Fara í efni

Umhverfisnefnd

10. fundur 01. mars 2007 kl. 08:55 - 08:55 Eldri-fundur
Umhverfisnefnd, fundur nr. 10 Dags : 01.03.2007
Fundur var haldinn í umhverfisnefnd, fimmtudaginn 1. mars 2007 kl. 10:00
í ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi.
 
Mættir voru:
Aðalmenn:
Björk Harðardóttir
Guðmundur Hallgrímsson
Jenný Lind Egilsdóttir
Þórunn Reykdal
 
Varamaður:
Guðmundur Skúli Halldórsson
 
Umhverfisfulltrúi:
Björg Gunnarsdóttir
 
 
  1. Samþykkt um hunda- og kattahald í Borgarbyggð.
Drög að samþykkt lögð fram.
Rætt um ábendingar frá íbúasamtökum Hvanneyrar og dreifbýlisfulltrúa.
Samþykktin er samþykkt og er umhverfisfulltrúa falið að ganga frá uppsetningu hennar og senda hana byggðaráði.
 
  1. Samþykkt um auglýsingaskilti í Borgarbyggð.
  Drög að samþykkt lögð fram.
Umhverfisnefnd telur nauðsynlegt að haldin verði skiltaskrá. Rætt um að bæta inn ákvæði um frágangsskydu fyrirtækja þegar það hættir störfum. Einnig talið nauðsynlegt er að bæta inn ákvæði varðandi grenndarrétt.
Umhverfisfulltrúa falið að bæta inn ofangreindum atriðum og senda Skipulags- og byggingarnefnd drögin til yfirlestrar.
 
  1. Fyrirspurn vegna skipulagsmála.
Framlögð fyrirspurn frá Bílasölunni Geisla vegna fyrirhugaðs deiliskipulags á landspildu á Seleyri í Borgarbyggð.
Umhverfisnefnd tekur undir bókun Skipulags- og byggingarnefndar frá 27. febrúar 2007 og telur þetta vera svæði sem ber að vernda sem útivistarsvæði með tilliti til landslagsheildar. Guðmundur Skúli Halldórsson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
 
  1. Bréf frá Ferðafélagi Íslands.
Framlagt bréf Ferðafélags Íslands dags. 26.01.07 varðandi byggingu göngubrúar yfir  útfallið á Langavatni.
Umhverfisnefnd tekur jákvætt í gerð göngubrúar á stíflunni sem stendur við útfall Langavatns, ef gætt er að því að útlit brúarinnar falli að umhverfinu og skemmi ekki stífluna. Nefndin telur ekki svigrúm til að taka þátt í uppsetningu fræðslu- og gönguskilta að svo stöddu.
Umhverfisfulltrúa falið að fá verðskrá vegna auglýsinga í rit FÍ og koma henni til markaðs- og upplýsingafulltrúa.
 
  1. Gámastöðvar í dreifbýli.
Lagt fram yfirlit yfir ástand allra gámastöðva í Borgarbyggð.
Yfirlitið var unnið í framhaldi af ferð umhverfisfulltrúa og formanns umhverfisnefndar um sveitarfélagið. Umhverfisnefnd telur nauðsynlegt að bundið slitlag verði lagt á undirlag gámasvæða og malbikað á þeim stöðum þar sem álag er mikið. Nefndin telur ekki nauðsynlegt að hafa samræmda umgjörð á gámasvæðum þar sem hún fer nokkuð eftir landslagi og veðurskilyrðum, en áhersla verði lögð á snyrtilegan frágang. Umhverfisfulltrúa falið að gera tillögu að flokkun og frágangi á hverju gámasvæði fyrir sig  í samræmi við framlagt yfirlit.
 
  1. Jafnréttisáætlun fyrir Borgarbyggð.
Framlagt bréf frá Hjördísi Hjartardóttur varðandi jafnréttisáætlun fyrir Borgarbyggð.
Nefndin leggur áherslu á að jafnréttisáætlun sé fylgt eftir hjá stjórnendum 
sveitarfélagsins. Bendir á að betur fari á því að í þriðja kafla 4 gr. verði sett inn Foreldar í stað Karlar. Nefndin telur áríðandi að fá greiningu á stöðunni eins og hún er í dag eftir sameiningu sveitarfélaga. Umhverfisfulltrúa falið að fá frekari upplýsingar fyrir næsta fund nefndarinnar og koma með tillögu að svari.  
 
  1. Svið í Skallagrímsgarði.
Kynning á gangi mála.
Nefndin tekur jákvætt í þessa framkvæmd og telur þetta framfaraskref.
 
  1. Merking Skallagrímsgarðs.
Tilboð lagt fram.
Nefnin telur að skoða þurfi útlit skiltis sem fer framan á garðinn betur. Hún telur að það skilti þurfi að vera einskonar listaverk. Jafnvel koparskilti og/eða stakir stafir.
 
  1. Önnur mál.
Engin
 
Fundi slitið 12:23.