Fara í efni

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd

37. fundur 22. september 2022 kl. 14:30 - 16:50 í stóra fundarsal í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Sigrún Ólafsdóttir formaður
  • Þórður Brynjarsson varaformaður
  • Þorsteinn Eyþórsson aðalmaður
  • Kristján Ágúst Magnússon aðalmaður
  • Dagbjört Diljá Haraldsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Hrafnhildur Tryggvadóttir Verkefnisstjóri
Dagskrá
Dagbjört Diljá yfirgaf fundinn kl. 15:50.

1.Skógur í Varmalandi - Erindi frá Hollvinafélagi Varmalands

2203170

Framlögð uppfærð drög að samningi við Hollvinafélag Varmalands vegna umsjónar með skógi á Varmalandi.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd samþykkir samninginn þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

2.Umhverfisviðurkenningar 2022

2206070

Farið yfir tilnefningar til umhverfisviðurkenninga.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd samþykkir að fela dómnefnd að fara yfir innsendar tilnefningar og að umhverfisviðurkenningar verði veittar í október.

3.Erindi um hundagerði á Hvanneyri

2206234

Óskað hefur verið eftir afstöðu og tillögu að staðsetningu frá landeiganda vegna erindis er varðar uppsetningu hundagerðis á Hvanneyri.
Afgreiðslu erindis frestað, þar sem afstaða landeiganda liggur ekki fyrir.

4.Söfnun brotajárns ofl. 2022

2209015

Framlagðar upplýsingar um niðurstöðu verðfyrirspurnar vegna söfnunar brotajárns í dreifbýli ásamt tillögu að tímasetningum á hreinsunarátaki í dreifbýli haustið 2022.
Samið hefur verið við Hringrás um söfnun brotajárns og fleiri úrgangsflokka á grundvelli verðfyrirspurnar. Átakið hefur verið auglýst á heimasíðu sveitarfélagsins og í prentmiðli. Skráningarfrestur er til 5. október.
Lagt er til að gámar fyrir timbur og grófan úrgang verði settir út sem hér segir:
18.-25.okt: Bæjarsveit, Brautartunga, Bjarnastaðir, Síðumúli
27.-1.nóv: Lyngbrekka, Lindartunga, Eyrin við Bjarnadalsá, Högnastaðir

5.Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis

2111023

Lagðar fram upplýsingar um stöðu verkefnisins.
Lagt fram

6.Fyrirkomulag snjómoksturs

1908004

Bókun Byggðráðs á 609. fundi ráðsins þann 22. september 2022: "Byggðarráð vísar umræðu um snjómokstur í dreifbýli til umræðu í umhverfis- og landbúnaðarnefnd."
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur til að gerðar verði breytingar á fyrirkomulagi snjómoksturs í dreifbýli. Nefndin felur deildarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

7.Deild Umhverfis-og framkvæmdamála skýrsla september 2022

2209106

Farið yfir helstu verkefni sem hafa verið á döfinni í umhverfis-og framkvæmdadeild.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 16:50.