Fara í efni

Umhverfisnefnd

6. fundur 07. desember 2006 kl. 12:53 - 12:53 Eldri-fundur
Umhverfisnefnd, fundur nr. 6 Dags : 07.12.2006
Fundur var haldinn í umhverfisnefnd, fimmtudaginn 7. desember 2006
 kl. 10:00 í ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi.
 
 
Mættir voru:
Aðalmenn:
Jenný Lind Egilsdóttir
Þórunn Reykdal
 
Varamaður:
Guðmundur Skúli Halldórsson
Valdimar Sigurjónsson
 
Umhverfisfulltrúi:
Björg Gunnarsdóttir
 
 
  1. Gámastöðvar í dreifbýli - erindi frá Byggðaráði.
Umhverfisfulltrúa falið að koma með tillögu að útliti og flokkun á næsta fund nefndarinnar.
 
  1. Innsend tillaga að fegrun miðbæjar Borgarness
Nefndin tekur undir að fegra þurfi aðkomuna að bænum og leggur til að farið verði í  átak í samstarfi við fyrirtæki á svæðinu. Tekur jákvætt í erindið og sendir tillöguna til byggðaráðs.
 
  1. Jólaskreytingar
Nefndin leggur til að samræma þurfi skreytingar í sveitarfélaginu og að í  upphafi næsta árs verði gerð áætlun um skreytingar fyrir jólin 2007.
 
  1. Hreinsistöðvar í Borgarbyggð – erindi frá Skipulags- og byggingarnefnd
Sigurður Ingi Skarphéðinsson og Hildur Ingvarsdóttir frá Orkuveitu Reykjavíkur komu á fundinn og kynntu lífrænar tveggja þrepa hreinsistöðvar sem fyrirhugaðar eru á Bifröst, Varmalandi, Hvanneyri og Reykholti. Einnig kynntu þau fyrirhugaða hreinsistöð í Brákarey.
Nefndin gerir engar athugasemdir og vísar erindinu til skipulags- og bygginganefndar.
 
 
  1. Erindi frá eigendum Hreðavatns um aðkomu Borgarbyggðar að viðhaldi aðstöðu  á vinsælum ferðamannastöðum í landi jarðarinnar.
Nefndin telur mikilvægt fyrir sveitarfélagið að fjölsóttir ferðamannastaðir séu til sóma og að sveitarfélagið komi að uppbyggingu þeirra að einhverju leiti. Nefndin vísar erindinu til byggðaráðs og óskar eftir stefnu varðandi aðkomu sveitarfélagsins að þessum svæðum.
 
  1. Úrgangs- og skólpmál á Hvanneyri. Upplýsingar frá starfshópi.
Frestað til næsta fundar
 
  1. Önnur mál
a) Gókartbraut og önnur aðstaða fyrir akstursíþróttir. Erindi frá Byggðaráði.
 
Erindið barst með mjög stuttum fyrirvara. Málið kynnt.
 
  b) Merkingar á Skallagrímsgarði.
  Nefndin telur að kaupa eigi inn merki um leið og byggðamerkið er pantað.
 
  Fundi slitið kl. 12:35