Fara í efni

Umhverfisnefnd

8. fundur 01. febrúar 2007 kl. 23:27 - 23:27 Eldri-fundur
Umhverfisnefnd, fundur nr. 8 Dags : 01.02.2007
Fundur var haldinn í umhverfisnefnd, fimmtudaginn
1. febrúar 2007 kl. 10:00
í ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi. 
 
Mættir voru:
Aðalmenn:
Björk Harðardóttir
Guðmundur Skúli Halldórsson
Jenný Lind Egilsdóttir
Þórunn Reykdal
 
Varamaður: Valdimar Sigurjónsson
 
Umhverfisfulltrúi:
Björg Gunnarsdóttir
 
Forstöðumaður framkvæmdasviðs:
Sigurður Páll Harðarson
sem ritaði fundargerð.
 
 
  1. Hunda- og kattahald í Borgarbyggð
Umhverfisfulltrúi kynnir stöðuna eins og hún er.
Lagt til að samræma samþykktir og gjaldskrár fyrir þennan málaflokk fyrir allt sveitarfélagið. Umhverfisfulltrúa falið að vinna áfram að málinu.
 
  1. Fjölsóttir ferðamannastaðir í Borgarbyggð
Lögð fram drög að samningi við eigendur Hreðavatns.
Drög að samningi innifelur rekstur á salernisaðstöðu og viðhalds mannvirkja við Norðurá hjá Glanna og  Pardís í landi Hreðavatns. Beðið eftir að sjá hversu hár styrkur kemur frá ferðamálaráði til svæðisins. Þegar það liggur fyrir skal stefnt að klára ofangreindan samning.
 
  1. Ferðamannastaðir í Borgarbyggð
Erindi frá byggðaráði lagt fram.
Nefndin leggur til að vinnuhópur verði skipaður til að koma með tillögur að stefnumótun sveitarfélagsins varðandi aðkomu þess að fjölsóttum ferðamannastöðum í Borgarbyggð. Þessi stefna yrði höfð til hliðsjónar við gerð aðalskipulags. 
 
  1. Auglýsingaskilti
Lögð fram drög að samþykkt.
Umhverfisfulltrúa falið að vinna áfram að málinu og koma með fullbúna tillögu að samþykkt fyrir næsta fund. Ennfremur rætt um að í framhaldi af samþykkt þyrfti að vinna gjaldskrá á grundvelli hennar.
 
  1. Verkefnaskrá Sjálfstæðisflokks og Borgarlista 2007
Lögð fram verkefnaskrá vegna framkvæmda og  þjónustu í Borgarbyggð.
Verkefnaskrá lögð fram til kynningar.
 
  1. Sorphirða
Lagt fram tilboð frá Gámaþjónustunni.
Tilboð verði skoðað betur og borið m.a saman við verksamning um sorphirðu hjá sveitarfélögunum norðan og sunnan Skarðsheiðar.
 
  1. Útlit gámastöðva í dreifbýli
Afgreiðsla á tillögu frá síðasta fundi.
Lögð fram tillaga um útlit samkvæmt fylgiblaði dagsettu 3.01.2007.
Nefndin tekur vel í þær tillögur er fram koma á ofangreindu fylgiblaði.
Framkvæmd miði hinsvegar að því að teknar verði gámastöðvar sem ljóst er að munu verða til lengri tíma. Ennfremur þarf að liggja fyrir samningur við viðkomandi landeiganda varðandi framkvæmdina.
 
  1. Jólaskreytingar
Afgreiðsla á tillögu frá síðasta fundi.
Lögð fram tillaga að fyrirkomulagi jólaskreytinga samkvæmt fylgiblaði dagsettu 3.01.2007. Nefndin leggur til að fyrir haustið liggi fyrir endanleg tillaga sem byggir á fyrirliggjandi tillögu um jólaskreytingar sem nefndin mun taka afstöðu til.
 
  1. Umhverfismál á heimasíðu sveitarfélagsins
Lögð fram tillaga umhverfisfulltrúa um uppsetningu efnis  á heimasíðuna.
Nefndin tekur jákvætt í ofangreinda tillögu.
 
  1. Önnur mál
Umhverfisfulltrúi tilkynnti um umsókn í menningarsjóð Sparisjóðsins vegna endurnýjunar þriggja söguskilta í Borgarnesi.
 
  Ákveðið að halda næsta fund eftir hálfan mánuð.
 
Fundi slitið 12:00