Umhverfisnefnd
Umhverfisnefnd, fundur nr. 15
Dags : 06.09.2007
Fundi slitið kl. 11:50
Umhverfisnefnd
15. fundargerð
Fundur var haldinn í umhverfisnefnd, fimmtudaginn 6. september 2007
kl. 8:30 í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi.
Mætt voru:
Aðalmenn:
Björk Harðardóttir
Guðmundur Skúli Halldórsson
Jenný Lind Egilsdóttir
Þórunn Reykdal
Umhverfisfulltrúi:
Björg Gunnarsdóttir
- Staðardagskrá 21 - Vinnuskjal.
Lagt fram erindi umhverfisfulltrúa, frá 16. ágúst 2007, varðandi vinnuskjal vegna Sd21 áætlun sveitarfélagsins.
Umhverfisnefnd vann með vinnuskjalið og skráði hjá sér allar þær hugmyndir sem upp komu. Ákveðið að nefndarmenn sendi inn frekari hugmyndir ef þær kveikna.
- Niðurstöður þjónustukönnunar.
Lagt fram erindi frá byggðarráði, frá 22. ágúst, þar sem óskað er eftir því að nefndin kynni sér efni könnunarinnar, sérstaklega þá málaflokka sem undir nefndina heyra.
Nefndin túlkar niðurstöðu könnunarinnar þannig að það þurfi að taka á málum eins og sorpflokkun, aðgengi að grendargámum og flokkunarstöðvum. Nefndin ítrekar að þær tillögur sem sendar hafa verið byggðaráði varðandi aukna sorpflokkun og frágang á grendarstöðvum verði að fullu afgreiddar. Varðandi umhverfismál almennt er erfitt að lesa í hvaða þættir það eru sem íbúarnir eru óánægðir með vegna eðlis spurningarinnar, en nefndin vonast til að fá einhverjar skýringar á íbúafundi í október.
- Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.
Nefndarmenn ræða niðurstöður skýrslunar.
Nefnin hefur farið yfir skjalið og fagnar því að verið sé að vinna sameiginlega að framtíðarlausnum í þessum mikilvæga málaflokki.
- Jarðgerð á Hvanneyri.
Drög að nýjum verksamningi lögð fram.
Umhverfisnefnd samþykkir drögin með þeim breytingum sem komu fram. Umhverfisfulltrúa falið að senda samningsdrögin á næsta byggðaráðsfund.
- Jarðgerður matarúrgangur frá Grunnskólanum í Borgarnesi.
Rætt um staðsetningu íláts þar sem síðasta ferlið í jarðgerðinni gæti farið fram.
Umhverfisnefnd telur nauðsynlegt að staðsetning gáms fyrir síðasta ferli jarðgerðarinnar verði fundinn staður á skólalóðinni til að nemendur geti fylgst með ferlinu til enda. Lagt til að skólinn verði styrktur til að fá sér eina tunnu til viðbótar. Verið er að skipuleggja hluta skólalóðarinnar upp á nýtt. Nefndin leggur til að horft verði til staðsetningar jarðargerðaríláta við þá endurskipulagningu.
- Starfsáætlun umhverfisfulltrúa
Umhverfisfulltrúi, Björg Gunnarsdóttir, leggur fram drög að starfsáætlun.
Formaður umhverfisnefndar, Björk Harðardóttir og umhverfisfulltrúi vinna kaflann um helstu verkefni á árinu 2008 og sendi umhverfisnefnd til yfirlestrar.
- Önnur mál.
Nefndin áætlar að senda umsókn til Menningarráðs Vesturlands vegna sviðs í Skallagrímsgarði. Formanni falið að hafa samband við, Elísabetu Haraldsdóttur menningarfulltrúa Vesturlands.