Fara í efni

Umhverfisnefnd

1. fundur 14. ágúst 2006 kl. 16:30 - 16:30 Eldri-fundur
Umhverfisnefnd, fundur nr. 1 Dags : 14.08.2006
Fundur í umhverfisnefnd Borgarbyggðar var haldinn mánudaginn 14. ágúst kl. 16.30 í ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
 
Mættir voru:
Aðalmenn:
Björk Harðardóttir
Jenný Lind Egilsdóttir
Guðmundur Hallgrímsson
Þórunn Pétursdóttir
 
Embættismenn:
Páll Brynjarsson sveitarstjóri.
Sigurður P.Harðarson forstöðumaður framkvæmdasviðs Borgarbyggðar.
 
 
1.Kosning formanns og varaformanns.
Formaður var kjörinn Björk Harðardóttir og varaformaður var kjörinn Þórunn Pétursdóttir.
 
2.Framlagt erindisbréf umhverfisnefndar.
Erindisbréf framlagt.
 
3.Erindi frá “Vaski á bakka” vegna minkaveiða í Borgarbyggð.
Nefndin tekur undir álit landbúðarnefndar frá 31.07.2006 um þetta mál. Þar kemur fram að landbúnaðarnefnd telji ekki tímabært að kaupa minkasíu né heldur að veita einkaleyfi til minkaveiða í sveitarfélaginu.
 
4.Kynning á tillögu um byggingu hreinsistöðvar fyrir fráveitu í Brákarey
Málið kynnt. Frekari kynning á þessu máli verður 18.08.2006 hjá O.R.
Forstöðumanni framkvæmdasviðs falið að kynna nefndinni frekar fráveituframkvæmdir í Borgarnesi á næsta fundi.
 
5.Umsókn Atlantsolíu um lóð í Borgarnesi.
Ræddir valkostir á hugsanlegum staðsetningum fyrir lóð undir starfsemi Atlantsolíu.
Nefndin kallar eftir frekari upplýsingum frá Atlantsolíu um þá starfsemi sem fyrirtækið hefur í huga á lóðinni og hvernig hún samrýmist nærliggjandi starfsemi.
 
6.Rætt um reglur varðandi uppsetningu auglýsingaskilta í sveitarfélaginu.
Tilvonandi umhverfisfulltrúa falið að koma með tillögur að reglum um uppsetningu auglýsingarskilta í sveitarfélaginu.
 
7.Erindi frá Landbúnaðarráðuneytinu vegna Ytri-Hraundals.
Óskað er eftir frekari upplýsingum frá ráðuneytinu varðandi málið.
 
8.Erindi frá umhverfisráðuneytinu vegna frumvarps um skipulags- og byggingarmálefni
Forstöðumanni framkvæmdasviðs falið að koma með drög að umsögn.
 
9.Merkingar á Skallagrímsgarði.
Tilvonandi umhverfisfulltrúa falið að koma með tillögu að merkingum í samstarfi við starfsmann Skallagrímsgarðs.
 
10.Önnur mál
Páll Brynjarsson sveitarstjóri kynnti stöðuna varðandi ráðningu í starf umhverfisfulltrúa. Ennfremur kynnti Páll að nefndinni væri boðið í heimsókn til O.R 18.08.2006 þar sem m.a yrði kynning á hreinsimannvirkjum fráveitu.
 
Ákveðið var að fundartími nefndarinnar yrði fyrsti virki mánudagur í hverjum mánuði kl.9.00. Ákveðið var að halda aukafund i nefndinni  þriðjudaginn 22.ágúst kl.9.00.
 
 
 
Fundargerð ritaði forstöðumaður framkvæmdasviðs, fundi lauk 18.40