Umhverfisnefnd
Umhverfisnefnd, fundur nr. 14
Dags : 30.08.2007
Umhverfisnefnd
14. fundargerð
Fundur var haldinn í umhverfisnefnd, fimmtudaginn 30. ágúst 2007 kl. 10:00 í Ráðhúsi
Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi
Mætt voru:
Aðalmenn:
Björk Harðardóttir
Guðmundur Skúli Halldórsson
Jenný Lind Egilsdóttir
Þórunn Reykdal
Varamenn:
Umhverfisfulltrúi
Björg Gunnarsdóttir
- Lögreglusamþykkt.
Lagt fram erindi frá byggðarráði þar sem óskað er umsagnar um drög að lögreglusamþykkt fyrir Borgarbyggð.
Umhverfisnefnd leggur til að bætt verði við 23. grein að sú hreinsun verði á kostnað þess sem veldur óþrifunum.
Umhverfisnefnd vekur athygli á að samræma þurfi reglur um lausagöngu búfjár í dreifbýli innan sveitarfélagsins eftir sameiningu.
- Menningarstefna Borgarbyggðar.
Lagt fram erindi frá byggðarráði þar sem óskað er eftir því að nefndir sveitarfélgasins taki til umsagnar drög að menningarstefnu Borgarbyggðar.
Umhverfisnefnd fagnar þessum drögum. Nefndin gerir engar efnislegar athugasemdir.
- Bréf frá félagsmálanefnd.
Lagt fram bréf félagsmálanefndar, frá 21. ágúst 2007, varðandi samantekt og niðurstöður könnunar á kjörum kynjanna hjá Borgarbyggð 1. apríl 2007.
Umhverfisnefnd lýsir yfir áhyggjum sínum með þessa þróun. Niðurstöður benda til að full ástæða sé að vinna frekar með niðurstöður könnunarinnar. Gott væri að fá inn fleiri breytur og hvort hugsanlegt sé að sameiningin hafi áhrif á niðurstöðuna. Umhverfisnefnd leggur áherslu á gagnsæi launa hjá sveitarfélaginu og jafnréttisstefnu sé fylgt.
- Niðurstöður þjónustukönnunar.
Lagt fram erindi frá byggðarráði, frá 22. ágúst, þar sem óskað er eftir því að nefndin kynni sér efni könnunarinnar, sérstaklega þá málaflokka sem undir nefndina heyra.
Nefndin kynnir sér þjónustukönnunina fyrir næsta fund.
- Staðardagskrá 21 - Vinnuskjal.
Lagt fram erindi umhverfisfulltrúa, frá 16. ágúst 2007, varðandi vinnuskjal vegna Sd21 áætlun sveitarfélagsins.
Umhverfisnefnd leggur til að skjalið verði sett á netið og íbúar sveitarfélagsins hvattir til að tak þátt í þessari vinnu. Tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
- Umhverfisverðlaun.
Lagðar fram þær tilnefningar sem borist hafa.
Tilnefningar kynntar. Ákveðið að veita verðlaunin á íbúafundi Sd21 í október.
- Ársskýrsla umhverfismála Borgarbyggðar.
Umhverfisfulltrúi, Björg Gunnarsdóttir, leggur til að unnin verði ársskýrsla fyrir umhverfismálin í Borgarbyggð og vísar til laga nr. 23 um upplýsingarétt um umhverfismál frá 12. apríl 2006.
Umhverfisnefnd samþykkir að unnið verð að ársskýrslu og bendir á að hægt sé að vinna þetta samhliða Sd21.
- Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.
Lögð fram skýrsla til kynningar, frá júní 2007, sem heitir ,,Niðurstöður ráðgjafa um meðhöndlun lífræns úrgangs og urðunarstaði”
Nefndin kynnir sér skýrsluna fyrir næsta fund.
- Önnur mál.
Fundartími nefndarinnar.
Umhverfisnefnd hefur ákveðið að fundað verði hjá nefndinni fyrsta fimmtudag í mánuði kl. 8:30.
Gróður sem vex yfir lóðamörk.
Nefndin telur að ítreka þurfi við íbúa að snyrta gróður á lóðamörkum garða.
Umhverfi og umgengni á opnum svæðum og lóðum í Brákarey í eigu sveitarfélagsins.
Nefndin vekur athygli á brýnni þörf á umbótum.
Fundi slitið kl. 12:00