Fara í efni

Umhverfisnefnd

17. fundur 18. október 2007 kl. 12:02 - 12:02 Eldri-fundur
Umhverfisnefnd, fundur nr. 17 Dags : 18.10.2007
Umhverfisnefnd
17. fundargerð
Fundur var haldinn í umhverfisnefnd, fimmtudaginn 18. október 2007
kl. 8:30 í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi.
 
 
Mætt voru:
 
Aðalmenn:
Björk Harðardóttir
Guðmundur Hallgrímsson
Guðmundur Skúli Halldórsson
Jenný Lind Egilsdóttir
 
Varamenn:
Sigurður Helgason
 
Umhverfis- og kynningarfulltrúi
Björg Gunnarsdóttir
 
 
 
  1. Fjárhagsáætlun 2008.
Fjárhagsáætlunarskjalið fyrir 2008 lagt fram.
Nefndin fór yfir skjalið lið fyrir lið. Ljóst er að áætlunin gerir engan vegin ráð fyrir auknum þörfum til framkvæmda. Fjárhagsramminn er of þröngur og dugir áætlað fjármagn ekki til að halda í horfinu.
 
  1. Starfssvið umhverfisnefndar Borgarbyggðar.
Farið yfir erindisbréf, lög og reglugerðir sem varða málaflokkinn.
Nefndin lýsir óánægju sinni með að mál sem henni ber að fjalla um, samkvæmt lögum og erindisbréfi, séu ekki lögð fyrir nefndina.
 
  1. Önnur mál.
Bílaþvottaplön í sveitarfélaginu
Nefndin telur nauðsynlegt að bæta þurfi þjónustuna og tekur undir áhyggjur íbúa sveitarfélagsins hvað þessi mál varðar.
 
Sorpflokkun.
Nefndin óskar eftir upplýsingum frá Úrvinnslusjóði um stöðu mála hvað varðar aukna flokkun og skilagjaldsgreiðslur.
 
 
Fundi slitið kl. 10:40