Velferðarnefnd Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Kynning á móttöku flóttafólks
2010090
Á fundi nefndarinnar 5. janúar 2021 voru lögð fram gögn til kynningar á samstarfi ríkis og sveitarfélaga um mótttöku flóttafólks. Í framhaldi af því var ákveðið að bjóða rektor háskóans á Bifröst að kynna hugmyndir að móttöku flóttafólks á Bifröst.
Margrét Jónsdóttir Njarðvík rektor háskólans á Bifröst kynnti hugmyndir að móttöku flóttafólks og hvernig Bifröst getur komið að móttökunni. Ákveðið að fá kynningu félagsmálaráðuneytisins á verkefninu fyrir velferðarnefnd.
2.Öryggisþjónusta Borgarbraut 65a og Ánahlið
1904138
Öryggisþjónusta Borgarbraut 65a og Ánahlið
Lagt fram minnisblað um skyldur sveitarfélaga gagnvart leigjendum þjónustuíbúða á vegum sveitarfélaga sem tekið var saman af sviðsstjóra stjórnsýslu- og þjónustusviðs. Félagsmálastjóra falið að halda áfram vinnslu málsins og undirbúa samráðsfund með íbúum.
3.Starfshópur um Ölduna - fundargerðir.
2001115
Fundargerð síðasta fundar starfshópsins 24. mars 2021 lögð fram til kynningar.
4.Trúnaðarbók 2021
2012129
Lagðar fram afgreiðslur starfsmanna frá síðasta fundi og afgreidd umsókn um fjárhagsaðstoð. Niðurstaða nefndarinnar var skráð í trúnaðarbók. Óheimilt er að birta afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók. Það er skýr reglurammi sem nefndin og starfsmenn félagsþjónustunnar starfa eftir. Reglurnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.
5.Covid 19. Staðan og aðgerðir félagsþjónustu.
2003206
Farið yfir stöðuna varðandi þjónustuþætti félagsþjónustu.
6.Umsókn um aðild að barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala
2010106
Samningur um aðild Hvalfjarðarsveitar að Barnaverndarnefnda Borgarfjarðar og Dala. Samningurinn gildir frá 15. desember 2020 til 1. maí 2021.
Mefndin leggur til að samstarfinu verði haldið áfram.
Fundi slitið - kl. 17:00.