Fara í efni

Umhverfisnefnd

11. fundur 17. apríl 2007 kl. 12:19 - 12:19 Eldri-fundur
Umhverfisnefnd, fundur nr. 11 Dags : 17.04.2007
Fundur var haldinn í umhverfisnefnd, þriðjudaginn 17. apríl 2007 kl. 9:00
í ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi.
 
Mættir voru:
Aðalmenn:
Björk Harðardóttir
Guðmundur Skúli Halldórsson
Guðmundur Hallgrímsson
Jenný Lind Egilsdóttir
 
Umhverfisfulltrúi:
Björg Gunnarsdóttir
 
 
Dagskrá:
 
 
  1. Umhverfisaðgerðir í Ráðhúsinu og skrifstofunni í Litla-Hvammi.
Drög að vinnuplaggi lögð fram.
Aðgerðir ræddar. Ákveðið að vinna með hugmyndirnar áfram og halda síðan fund með starfsfólki í lok maí.
 
  1. Úrgangsmál – aukin flokkun.
Rætt um flokkunarmál, grænu tunnuna sem nýverið hefur verið auglýst í Borgarnesi og afstaðna fundi með Gámaþjónustunni. Umhverfisnefnd leggur til að Borgarbyggð greiði kostnað við flokkunartunnu hjá íbúum í þéttbýli sveitarfélagsins.
 
  1. Umgengni á lóðum iðnaðarsvæða.
Umhverfisfulltrúa falið að skrifa bréf til fyrirtækja.
 
  1. Umhverfisviðurkenningar sumarið 2007.
Umhverfisnefnd leggur til að veitt verði verðlaun í fimm flokkum vegna ársins 2007. Viðukenningar verða veittar síðla sumars. Nefndin leggur til að þetta verði auglýst um leið og hreinsunardagur verður auglýstur.
 
  1. Dagur umhverfisins 25. apríl 2007.
Dagur umhverfisins að þessu sinni er tileinkaður loftlagsmálum.
Stefnt að því að hafa kvikmyndasýningu um loftslagsmál þennan dag í Óðali.
Umhverfisfulltrúa falið að taka saman 10 ráð varðandi loftlagsmál og setja á heimasíðuna.
 
  1. Fegrun miðbæjar Borgarness og aðkomunnar að bænum.
Umhverfisnefnd leggur til að hreinsað verði með vegköntum inn í bæinn og settar upp blómaskreytingar t.d. á umferðareyjar.
 
  1. Sumarverkin í sveitarfélaginu.
Umhverfisnefnd leggur áherslu á að aðgengi fyrir gangandi, hjólandi og fatlaða vegfarendur verði bætt m.a. með því að eyða illgresi á gangstéttum, lagfæra kanta og bæta við bekkjum við gönguleiðir.
 
  1. Vélhjólasýning
Lagt fram bréf til byggðaráðs varðandi vélhjólasýningu í Borgarnesi í maí.
  Samþykkt. 
 
  1. Önnur mál.
 
Umgengni og þjónusta á gámastöðinni í Borgarnesi.
Umhverfisnefnd leggur til að umgengni og þjónusta verði samkvæmt reglugerðum og samningum á gámasvæðinu. Stefnt verði að því að aðbúnaður allur verði til fyrirmyndar.
 
 
  Fundi slitið 11:57