Fara í efni

Vinnuhópur um Staðardagskrá 21

8. fundur 04. mars 2014 kl. 13:00 - 16:15 í stóra fundarsal í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Hulda Hrönn Sigurðardóttir aðalmaður
  • Anna Berg Samúelsdóttir aðalmaður
  • Magnús Smári Snorrason aðalmaður
  • Hrafnhildur Tryggvadóttir aðalmaður
  • Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Björg Gunnarsdóttir Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
Dagskrá

1.Endurnýjun staðardagskrárskýrslu

1309066

Vinnuhópurinn kláraði vinnu við skýrsluna sjálfa til kynningar. Ekki verður farið í stranga uppsetningu til að gera hana prenthæfa fyrr en búið er að samþykkja textann í sveitarstjórn.

2.Verkefnalisti í samræmi við staðardagskrárskýrslu 2014

1401075

Unnið verður að verkefnalistanum fram að fyrstu kynningu. Það eru komin u.þ.b. 120 verkefni á listann. Verkefnalistinn verður lagður fyrir nefndir sveitarfélagsins þegar Staðardagsrkrárskýrslan hefur verið samþykkt hjá sveitarstjórn og þá geta þær komið með tillögur að breytingum á honum.

3.Vinnuáætlun fyrir næsta fund

1309026

Skýrslan mun verða send á næsta byggðarráðsfund um miðjan mars.
Kynning á skýrslunni fyrir sveitarstjórnarfulltrúa mun fara fram fyrir sveitarstjórnarfund í apríl.
Íbúafundur fyrir sveitarstjórnarfund í apríl.
Tekin fyrir á sveitarstjórnarfundi í apríl.
Þegar hún hefur verið samþykkt mun fara af stað vinna við uppsetningu hennar og útlit.

Fundi slitið - kl. 16:15.