Fara í efni

Umhverfisnefnd

3. fundur 03. október 2006 kl. 13:00 - 13:00 Eldri-fundur
Umhverfisnefnd, fundur nr. 3 Dags : 03.10.2006
Fundur var haldinn í umhverfisnefnd, þriðjudaginn 3. október 2006 kl. 13:00
í ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi.
 
 
Mættir voru:
Aðalmenn:
Björk Harðardóttir
Jenný Lind Egilsdóttir
Þórunn Pétursdóttir
Þórunn Reykdal
 
Varamaður:
Bragi Þór Svavarsson
 
Umhverfisfulltrúi:
Björg Gunnarsdóttir
 
 
 
 1. Umræður um fundartíma og fundarstað umhverfisnefndar.
Ákveðið að hafa fundi fyrsta fimmtudag í mánuði kl. 10:00.
 
 1. Afgreiðsla erindisbréfs umhverfisnefndar, sem lagt var fram á 1. fundi nefndarinnar, þann 14. ágúst.
Umhverfisnefnd óskar eftir nokkrum breytingum á erindisbréfi nefndarinnar. Umhverfisfulltrúa falið að skrá þær breytingartillögur.
 
 1. Varmalandsskóli – Útsýnispallur. Erindi frá Skipulags- og byggingarnefnd til umsagnar. – Skólastjóri f.h. Varmalandsskóla sækir um leyfi til að byggja útsýnispall á hömrunum fyrir ofan Varmaland, samkv. meðf. teikn.
Umhverfisnefnd óskar eftir frekari rökum fyrir því að þessi pallur  verði reistur. Óskað eftir frekari upplýsingum um aðgengi að útsýnisstaðnum og hvernig þetta komi til með að sjást við aðkomuna að staðnum.
 
 1. Lögð fram tillaga umhverfisfulltrúa um reglur varðandi uppsetningu auglýsingaskilta í sveitarfélaginu.
Framlagt. Nefndin óskar eftir að taka þetta frekar fyrir í næsta fundi.
 
 1. Kynnt tillaga umhverfisfulltrúa um merkingar í Skallagrímsgarði.
Tillaga framlögð.
Umhverfisfulltrúa falið að hafa samband við kvenfélagskonur í kvenfélagi Borgarness til að athuga hvort þær vilji koma með einhverja tillögu að  merkingu garðsins.
 
 1. Kynnt niðurstaða af athugun umhverfisfulltrúa á vilja þeirra skóla sem ekki hafa tekið þátt í Grænfánaverkefninu hingað til að hefja þátttöku.
Málið kynnt.
 
 1. Kynning á ákvörðun varðandi samráðsvettvang Grænfánaskólanna í sveitarfélaginu. Boðað verður til fundar í október til að hefja það samstarf.
Málið kynnt.
 
 1. Jarðgerð á Hvanneyri
  1. Staða jarðgerðarinnar kynnt. Gögn frá Ríkharð Brynjólfssyni lögð fram.
  2. Gildandi samningur milli sveitarfélagsins og Landbúnaðarháskóla Íslands kynntur og ræddur.
  3. Rætt um leiðir til að koma nýjum íbúum á Hvanneyri af stað í flokkun og söfnun lífræns úrgangs frá heimilum sínum.
Frestað til næsta fundar
 
 1. Tillaga um að hefja í Reykholti jarðgerð úr lífrænum heimilisúrgangi
í líkingu við það sem gert hefur verið á Hvanneyri.
Frestað til næsta fundar.
 1. Einkunnir - Fólkvangur Borgfirðinga. Hilmar Már Arason formaður stjórnar Einkunna kemur á fundinn og fjallar um fólkvanginn.
Hilmar kom á fundinn og  fjallaði um fólkvanginn og kynnti stöðu mála.
 
 1. Jenni R. Ólason kynnir starfsemi Skógræktarfélags Borgarfjarðar og þau svæði sem það hefur umsjón með.
Jenni kom á fundinn og fór stuttlega yfir sögu félagsins og nefndi þau 10 svæði sem Skógræktarfélagið hefur umsjón með. Síðan leiddi hann  umræðu um Skógræktarfélag Borgarfjarðar og starfsemi þess. 
 
 1. Nemendagarðar á Hvanneyri. Rædd sú hugmynd um að koma af stað tilraunaverkefni í sorpflokkun við nemendagarðana. Rætt um möguleika þess að hrinda þeirri hugmynd í framkvæmd.
Frestað til næsta fundar.
 
 1. ,,Endurnýtingarverslun” með fatnað og húsgögn í sveitarfélaginu. Hugmyndir ræddar um það, hvernig hægt er að minnka rusl og efla endurnýtingu með þessum hætti.
Frestað til næsta fundar.
 
 1. Vistvernd í verki. Þórunn Pétursdóttir, staðbundinn stjórnandi vistverndar í verki í fyrrverandi Borgarfjarðarsveit, hefur umræðuna.
Frestað til næsta fundar.
 
 1. Önnur mál.
 
Aukafundur verður haldinn 17. október kl. 10:00. Sá fundur verður um ST21 og þá verða tekin fyrir þau mál sem frestað var á þessum fundi.
 
Fundi slitið kl. 16:00