Umhverfisnefnd
Umhverfisnefnd, fundur nr. 19
Dags : 06.12.2007
Jenný Lind Egilsdóttir Björg Gunnarsdóttir
Umhverfisnefnd
19. fundargerð
Fundur var haldinn í umhverfisnefnd, fimmtudaginn 6. desember 2007
kl. 8:30 í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi.
Mætt voru:
Aðalmenn:
Guðmundur Skúli Halldórsson
Varamenn:
Sigurður Helgason
Guðbrandur Brynjúlfsson
Umhverfis- og kynningarfulltrúi:
- Fráveitumál frístundasvæða.
Framlagt erindi, dagssett 5. nóvember 2007, frá Heilbrigðiseftirliti Vestulands. Erindinu var vísað til umhverfisnefndar á byggðarráðsfundi 21. nóvember 2007.
Nefndin tekur jákvætt í erindið. Nefndin telur æskilega þróun að fækka rotþróm ef hægt er að koma því við og beinir því til framkvæmdasviðs að hafa það í huga við skipulagningu nýrra frístundasvæða.
- Merking eyðibýla og húsa.
Framlagt erindi, dagssett 8. nóvember 2007, frá menningarfulltrúa fyrir hönd menningarnefndar.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og telur að þetta sé skemmtilegt verkefni til að halda í gamlan menningararf og er reiðubúin til viðræðna um frekara samstarf.
- Umhverfisstefna Borgarbyggðar.
Lögð fram umhverfisstefna Borgarbyggðar frá árinu 2000.
Nefndin samþykkir umhverfisstefnu Borgarbyggðar með einni breytingu.
- Fyrirhugaðar breytingar hjá umhverfisnefnd.
Lagt fram minnisblað frá sveitarstjóra.
Jenný Lind leggur fram eftirfarandi bókun: ,,Ég tel að ekki eigi að sameina umhverfis- og landbúnarðarnefnd og þær eigi að starfa sjálfstætt út kjörtímabilið. Þessi tillaga meirihlutans ber vott um metnaðarleysi í umhverfismálum”.
Guðmundur Skúli leggur fram eftirfarandi bókun: ,,Mikilvægt er að málefni umhverfisnefndar týnist ekki innan nýrrar nefndar”.
- Umhirðuáætlun fyrir Borgarbyggð
Umhverfis- og kynningarfulltrúi kynnir umhirðuáætlanir sveitarfélaga.
Nefndin telur að vinna eigi umhirðuáætlun fyrir Borgarbyggð. Jákvætt að auka upplýsinga til íbúa um umhirðu í sveitarfélaginu.
- Verkefnaskrá umhverfisnefndar.
Lögð fram til kynningar.
Nefndin leggur til að umhverfis- og kynningarfulltrúi sendi verkefnaskránna til byggðarráðs.
- Umhirða í miðbæ Borgarness.
Erindi frá íbúa í Borgarnesi.
Starfmanni nefndarinnar falið að tala við lóðarhafa.
Jenný Lind yfirgaf fund kl. 9:53.
- Hundamál.
Lögð fram tillaga frá umhverfis- og kynningarfulltrúa.
Tillagan er samþykkt. Lagt er til að tekið sé tillit til þess í gjaldskrá fyrir árið 2008.
- Auglýsingaskilti
Framlagt erindi til Skipulags og byggingarnefndar Borgarbyggðar, dagssett 22. nóvember 2007, frá Konráði Konráðssyni f.h Ungmennafélagsins Skallagríms um leyfi til að setja upp auglýsingaskilti á stoðvegg við lóðir Loftorku í Borgarnesi ehf. Engjaási 2-8. Erindið er sent frá framkvæmdasviði til umhverfisnefndar til umsagnar.
Samþykkt með þeim fyrirvara að skiltunum sé ætið haldið snyrtilegum. Lagt til að leyfið gildi einungis í tvö ár í senn.
- Önnur mál.
Fundi slitið kl. 10:30