Fara í efni

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd

19. fundur 03. desember 2020 kl. 13:00 - 14:45 á TEAMS
Nefndarmenn
  • Margrét Vagnsdóttir formaður
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir varaformaður
  • Davíð Sigurðsson aðalmaður
  • Sigurjón Helgason aðalmaður
  • Sigrún Ólafsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnisstjóri
  • Flosi Hrafn Sigurðsson
Fundargerð ritaði: Hrafnhildur Tryggvadóttir Verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Sorphirðudagatal 2021

2009164

Rætt um mögulegar breytingar á sorphirðudagatali.
Umhverfis - og landbúnaðarnefnd samþykkir að taka tilboði Íslenska gámafélagsins um aukna þjónustu í sorphirðu. Þannig verði græna tunnan sótt á tveggja vikna fresti í þéttbýli og á fjögurra vikna fresti í dreifbýli. Engar breytingar verða á hirðingu brúnu eða gráu tunnunnar.
Nefndin leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

2.Fjárhagsáætlun 2021 - undirbúningur

2006176

Farið yfir fjárhagsáætlun.
Lagt fram og nefndin samþykkir framkominn ramma m.t.t. breytinga á gjaldskrá vegna sorphirðu og söfnunar dýrahræja.

3.Gjaldskrár 2021 Umhverfis- og landbúnaðarnefnd

2011162

Lagðar fram tillögur að gjaldskrám fyrir árið 2021.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd samþykkir að eftirfarandi breytingar verði gerðar á gjaldskrám árið 2021:
Gjaldskrá fyrir hreinsun og tæmingu rotþróa hækki um 15%. Ástæður þess er að nýtt útboðsferli er í gangi og gert er ráð fyrir hækkunum á kostnaði.
Gjaldskrá sorphirðugjalda hækki um 16% sem er nauðsynlegt til að sorphirðugjöld geti að fullu staðið undir þjónustu við sorphirðu. Gjaldskrá á móttökustöð við Sólbakka hækki um 3%.
Gjaldskrá fyrir hunda og kattahald í þéttbýli fylgi verðlagshækkunum og hækki um 3%.
Gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa verði samkvæmt bókun fundarins undir lið 6 í fundargerð þessari.

4.Umgengni á Ölduhrygg- fyrirspurn HeV

2010014

Rætt um erindi frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands varðandi umgengni og mengun á landsvæði sveitarfélagsins við Ölduhrygg.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur starfsfólki Stjórnsýslu-og þjónustustusviðs að ræða við hlutaðeigandi varðandi hreinsun á svæðinu.

5.Hundasamþykkt- endurskoðun 2019

1902187

Framlagt bréf framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, þar sem lagt er til að umsögnum um gæludýrahald verði frestað, og unnið verði að sameiginlegum samþykktum fyrir sveitarfélög á Vesturlandi.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd fagnar tillögum Heilbrigðiseftirlits Vesturlands um samræmdar reglur um gæludýrahald í sveitarfélögum á Vesturlandi.

6.Förgun dýraleifa

1709085

Farið yfir útreikninga, byggt á fyrri hugmyndum sem lagðar voru fram á síðasta fundi nefndarinnar, hér miðað við búfjártölur 2019-2020. Farið yfir innsend tilboð í þjónustuna frá 1. feb 2021- 30. jan 2022.
Erindi frá Skorradalshrepp vegna þjónustunnar.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd leggur til að lagt verði á grunngjald kr. 25.000 á öll lögbýli þar sem haldnar eru skepnur. Því til viðbótar leggist gjald á hvern grip samkvæmt búfjártölum 2019 frá Búnaðarstofu, sem hér segir:
Sauðfé 115 kr
Nautgripir 373 kr
Hross 370 kr.
Hænsn 2 kr.
Gjaldskrá þessi byggir á rauntölum fyrstu níu mánaða verkefnisins.
Lögð voru fram tilboð samkvæmt verðfyrirspurn sveitarfélagsins sem send var fjórum aðilum, tilboð bárust frá tveimur.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samið verði við lægstbjóðanda HSS Verktak.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd fjallaði um erindi Skorradalshrepps, þar sem óskað er eftir samvinnu varðandi söfnun dýraleifa. Umhverfis-og landbúnaðarnefnd felur starfsfólki stjórnsýslu- og þjónustusviðs að ræða við fulltrúa Skorradalshrepps.
Nefndin leggur tillöguna fyrir sveitarstjórn til ákvörðunar.

Fundi slitið - kl. 14:45.