Fara í efni

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd

52. fundur 05. september 2023 kl. 08:00 - 10:45 í stóra fundarsal í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Sigrún Ólafsdóttir formaður
  • Þórður Brynjarsson varaformaður
  • Þorsteinn Eyþórsson aðalmaður
  • Kristján Ágúst Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Sóley Birna Baldursdóttir deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Sóley Birna Baldursdóttir Deildarstjóri umhverfis- og landbúnaðarmála
Dagskrá

1.Söfnun dýraleifa - gjaldskrá

2106073

Umræður um söfnun dýraleifa.
Starfsmanni er falið að vinna áfram að endurskoðun og samræmingu.

2.Gámar fyrir sumarhúsabyggð á Valbjarnavöllum

2309019

Umræða um aðkomu fyrir sorphirðu vegna sumarhúsahverfis í Valbjarnavallalandi.
Um langa hríð hefur vegurinn að Valbjarnavöllum verið í óásættanlegu ástandi. Nú er svo komið að þjónustuaðli sorphirðu í sveitarfélaginu neitar að fara veginn vegna ástand vegar.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd skorar á Vegagerðina að tryggja ástand vegarins sé með þeim hætti að eðlileg þjónusta við lögbýlið og sumarhúsahverfið geti farið fram. Mikilvægt er að vegurinn sé með þeim hætti að t.d. slökkvilið geti farið um veginn.

3.Fjárhagsáætlunarumræða

2309020

Almenn umræða varðandi fjárhagsáætlunargerð sem er framundan í haust.
Forvinna á fjárhagsáætlun hafin.

4.Refa og minkaeyðing 2023

2301065

Fáum á fund refa- og tófuskyttur, framhald af síðasta fundi rætt.
Til fundarins mættu fimm refa- og minkaveiðimenn. Farið var yfirstöðu mála frá því í vor.

Fundi slitið - kl. 10:45.