Umhverfisnefnd
Umhverfisnefnd, fundur nr. 13
Dags : 07.06.2007
Umhverfisnefnd
13. fundargerð
Fundur var haldinn í umhverfisnefnd, fimmtudaginn 7. júní 2007 kl. 9:00 í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi
Mætt voru:
Aðalmenn:
Björk Harðardóttir
Guðmundur Hallgrímsson
Guðmundur Skúli Halldórsson
Varamenn:
Sigurður Helgason
Umhverfisfulltrúi
Björg Gunnarsdóttir
1. Staðardagskrá 21 – Vinnufundur.
Lögð fram drög að skýrslu þar sem skýrslur gömlu Borgarbyggðar og Borgarfjarðarsveitar hafa verið sameinaðar. Drögin eru vinnuplagg fyrir þennan fund.
Nefndin fjallaði um hvern kafla fyrir sig í framlögðum drögum og var skráð niður það helsta sem fjallað var um undir hverjum kafla. Það er hinsvegar ekki birt með hér í fundargerð.
Nefndin lagði eftirfarandi fram:
-Lagt til að atriðaorðaskrá verði aftast í skýrslunni og þegar skýrslan verði sett á netið verði atriðaorðaskráin notuð sem tengill inn á málefnin í skýrslunni.
-Reynt verði að sameina sem mest af köflunum.
-Það er brýnt að bæta inn því sem sérstaklega varðar Kolbeinsstaðahrepp og Hvítársíðuhrepp.
-Notast verði við þá uppsetningu sem er í gömlu Borgarfjarðarsveitarskýrslunni um að hafa verkefnalista í fylgiskjali.
-Uppsetningu framlagðar skýrslu verði haldið.
-Endurskoða verði hverjir eru ábyrgðaraðilar fyrir hvert verkefni.
-Nefndin leggur til að hverri nefnd sveitarfélagsins verði falið að vinna þá málaflokka sem að þeim snúa. Síðan komi nefndin til með að taka saman gögn frá nefndunum og vinna úr þeim næsta haust.
-Umhverfisfulltrúa falið að vinna málefnin í hendur starfandi nefnda hjá sveitarfélaginu. Nefndirnar fái í hendur þau málefni sem óskað er eftir að viðkomandi nefnd fjalli um.
2. Fundartími umhverfisnefndar.
Umræður um hvort breyta eigi fundartíma umhverfisnefndar.
Umræðu um þennan lið er frestað vegna þess að tvo aðalmenn vantar á fundinn.
Fundi slitið kl. 11:45