Fara í efni

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd

23. fundur 15. apríl 2021 kl. 13:00 - 14:10 í TEAMS
Nefndarmenn
  • Margrét Vagnsdóttir formaður
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir varaformaður
  • Sigurjón Helgason aðalmaður
Starfsmenn
  • Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Hrafnhildur Tryggvadóttir Verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Umsókn um grænt svæði í fóstur

2102007

Lögð fram drög að umhirðuáætlun
Drög að umhirðuáætlun eru samþykkt. Starfsfólki Stjórnsýslu-og þjónustusviðs er falið að undirrita samning við Drop Inn ehf. um grænt svæði í fóstur á Kleppjárnsreykjum. Í samningi og umhirðuáætlun kemur fram að slík svæði eru ávallt opin almenningi, og allar framkvæmdir á slíkum svæðum fylgja þeim ferlum sem við á hverju sinni.

2.Friðlýsingar Borgarvogs

2009086

Lagðar fram fundargerðir samstarfshóps um friðlýsingu Borgarvogs. Lögð fram umsögn um athugasemdir og tillaga að friðlýsingarskilmálum.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd telur að ferlið sé í góðum farvegi hjá samráðshópi og mun fylgjast áfram með. Auglýsing um tillögu að friðlýsingarskilmálum hefur verið birt á heimasíðu Borgarbyggðar og að sama skapi verða íbúafundir auglýstir á miðlum sveitarfélagsins. Mikilvægt er að upplýsingar um ferlið allt séu gerðar eins aðgengilegar íbúum og kostur er.

3.Umsóknir um styrki til að efla hringrásarhagkerfið

2104057

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til að efla hringrásarhagkerfið. Lagðar fram hugmyndir að verkefnum.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd samþykkir að sækja um styrki til afmarkaðra verkefna til eflingar hringrásarhagkerfisins.
Nefndin samþykkir að sækja um styrki til að safna afmörkuðum úrgangsflokkum í dreifbýli,t.d. litlum raftækjum og spilliefnum og brotajárni. Þá verði sótt um styrk til að kortleggja, bæta aðgengi og flokkunaraðstöðu á grenndarstöðvum fyrir sumarhúsaeigendur.
Starfsfólki Stjórnsýslu-og þjónustusviðs falið að ganga frá umsóknum.

4.Vöktun jaðarlóns við Langjökul, vegna jökulhlaupa

2103170

Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

5.Rafrænn ársfundur Umhverfisstofnunar 2021

2104058

Framlagt fundarboð á rafræna ársfundi Umhverfisstofnunar, náttúrustofa og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga.
Fundarboðið fram lagt.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd hvetur nefndarmenn til að taka þátt í fundunum eða hlusta á upptökur fundanna sem birtar eru á vef Umhverfisstofnunar.

6.Umhverfisverkefni, staða mála í apríl 2021

2104072

Lögð fram skýrsla starfsmanns.
Farið yfir verkefni í umhverfis- og landbúnaðarmálum sem eru gangi á sviðinu.

Fundi slitið - kl. 14:10.