Fara í efni

Umsjónarnefnd fólkvangsins í Einkunnum

72. fundur 01. júlí 2022 kl. 18:00 - 20:00 í Einkunnum
Nefndarmenn
  • Ása Erlingsdóttir aðalmaður
  • Dagný Pétursdóttir aðalmaður
  • Jón Sigurður Snorri Bergsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ása Erlingsdóttir
Dagskrá

1.Einkunnir- verkefni 2022

2206203

Umsjónarnefnd Fólkvangsins Einkunna hittist í Einkunnum til að skipuleggja starfið fram undan. Ábending hafði borist um skemmdarverk í fræðslurjóðri.
Nefndin gekk um fólkvanginn og skoðaði aðstæður.
Teknar myndir og lagfært í kringum eldstæðið. Búið var að brenna trjáboli, greinar og hluta af girðingu og dreifa um svæðið.
Ákveðið að forgangsraða hvað varðar skipulag stíga, æskilegt að gera stíga í hring sem næði utan um allt svæðið og merkja betur minni hringi og loka á óljósar leiðir á nokkrum stöðum. Gera þarf stígakerfið skilmerkilegra, breyta litamerkingum og forgangsraða aðgerðum.
Laga þarf til við borð og og e.t.v. endurskoða staðetningar og hreinsa til.
Nefndin ákvað að vinna fjögurra ára áætlun um aðgerðir og huga að möguleikum á að afla styrkja til uppbyggingar í fólkvanginum.

Fundi slitið - kl. 20:00.