Umhverfisnefnd
Umhverfisnefnd, fundur nr. 12
Dags : 03.05.2007
Sigurður Páll Harðarson
Umhverfisnefnd
12. fundur
Fundur var haldinn í umhverfisnefnd, fimmtudaginn 3.maí 2007 kl 10.00 í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi
Mætt voru:
Aðalmenn:
Björk Harðardóttir
Jenný Lind Egilsdóttir
Guðmundur Skúli Halldórsson
Varamenn:
Guðbrandur Brynjúlfsson
Fundarritari:
Dagskrá:
- Erindi frá Landbúnaðarráðuneytinu vegna Ytri – Hraundals.
Erindið lagt fram til afgreiðslu.
Ekki eru upplýsingar um hvað felst í endurgerð stíflu og hvort stærð uppstöðulóns muni breytast. Óskað er því frekari gagna um málið þ.a hægt sé að veita umsögn um það.
- Staðardagskrá 21.
Til umræðu vegna fyrirhugaðs fundar UMÍS með öllum nefndum sveitarfélagsins.
Nefndin leggur til að starfsmenn og nefndarmenn ofangreindra nefnda kynni sér vel þau gögn sem fyrir liggja varðandi staðardagskrá 21 í sveitarfélaginu. Fyrir liggja tvær skýrslur um staðardagskrá fyrir “gömlu Borgarbyggð” og Borgarfjarðarsveit. Mikilvægt er að þær verði sameinaðar og í framhaldi af því gert aðgerðarplan.
- Umhverfisaðgerðir í Ráðhúsinu og skrifstofunni í Litla-Hvammi.
2. drög aðaðgerðaáætlun lögð fram.
Drög samþykkt.
- Umhverfisdagatal.
Drög að viðburðadagatali lögð fram til umræðu.
Nefndin tók jákvætt í fyrirliggjandi drög.
- Önnur mál.
a) Rætt um nauðsyn þess að sveitarfélagið útvegi stæði undir stærri bíla í þéttbýliskjörnum Borgarbyggðar þ.a þeir séu ekki að leggja í íbúðarhverfum.
b) Umræða um aðgerðir varðandi heftingu á frekari útbreiðslu lúpínu í Borgarnesi.
Fundi slitið kl. 11.15.