Fara í efni

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd

16. fundur 17. september 2020 kl. 13:00 - 14:40 í Hjálmakletti
Nefndarmenn
  • Logi Sigurðsson
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir varaformaður
  • Davíð Sigurðsson aðalmaður
  • Sigurjón Helgason aðalmaður
Starfsmenn
  • Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Hrafnhildur Tryggvadóttir Verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Samþykkt um búfjárhald

1210076

Lögð fram drög að samþykkt um búfjárhald með áorðnum breytingum.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd samþykkir drög að búfjársamþykkt með áorðnum breytingum og vísar endanlegri afgreiðslu til sveitarstjórnar.

2.Endurskoðun á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, Skipulagslýsing

2002119

Lokadrög að flokkun landbúnaðarlands kynnt. Kynnt samantekt á heimsmarkmiðum SÞ sem eiga við í endurskoðun aðalskipulags.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti þessa flokkun landbúnaðarlands fyrir vinnu við endurskoðun aðalskipulags.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd telur æskilegt að innleiða tengingar við heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna inn í aðalskipulag, enda tengjast þau skipulagsgerð með víðtækum hætti.

3.Hreinsunarátak í dreifbýli 2020

2004056

Hreinsunarátak í dreifbýli verður 2. - 26. okt.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd samþykkir að hreinsunarátak að hausti í dreifbýli verði sem hér segir:
Gámar fyrir timbur og járn verða staðsettir á eftirfarandi stöðum:
2.- 12. október: Lyngbrekka, Lindartunga, Eyrin við Bjarnadalsá og Högnastaðir.
16.- 26. október: Bæjarsveit, Brautartunga, Bjarnastaðir og Síðumúli

4.Fækkun umdæma héraðsdýralækna

2009083

Lögð fram tilkynning um fækkun umdæma héraðsdýralækna.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd lýsir furðu sinni á að ekki hafi verið haft samráð við sveitarfélög vegna ákvörðunar um fækkun héraðsdýralækna. Þá hvetur nefndin Matvælastofnun til að endurskoða þá ákvörðun að umdæmisskrifstofa S-Vestursvæðis sé á höfuðborgarsvæðinu.

5.Friðlýsingar

2009086

Borgarvogur er hluti svæðis sem er á B-hluta Náttúruminjaskrár og sveitarfélög geta haft forgöngu um friðlýsingu svæða.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að hafinn verði undirbúningur að friðlýsingu leiranna í Borgarvogi vegna mikilvægis svæðisins fyrir fugla. Nefndin felur stjórnsýslu- og þjónustusviði að hefja gagnaöflun og undirbúning að vinnu við friðlýsingu.

6.Umhverfisviðurkenningar 2020

2006035

Umhverfisviðurkenningar 2020 afhentar.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd veitti umhverfisviðurkenningar í eftirfarandi flokkum :
Falleg lóð við íbúðarhús
Eftirfarandi lóðir voru tilnefndar: Þorsteinsgata 11, Borgarvík 5, Arnarklettur 19, Kveldúlfsgata 2a, Smátún á Kleppjárnsreykjum og Þórunnargata 7.
Smátún á Kleppjárnsreykjum hlýtur viðurkenninguna árið 2020.

Snyrtileg lóð við atvinnuhúsnæði
Eftirfarandi lóðir voru tilnefndar: Framköllunarþjónustan, Bifræðaversktæðið Hvannes Sólbakka 3, Gróðrastöðin Gleym-mér-ei, og Límtré- Vírnet.
Límtré-Vírnet hlýtur viðurkenninguna árið 2020.

Snyrtilegt bændabýli
Tilnefnd voru: Litla-Brekka, Bóndhóll, Hallkelsstaðahlíð, Brekkukot, Hvammur í Hvítársíðu, Steindórsstaðir, Hvítárvellir og Ytri-Skeljabrekka.
Hvammur í Hvítársíðu hlýtur viðurkenninguna 2020.

Samfélagsviðurkenning umhverfis- og landbúnaðarnefndar vegna umhverfismála
Tilnefnd voru: Agnes Guðmundsdóttir, Síðumúlaveggjum, Steinunn Pálsdóttir, Reykholtsstaður, Sigur-Garðar Garðaþjónusta og Birgir Hauksson og Gróa Ragnvaldsdóttir.
Það er Steinunn Pálsdóttir sem hlýtur viðurkenninguna árið 2020.

Varaformaður Umhverfis- og landbúnaðarnefndar og sveitarstjóri afhentu vinningshöfum viðurkenningar.

Fundi slitið - kl. 14:40.