Fara í efni

Umhverfisnefnd

18. fundur 01. nóvember 2007 kl. 11:58 - 11:58 Eldri-fundur
Umhverfisnefnd, fundur nr. 18 Dags : 01.11.2007
Umhverfisnefnd
18. fundargerð
Fundur var haldinn í umhverfisnefnd, fimmtudaginn 1. nóvember 2007
kl. 8:30 í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi.
 
 
Mættar voru:
 
Aðalmenn:
Björk Harðardóttir
Jenný Lind Egilsdóttir
 
Varamenn:
Jónína Erna Arnardóttir
 
Umhverfis- og kynningarfulltrúi:
Björg Gunnarsdóttir
 
 
 
  1. Fjárhagsáætlun 2008.
Fjárhagsáætlun 2008 lögð fram til samþykktar.
Nefndin samþykkir áætlunina en bendir á að liðurinn opin svæði kemur til með að verða fjárfrekari en gert er ráð fyrir. Sama á við um jólaskreytingarnar. Nefndin bendir á að áætlunin gerir ekki ráð fyrir frekari umhverfisaðgerðum.
 
  1. Staðardagskrá 21.
Umhverfis- og kynningarfulltrúi leggur fram skjal þar sem búið er að taka saman allt það sem nefndir sveitarfélgsins skiluðu af sér eftir að hafa unnið með Sd21 vinnuskjalið sem umhverfisnefnd lagði fyrir þær  í september.
Nefndin saknar þess að ekki hafa borist ábendingar og tillögur frá fræðslunefnd, og íþrótta- og tómstundanefnd þar sem þær fara með stóran hluta fjárframlags sveitarfélgagsins.
 
  1. Verkefnaskrá 2007
Lögð fram verkefnaskrá yfir verkefni sem heyra undir umhverfisnefnd og stöðu þeirra.
Framlagt.
 
  1. Önnur mál.
Rætt um gangstéttarsópun og glerbrot á götum.
 
Fundi slitið kl. 9:45