Fara í efni

Umhverfisnefnd

19. fundur 06. desember 2007 kl. 11:03 - 11:03 Eldri-fundur
Umhverfisnefnd, fundur nr. 19 Dags : 06.12.2007
Umhverfisnefnd
19. fundargerð
Fundur var haldinn í umhverfisnefnd, fimmtudaginn 6. desember 2007
kl. 8:30 í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi.
 
 
Mætt voru:
 
Aðalmenn:
Guðmundur Skúli Halldórsson
Jenný Lind Egilsdóttir
 
Varamenn:
Sigurður Helgason
Guðbrandur Brynjúlfsson
 
Umhverfis- og kynningarfulltrúi:
Björg Gunnarsdóttir
 
 
  1. Fráveitumál frístundasvæða.
Framlagt erindi, dagssett 5. nóvember 2007, frá Heilbrigðiseftirliti Vestulands. Erindinu var vísað til umhverfisnefndar á byggðarráðsfundi 21. nóvember 2007.
Nefndin tekur jákvætt í erindið. Nefndin telur æskilega þróun að fækka rotþróm ef hægt er að koma því við og beinir því til framkvæmdasviðs að hafa það í huga við skipulagningu nýrra frístundasvæða.
 
  1. Merking eyðibýla og húsa.
Framlagt erindi, dagssett 8. nóvember 2007, frá menningarfulltrúa fyrir hönd menningarnefndar.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og telur að þetta sé skemmtilegt verkefni til að halda í gamlan menningararf og er reiðubúin til viðræðna um frekara samstarf.
 
  1. Umhverfisstefna Borgarbyggðar.
Lögð fram umhverfisstefna Borgarbyggðar frá árinu 2000.
Nefndin samþykkir umhverfisstefnu Borgarbyggðar með einni breytingu.
 
  1. Fyrirhugaðar breytingar hjá umhverfisnefnd.
Lagt fram minnisblað frá sveitarstjóra.
Jenný Lind leggur fram eftirfarandi bókun:  ,,Ég tel að ekki eigi að sameina umhverfis- og landbúnarðarnefnd og þær eigi að starfa sjálfstætt út kjörtímabilið. Þessi tillaga meirihlutans ber vott um metnaðarleysi í umhverfismálum”.
 
Guðmundur Skúli leggur fram eftirfarandi bókun: ,,Mikilvægt er að málefni umhverfisnefndar týnist ekki innan nýrrar nefndar”.
 
  1. Umhirðuáætlun fyrir Borgarbyggð
Umhverfis- og kynningarfulltrúi kynnir umhirðuáætlanir sveitarfélaga.
Nefndin telur að vinna eigi umhirðuáætlun fyrir Borgarbyggð. Jákvætt að auka upplýsinga til íbúa um umhirðu í sveitarfélaginu.
 
  1. Verkefnaskrá umhverfisnefndar.
Lögð fram til kynningar.
Nefndin leggur til að umhverfis- og kynningarfulltrúi sendi verkefnaskránna til byggðarráðs.  
 
  1. Umhirða í miðbæ Borgarness.
Erindi frá íbúa í Borgarnesi.
Starfmanni nefndarinnar falið að tala við lóðarhafa.
 
Jenný Lind yfirgaf fund kl. 9:53.
 
  1. Hundamál.  
Lögð fram tillaga frá umhverfis- og kynningarfulltrúa.
Tillagan er samþykkt. Lagt er til að tekið sé tillit til þess í gjaldskrá fyrir árið 2008.
 
  1. Auglýsingaskilti
Framlagt erindi til Skipulags og byggingarnefndar Borgarbyggðar, dagssett 22. nóvember 2007, frá Konráði Konráðssyni f.h Ungmennafélagsins Skallagríms um leyfi til að setja upp auglýsingaskilti á stoðvegg við lóðir Loftorku í Borgarnesi ehf. Engjaási 2-8. Erindið er sent frá framkvæmdasviði til umhverfisnefndar til umsagnar.
Samþykkt með þeim fyrirvara að skiltunum sé ætið haldið snyrtilegum. Lagt til að leyfið gildi einungis í tvö ár í senn.
 
  1. Önnur mál.
 
 
 
 
Fundi slitið kl. 10:30