Umhverfisnefnd
Umhverfisnefnd, fundur nr. 11
Dags : 17.04.2007
Björk Harðardóttir Guðmundur Skúli Halldórsson Guðmundur Hallgrímsson Jenný Lind Egilsdóttir Björg Gunnarsdóttir
Fundur var haldinn í umhverfisnefnd, þriðjudaginn 17. apríl 2007 kl. 9:00
í ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi.
Mættir voru:
Aðalmenn:
Umhverfisfulltrúi:
Dagskrá:
- Umhverfisaðgerðir í Ráðhúsinu og skrifstofunni í Litla-Hvammi.
Drög að vinnuplaggi lögð fram.
Aðgerðir ræddar. Ákveðið að vinna með hugmyndirnar áfram og halda síðan fund með starfsfólki í lok maí.
- Úrgangsmál – aukin flokkun.
Rætt um flokkunarmál, grænu tunnuna sem nýverið hefur verið auglýst í Borgarnesi og afstaðna fundi með Gámaþjónustunni. Umhverfisnefnd leggur til að Borgarbyggð greiði kostnað við flokkunartunnu hjá íbúum í þéttbýli sveitarfélagsins.
- Umgengni á lóðum iðnaðarsvæða.
Umhverfisfulltrúa falið að skrifa bréf til fyrirtækja.
- Umhverfisviðurkenningar sumarið 2007.
Umhverfisnefnd leggur til að veitt verði verðlaun í fimm flokkum vegna ársins 2007. Viðukenningar verða veittar síðla sumars. Nefndin leggur til að þetta verði auglýst um leið og hreinsunardagur verður auglýstur.
- Dagur umhverfisins 25. apríl 2007.
Dagur umhverfisins að þessu sinni er tileinkaður loftlagsmálum.
Stefnt að því að hafa kvikmyndasýningu um loftslagsmál þennan dag í Óðali.
Umhverfisfulltrúa falið að taka saman 10 ráð varðandi loftlagsmál og setja á heimasíðuna.
- Fegrun miðbæjar Borgarness og aðkomunnar að bænum.
Umhverfisnefnd leggur til að hreinsað verði með vegköntum inn í bæinn og settar upp blómaskreytingar t.d. á umferðareyjar.
- Sumarverkin í sveitarfélaginu.
Umhverfisnefnd leggur áherslu á að aðgengi fyrir gangandi, hjólandi og fatlaða vegfarendur verði bætt m.a. með því að eyða illgresi á gangstéttum, lagfæra kanta og bæta við bekkjum við gönguleiðir.
- Vélhjólasýning
Lagt fram bréf til byggðaráðs varðandi vélhjólasýningu í Borgarnesi í maí.
Samþykkt.
- Önnur mál.
Umgengni og þjónusta á gámastöðinni í Borgarnesi.
Umhverfisnefnd leggur til að umgengni og þjónusta verði samkvæmt reglugerðum og samningum á gámasvæðinu. Stefnt verði að því að aðbúnaður allur verði til fyrirmyndar.
Fundi slitið 11:57