Fara í efni

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd

20. fundur 21. janúar 2021 kl. 13:00 - 14:00 í TEAMS fjarfundi
Nefndarmenn
  • Margrét Vagnsdóttir formaður
  • Ása Erlingsdóttir
  • Davíð Sigurðsson aðalmaður
  • Sigurjón Helgason aðalmaður
  • Sigrún Ólafsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnisstjóri
  • Flosi Hrafn Sigurðsson
Fundargerð ritaði: Hrafnhildur Tryggvadóttir Verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 - Samráðsgátt.

2101047

Lögð fram drög ráðherra að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032. Í drögunum eru m.a.settar fram aðgerðir sem áætlað er að hrinda í framkvæmd og ábyrgð sveitarstjórna á úrgangsmálum aukin, t.a.m. þegar kemur að markmiðum í úrgangsmálum.
Lagt fram til kynningar.

2.Samræmdar merkingar við flokkun úrgangs

2011158

Lagðar fram til kynningar tillögur FENÚR að samræmdum merkingum við flokkun úrgangs. Slík samræming er meðal aðgerða sem kynntar eru í drögum að stefnu um meðhöndlun úrgangs.
Lagt fram til kynningar.

3.Taxtar fyrir veiðar á ref og mink 2021

2101053

Framlögð tillaga að töxtum til veiðimanna fyrir refa- og minkaeyðingu árið 2021.

Umhverfis-og landbúnaðarnefnd samþykkir að greitt verði fyrir 324 refi og 174 minka. Taxtar hækki um 3%. Hækkunin rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins.

4.Stóri plokkdagurinn 24. apríl 2021

2101062

Framlögð kynning Plokk á Íslandi á Stóra plokkdeginum 24. apríl 2021.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd samþykkir að Borgarbyggð taki þátt í Stóra Plokkdeginum 24. apríl. Verkefnið verður kynnt nánar þegar nær dregur.

5.Friðlýsingar

2009086

Lagðar fram fundargerðir 1. og 2. fundar starfshóps um friðlýsingu Borgarvogar.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd fagnar því að starfshópur um friðlýsingu Borgarvogar sé farinn af stað og vinnan virðist ganga vel. Nefndin mun fylgjast áfram með vinnu starfshópsins og koma athugasemdum og ábendingum á framfæri við starfshópinn ef þurfa þykir. Nefndin mun óska eftir að fá fulltrúa Borgarbyggðar í starfshópnum á næsta fund til að upplýsa nefndina um stöðu mála.

6.Útboð vegna reksturs tjaldsvæða 2020

2011021

Lögð fram drög að verðfyrirspurn vegna reksturs tjaldsvæða í Borgarnesi og í Varmalandi.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd samþykkir framlögð drög með áorðnum breytingum og leggur til að verðfyrirspurn verði kynnt á heimasíðu sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 14:00.