Fara í efni

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd

21. fundur 18. febrúar 2021 kl. 13:00 - 14:08 í TEAMS fjarfundabúnaði
Nefndarmenn
  • Margrét Vagnsdóttir formaður
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir varaformaður
  • Davíð Sigurðsson aðalmaður
  • Sigurjón Helgason aðalmaður
  • Sigrún Ólafsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Hrafnhildur Tryggvadóttir Verkefnisstjóri
Dagskrá
Davíð Sigurðsson mætir til fundar kl. 13:10.

1.Friðlýsingar

2009086

Fulltrúar Borgarbyggðar í samstarfshópi um friðlýsingu Borgarvogs kynna vinnu starfshópsins.
Nefndin þakkar Pavle og Þóru Geirlaugu fyrir góða kynningu og svör við fyrirspurnum. Einnig lögðu þau fram skjal með almennum spurningum og svörum sem verður gert aðgengilegt á vef Borgarbyggðar. Íbúar eru hvattir til að senda ábendingar og fyrirspurnir á ust@ust.is. Nefndin mun áfram fylgjast með gangi mála og óskar samstarfshópnum velfarnaðar í störfum sínum.

2.Umsókn um grænt svæði í fóstur

2102007

Framlögð umsókn Drop Inn kt 450419-1410 dags. 5.2.2021 um umhirðu á opnu svæði á Kleppjárnsreykjum (Grænt svæði í fóstur) ásamt minnisblaði.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar telur að umrædd umsókn geti fallið undir samning um grænt svæði í fóstur. Nefndin felur starfsmönnum Stjórnsýslu-og þjónustusviðs að afla frekari gagna og vinna drög að umhirðuáætlun með umsækjanda og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

3.Drög að breytingu á lögum vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis

2102095

Lögð fram til kynningar drög að breytingu á lögum vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis.
Lagt fram til kynningar.

4.Vinnuhópur um landspildur

2003047

Lögð fram fundargerð 3. fundar vinnuhóps um landspildur.
Lagt fram.

5.Umhverfisverkefni staða mála í febrúar 2021

2102094

Lagt fram minnisblað starfsmanns þar sem farið er yfir ýmis verkefni sem eru í gangi í umhverfismálum.
Rætt um þau umhverfisverkefni sem eru í gangi í sveitarfélaginu.
Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir vék af fundi kl 13:59

Fundi slitið - kl. 14:08.