Fara í efni

Velferðarnefnd Borgarbyggðar

127. fundur 05. júlí 2022 kl. 17:00 - 19:00 Sal Símenntunar á Bjarnarbraut
Nefndarmenn
 • Guðveig Eyglóardóttir formaður
 • Sonja Lind Eyglóardóttir varaformaður
 • Kristín Erla Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Anna Helga Sigfúsdóttir varamaður
 • Ragnhildur Eva Jónsdóttir varamaður
Starfsmenn
 • Inga Vildís Bjarnadóttir félagsmálastjóri
 • Hlöðver Ingi Gunnarsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Inga Vildís Bjarnadóttir félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Móttaka nýs sveitarstjórnarfólks og nefndarmanna

2205069

Flosi Hrafn Sigurðsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og þjónustusviðs fór yfir helstu verkefni sem tengjast nefndarstörfum fyrir sveitarfélög. Farið var yfir nefndakerfið, hlutverk nefndarmanna, fundarsköp, vanhæfisreglur, trúnað o.fl.
Nefndin þakkar fyrir upplýsandi erindi.

2.Samningur um félagsþjónustu, þjónustu í barnaverndarmálum og málefnun fatlaðra

1904094

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs og félagsmálastjóri kynna minnisblað vegna þjónustusamnings við Dalabyggð um félagsþjónustu og barnavernd.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs og félagsmálastjóri kynntu minnisblað um þjónustusamning milli Dalabyggðar og Borgarbyggðar. Fyrsti samningur um þjónustu Borgarbyggðar við Dalabyggð um þessa þætti var gerður árið 2006. Hann hefur verið endurskoðaður tvisvar síðan og byggir þjónustan nú á samningi frá árinu 2019. Mikil breyting hefur orðið á skyldum sveitarfélaga undanfarin á út frá breyttum áherslum og breytinum á lögum. Þannig hefur orðið aukning í flestum þjónustuáttum sveitarfélaganna sem heyra undir samninginn.
Út frá núverandi stöðu í málaflokknun og aðstæðum á fjölskyldusviði Borgarbyggðar leggur velferðarnefnd til við byggðaráð að samningurinn verði ekki endurnýjaður á núverandi grunni en Dalabyggð verði boðið til viðræðna um nýjan samning sem byggir á tillögu 2 sem kynnt er í minnisblaði. Tillagan felur í sér áframhaldandi samstarf um ákveðna þætti á breyttum forsendum.

3.Fjárframlag mennta- og barnamálaráðherra til að efla virkni, vellíðan og félagsfærni barna í viðkvæmri stöðu í sumar

2205083

Erindi um fjárframlag mennta- og barnamálaráðherra lagt fram til kynningar. Ákveðið hefur verið að veita sveitarfélögum styrk til að hvetja til félagslegrar þátttöku barna í viðkvæmri stöðu.
Erindið lagt fram til kynningar.

4.Könnun móttaka flóttafólks

2203267

Afgreiðsla 597. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar:

"Byggðarráð felur sveitarstjóra að vera í sambandi við ráðuneytið varðandi drög að samningi um samræmda móttöku flóttafólks. Byggðarráð vísar afgreiðslu málsins til frekar úrvinnslu nýrrar velferðarnefndar."
Farið yfir hvað felst í samræmdri móttöku flóttamanna. Borgarbyggð hóf undirbúning að tímabundinni móttöku flóttamanna á Bifröst í samstarfi við Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Háskólann á Bifröst, Rauða Krossinn, Heilbrigðisstofnun Vesturlands og ýmsa aðra þjónustuaðila í Borgarbyggð í mars á þessu ári þegar ákveðið hafði verið að ráðuneytið myndi leiga húsnæði af Háskólanum á Bifröst fyrir móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Settur var á fót stýrihópur með starfsfólki Borgarbyggðar og mögulegum samstarfsaðilum og ráðinn verkefnastjóri og fleira starfsfólk til að halda utanum verkefnið. Fyrstu flóttamennirnir komu strax í byrjun apríl og hefur fjöldi þeirra farið allt upp í 130 í einu. Útlit er fyrir að þörf verið á móttökunni áfram næstu mánuði þar sem stríðsástand geysar ennþá í Úkraínu.
Velferðarnefnd telur ekki tímabært að ganga til samninga um samræmda móttöku flóttafólks meðan verkefnið um tímabundna móttöku á Bifröst er í fullum gangi.

5.Öldungaráð Borgarbyggðar - 7

2204019F

Fundargerð síðasta fundar ráðsins lögð fram til kynningar.
Samkvæmt beiðni ráðsins var fjallað sérstaklega um greiðslu fyrir fundarsetu í ráðinu. Velferðarnefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til afgreiðslu byggðaráðs.
 • 5.1 2103083 Losunarbókhald og loftslagsstefna
  Öldungaráð Borgarbyggðar - 7 Hrafnhildur Tryggvadóttir deildarstjóri umhverfis-og framkvæmdamála kynnti fyrstu loftslagsstefnu Borgarbyggðar. Ráðið þakkar fyrir greinargott og fræðandi erindi. Það er ánægjulegt að vakning sé í þessum málum í sveitarfélaginu.
 • 5.2 2111209 Öldungaráð- önnur mál
  Öldungaráð Borgarbyggðar - 7 Persónuvernfdarlögin geta hamlað nauðsynlegum samskiptum um þjónustu og líðan einstaklinga og þá sérstaklega eldri borgara. Ráðið bendir á möguleikann á því að eldri borgarar gefi aðstandendum heimild til að fá upplýsingar og fara með sín mál.

  Fjarskiptamál. Ráðið bendir á að ákveðið hafi verið að ljósleiðaravæða allt sveitarfélagið og yrði sú tenging tilbúin um áramót 2021-2022. Það hefur ekki gengið eftir og veldur það ýmsum vanda, getur m.a. minnkað öryggi íbúa því þegar rafmagn fer af þá eru bæir í sveitarfélaginu sem verða alveg fjarskiptasambandslausir.

  Ráðið fer fram á að fulltrúar öldungaráðs fái framvegis greitt fyrir fundarsetu á vegum ráðsins. Erindinu er beint til velferðarnefndar.

Fundi slitið - kl. 19:00.