Fara í efni

Umhverfisnefnd

2. fundur 04. september 2006 kl. 09:00 - 09:00 Eldri-fundur
Umhverfisnefnd, fundur nr. 2 Dags : 04.09.2006
Fundur var haldinn í umhverfisnefnd, mánudaginn 4. september kl. 09:00,
í ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi.
 
Mættir voru:
Aðalmenn: 
Björk Harðardóttir
Guðmundur Hallgrímsson
Þórunn Reykdal
 
Umhverfisfulltrúi:
Björg Gunnarsdóttir
 
 
1.  Fundartími og fundarstaður umhverfisnefndar ræddur.
Ákvörðun frestað til næsta fundar.
 
2.  Þróunaráætlun 21. aldarinnar fyrir Borgarbyggð (Staðardagskrá 21).
Staða mála rædd.
Guðbrandur Brynjúlfsson mun mæta á fundinn og gera grein fyrir stöðu mála í gömlu Borgarbyggð. Framlagt skjal frá Þórunni Pétursdóttur með kynningu á helstu áhersluatriðum úr skýrslu sem unnin var fyrir Borgarfjarðarsveit.
Guðbrandur Brynjúlfsson skýrði frá aðdraganda þess að Borgarbyggð hóf vinnu í anda ST21 og hvernig það ferli dagaði uppi. Nokkur umræða um lífrænan úrgang í framhaldinu. Skjalið frá Þórunni Pétursdóttur lagt fram. ST21 er ferli sem stöðugt þarf að vera í endurskoðun og því talið óhjákvæmilegt að sameina þróunaráætlun og markmið sveitarfélaganna fyrir hið nýja sveitarfélag.
 
3.  Forstöðumaður framkvæmdasviðs, Sigurður Páll Harðarson, kynnir fyrir nefndinni stöðu fráveitumála í Borgarnesi og frekari framkvæmdir.
Sigurður kynnti stöðu fráveitumála í hverju hverfi í Borgarnesi fyrir sig og hvar útrásir lægju  núna og hvaða leiðir yrðu farnar til að beina úrgangi í fyrirhugaða hreinsistöð út  í Brákarey. Í framhaldi að því voru umræður um fráveitumál sveitarfélagsins.
 
4.  Skólar á grænni grein – Grænfánaverkefnið. Farið yfir stöðu mála í Borgarbyggð.
Vilji umhverfisnefndar er fyrir því að stefnt verði að því að allir skólar í sveitarfélaginu verði komnir með Grænfánann í lok  kjörtímabils. Umhverfisfulltrúa falið að kanna vilja þeirra skóla sem ekki hafa tekið þátt í Grænfánaverkefninu og leggja niðurstöðurnar fyrir næsta fund.
 
5.  Önnur mál.
Vistvernd í verki. Ákveðið að taka málið upp á næsta fundi.
 
 
Fundi slitið 11:23