þann 17. september.

2.Magn úrgangs fyrstu sex mánuði ársins 2020

2007142

Lagt fram yfirlit yfir magn úrgangs frá heimilum í Borgarbyggð fyrstu 6 mánuði ársins. Magn til urðunar hefur minnkað og magn til endurvinnslu hefur aukist.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd fagnar því að magn úrgangs til urðunar frá heimilum í sveitarfélaginu hefur minnkað um tæp 58 tonn á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við árið 2019. Magn lífræns úrgangs sem fór til moltugerðar fyrstu tvo mánuðina var rúm 30 tonn. Magn hráefnis til endurvinnslu úr grænni tunnu íbúa jókst um tæp 17 tonn milli ára, þegar horft er á fyrstu sex mánuði ársins.

3.Aukning urðunar í Fíflholtum - beiðni um umsögn

1905008

Byggðaráð vísaði málinu til nefndarinnar. Umsögn byggðaráðs lögð fram til kynningar.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd tekur undir þá umsögn sem byggðaráð Borgarbyggðar sendi Skipulagsstofnun.

4.Söfnun lífræns úrgangs

1804032

Lögð fram tillaga að kynningarefni vegna sorphirðu.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd samþykkir tillögu að kynningarefni vegna flokkunar úrgangs. Nefndin felur Umhverfis- og skipulagssviði að vinna málið áfram, þannig að kynningarefnið verði sent á öll heimili sem fyrst.

5.Samþykkt um búfjárhald

1210076

Drög að búfjársamþykkt lögð fram.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur umhverfis- og skipulagssviði að yfirfara drögin í samræmi við umræður á fundinum og leggja fram á næsta fundi nefndarinnar.6.Hundasamþykkt- endurskoðun 2019

1902187

Lögð fram lokadrög að samþykkt um hundahald í þéttbýli.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd samþykkir endurnýjaða hundasamþykkt fyrir sitt leyti. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

7.Samþykkt um kattahald og gæludýrahald

2008070

Lögð fram drög að samþykkt um kattahald og annað gæludýrahald í þéttbýli.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd samþykkir endurnýjaða samþykkt um kattahald og annað gæludýrahald í þéttbýli fyrir sitt leyti. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

8.Endurnýjun vegslóða vegna skriðu úr Fagraskógarfjalli.

1909092

Óskað er umsagnar Umhverfis- og landbúnaðarnefndar um erindi frá stjórn Afréttarmálafélags Hróbjargarstaðafjalls vegna veglagningar yfir skriðuna í Hítardal. Vísað til nefndarinnar af sveitarstjóra.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd hefur skilning á að þörf sé fyrir þennan slóða fyrir fjáreigendur á svæðinu.
Hins vegar telur nefndin það ekki góða stjórnsýslu að veita umsögn um framkvæmd sem þegar er hafin.

Fundi slitið - kl. 15:40.