Fara í efni

Fjallskilanefnd Oddsstaðaréttar

9. fundur 04. júlí 2010 kl. 16:08 - 16:08 Eldri-fundur
Fjallskilanefnd Oddstaðaréttar, fundur nr. 9 Dags : 04.07.2010
Fundur fjallskilanefndar Oddstaðaréttar haldinn á Hóli 04. júlí 2010
 
 
Mættir: Ólafur Jóhannesson
Árni Ingvarsson
Guðrún Ólafsdóttir
 
 
1. Nefndarmenn skiptu með sér verkum.
Formaður: Ólafur Jóhannesson
Ritari: Guðrún Ólafsdóttir
Varaformaður: Árni Ingvarsson
 
2. Svar við erindi Óskars Halldórssonar að aka fé á afrétt
Árið 2006 var gert samkomulag við Landgræðslu ríkisins um nýtingu afréttar Lunddælinga og Andkílinga vegna gæðastýringar í sauðfjárrækt, þess efnis að bannað yrði að flytja fé á austurhluta afréttarins sem er viðkvæmur.
Fjáreigendum var send tilkynning um breytta nýtingu afréttarins vegna þessa 29. Maí 2006.
Óskari Halldórssyni má því vera vel kunnugt um hvernig málin standa.
Fjallskilanefndin telur að ekki komi annað til greina en að halda þetta samkomulag undandráttarlaust og vísa erindin Óskars alfarið á bug.
 
3. Fjallskilanefnd minnir á afleitt ástand Oddstaðaréttar og leitarmannaskála og hesthúsa.
 
4. Fjallskilanefndin óskar eftir að hlutverk hennar sé skilgreint.
 
 
Fundi slitið.